3.9.17
Fallið...
Keyrði í gegnum Varmahlíð í dag og fannst kjörið að smella nokkrum af listaverkinu sem prýðir merki klúbbins.
1.9.17
Stjórn Tíunnar 2017-2018
26.8.17
Skemmtilegt PokerRun
20.8.17
Vikan 21-27 ágúst POKER RUN
Aðeins einn viðburður verður þessa vikuna hjá okkur í Tíunni.
En það verður PokerRun á Laugardag
Þetta verður langkeyrslu pokerrun þar sem ekið verður yfir 200km til að safna þessum fimm pokerspilum
Mæting við Mótorhjólasafnið kl 13:00 á Laugardaginn 26 ágúst.
Þátttaka kostar 1500 kr Fyrsta spilið verður afhent við safnið. og svo verður purrað á næsta áfangastað..
ATH vegleg verðlaun fyrir bestu pókerhöndina.
p.s Endilega hakið ykkur í viðburðinn.
En það verður PokerRun á Laugardag
Þetta verður langkeyrslu pokerrun þar sem ekið verður yfir 200km til að safna þessum fimm pokerspilum
Mæting við Mótorhjólasafnið kl 13:00 á Laugardaginn 26 ágúst.
Þátttaka kostar 1500 kr Fyrsta spilið verður afhent við safnið. og svo verður purrað á næsta áfangastað..
ATH vegleg verðlaun fyrir bestu pókerhöndina.
p.s Endilega hakið ykkur í viðburðinn.
Tían komin með Twitter,,,
Tían er semsagt komin með Twitter
Og fyrir þá sem nota svoleiðis þá er slóðin hérhttps://twitter.com/tianvkn
18.8.17
BMW klubbur um Vestfirði
Stór hópur manna úr mótorhjólaklúbbum BMW tók á rás snemma í gærmorgun og lagði af stað frá bensínstöð N1 vestur á firði. Þarna voru saman á ferð 25 félagar úr BMW klúbbnum og jafn margir úr þýskum systurklúbbi.
Þeirra fyrsti náttstaður fyrir vestan var á Tálknafirði þar sem þeir gistu í nótt. Halda svo áfram til Ísafjarðar í dag og til Norðurfjarðar á Ströndum á morgun þar sem leiðir skiljast, því Þjóðverjarnir fara hringinn umhverfis landið en Íslendingarnir suður.
„Trússbíll fylgir okkur og ferjar samkomutjald og fleira og verður það sett upp á gististöðum. Þetta er sennilega stærsta ferð mótorhjólamanna um Vestfirði sem farin hefur verið,“ sagði Guðmundur Björnsson læknir, einn leiðangursmanna, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins.
bryndis@bb.is
www.bb.is/
Þeirra fyrsti náttstaður fyrir vestan var á Tálknafirði þar sem þeir gistu í nótt. Halda svo áfram til Ísafjarðar í dag og til Norðurfjarðar á Ströndum á morgun þar sem leiðir skiljast, því Þjóðverjarnir fara hringinn umhverfis landið en Íslendingarnir suður.
„Trússbíll fylgir okkur og ferjar samkomutjald og fleira og verður það sett upp á gististöðum. Þetta er sennilega stærsta ferð mótorhjólamanna um Vestfirði sem farin hefur verið,“ sagði Guðmundur Björnsson læknir, einn leiðangursmanna, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins.
bryndis@bb.is
www.bb.is/
17.8.17
Aukaaðalfundur vel heppnaður.
Í kvöld var haldinn aukaaðalfundur Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían.
Góð mæting var á fundinn.Fráfarandi stjórn 2017 Hrefna og Jokka (vantar Palla og Hinrik). |
Fyrsta mál á dagskrá voru lagabreytingartillögur.
Þar má fyrst nefna tillögu um að færa aðalfund tíunnar til 15 október. (næst 2018) Var það samþykkt .
Næst var samþykkt að formaður yrði kosinn á aðalfundi.
Og að lokum var samþykkt að framboðsfrestur til stjórnar var felldur út.
Og má bjóða sig fram á aðalfundinum. Var það samþykkt.
Fráfarandi Stjórn 2016-17 Súsanna,Sigurvin og Jónína. |
Næst var það stjórnarkjör... úr stjórn fóru Jokka. Hrefna, Palli og Hinrik.
Fram komu sex framboð og voru niðurstöður kostninganna þær að Arnar Kristjáns. Jói Rækja .Víðir Orri og Bjössi málari náðu kjöri.
Þar á eftir voru framboð til formanns Sigríður Dagný ritari óskaði eftir formannsætinu og varð það niðurstaðan með 26 atkvæðum gegn 1
Fráfarandi stjórn og reyndar líka fráfarandi stjórn frá síðasta aðalfundi voru svo leyst út með blómum .
Víðir#527
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)