Sýnir færslur með efnisorðinu LÖG. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu LÖG. Sýna allar færslur

26.8.19

Aðalfundur Bifhjólaklúbbs Norðuramts 19. október og Haustógleði.




Aðalfundur Tíunnar verður 19 október. nk

Fundarstaður: Mótorhjólasafn Íslands Akureyri

Venjuleg aðalfundarstörf.


Dagskrá Aðalfundar :
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingartillögur. (Tillögur Sendist í tian@tian.is)
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Önnur mál.

Tveir aðilar víkja sæti í stjórn í ár,  Jói Rækja og Arnar Kristjáns og vantar okkur því framboð í stjórn.

Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunnar í tian@tian.is og er hægt að kynna viðkomandi á vefnum.. ef óskað er.
(En einnig er hægt er að sækjast eftir því á fundinum.)
Ath. Einungis greiddir Tíufélagar hafa kosningarétt á aðalfundi.

Um kvöldið verður svo Haustógleðin en hún verður auglýst síðar.
Tíufélagar eru kvattir til að mæta á Aðalfund. Sérstaklega þeir sem búa utan Akureyrar og koma og skemmta sér með okkur um kvöldið.

kv Stjórnin

12.10.18

Aðalfundur 2018 (Breyttur fundarstaður)



Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts
Heldur Aðalfund þann 3 nóvember 2018

Á Greifanum Veitingahúsi við Glerárgötu 20 Akureyri

Fyrir fund sem hefst kl 14:00 býður Tían greiddum félögum upp á Súpu og Brauð sem Greifinn veitingahús útbýr fyrir okkur.
Haldið í stássstofu greifans milli 13-14


Dagskrá Aðalfundar
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Önnur mál.
Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunar og aðra nefndir.
Hægt er að sækjast eftir því á fundinum.

Ath. Einungis greiddir tíufélagar geta setið fundinn.


8.8.18

Aðalfundur Bifhjólaklúbbs norðuramts Tían

Verður 3.nóvember

Og verður haldinn í Mótorhjólasafni íslands

 Greifanum Glerárgötu 20 kl 14:00
Súpa og brauð í boði fyrir fund.....






Dagskrá

17.8.17

Lög Tíunnar


Lög Bifhjólasamtök Norðuramts Tían.

1. Nafn Klúbbsins
Nafn klúbbsins er Tían, Bifhjólaklúbbur Norðuramts. Heimili og varnarþing klúbbsins er á Akureyri.
Tían er klúbbur áhugafólks um bifhjól af öllum gerðum.

2. Markmið félagsins.
*       Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi.
*       Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd.

30.10.13

Milliak­reina­akst­ur á mótor­hjóli leyfi­leg­ur eða ekki?


 Hug­takið milliak­reina­akst­ur eða það sem kallað er er­lend­is Filter­ing eða Lane splitt­ing er svo nýtt að ekk­ert nýti­legt nafn er til fyr­ir það á ís­lensku.



Milliak­reina­akst­ur á mótor­hjóli er að keyra milli ak­reina, til þess að kom­ast fram fyr­ir um­ferð halda ef­laust flest­ir. Sann­leik­ur­inn er þó sá að í þéttri stór­borg­ar­um­ferð get­ur það að keyra milli ak­reina verið tals­vert ör­ugg­ara fyr­ir mótor­hjólið. Ástæðurn­ar eru nokkr­ar, eins og til dæm­is sú staðreynd að mótor­hjólið hef­ur lengri línu fyr­ir fram­an sig til að bregðast við held­ur en ef það er milli tveggja bíla. Útsýnið verður líka betra svo að sá sem er á mótor­hjól­inu sit­ur er fljót­ari að bregðast við aðstæðum. Ekki má held­ur gleyma því að mótor­hjólið tef­ur þannig ekki fyr­ir ann­arri um­ferð og létt­ir frek­ar á henni. En skyldi mega þetta alls staðar og þá til dæm­is á Íslandi? Í sjálfu sér er ekk­ert í um­ferðarlög­un­um sem bann­ar þetta sér­stak­lega.

Sam­kvæmt gild­andi um­ferðarlög­um seg­ir í 41. grein að eigi megi aka bif­hjóli sam­hliða öðru öku­tæki. Sam­kvæmt 22. grein um­ferðarlag­anna frá 1987 er ekki heim­ilt að aka fram úr öðru öku­tæki á eða við gatna­mót, en til­tekið í und­ir­máli að ákvæðið eigi ekki við um akst­ur fram úr reiðhjóli eða léttu bif­hjóli. Að lok­um seg­ir um­ferðarmerkið sem bann­ar framúrakst­ur að það eigi við öku­tæki, nema tví­hjóla öku­tæki, þar á meðal bif­hjól. Þrátt fyr­ir greinagóðar lýs­ing­ar á akstri á ak­rein­um í um­ferðarlög­um er ekk­ert sem bann­ar þar akst­ur á milli ak­reina. Ökumaður skal þó, áður en hann skipt­ir um ak­rein eða ekur á ann­an hátt til hliðar, ganga úr skugga um að það sé unnt án hættu eða óþarfa óþæg­inda fyr­ir aðra. Sama er, ef ökumaður ætl­ar að stöðva öku­tæki eða draga snögg­lega úr hraða þess.

Víða leyft í Evr­ópu
Nokkr­ar borg­ir í Evr­ópu, Jap­an og Kali­forn­íu­ríki hafa leyft milliak­reina­akst­ur mótor­hjóla með lög­um eða reglu­gerðum. Sum ríki í Banda­ríkj­un­um eins og Utah og Nebraska hafa þó bannað það sér­stak­lega, en þá aðeins fyr­ir mótor­hjól.

Þeir sem hafa orðið vitni að um­ferðinni eins og hún er í Par­ís eða Barcelona á há­anna­tíma skilja bet­ur hvernig akst­ur mótor­hjóla milli ak­reina er nauðsyn­leg­ur. Þar þykir sjálfsagt að mótor­hjólið fái að aka milli ak­reina í þéttri borg­ar­um­ferðinni eða inni í fjölak­reina hring­torgi. Í Barcelona er bein­lín­is gert ráð fyr­ir að mótor­hjól og létt bif­hjól geti ekið milli bíla á ljós­um og komið sér fyr­ir á sér­stöku svæði rétt fyr­ir gatna­mót­in.

Að mati stjórn­ar Bif­hjóla­sam­taka lýðveld­is­ins, Snigla, er orðið tíma­bært að þessi mál séu skoðuð hér­lend­is með um­ferðarör­yggi bif­hjóla­fólks í huga. Ei­rík­ur Hans Sig­urðsson, öku­kenn­ari og í vara­stjórn Snigla, hef­ur sterk­ar skoðanir á þessu máli. „Þetta er mál sem löngu er tíma­bært að hreyfa við hér á landi. Ég hef aldrei skilið hvers vegna það fer svona í taug­arn­ar á hér­lend­um öku­mönn­um bíla ef mótor­hjól fer fram fyr­ir þá við gatna­mót. Ég varð fyr­ir því sum­arið 2010 þegar ég hjólaði gæti­lega á milli bíla sem biðu við gatna­mót Kringlu­mýr­ar­braut­ar og Suður­lands­braut­ar að einn ökumaður bíls í h.m. í röðinni gerði sér lítið fyr­ir og reyndi að loka fyr­ir mig með því að sveigja til vinstri að næsta bíl. Það varð til þess að hliðartask­an vinstra meg­in á hjól­inu straukst við hægra aft­ur­horn bíls­ins við hliðina. Af þessu urðu eng­ar skemmd­ir, en svona hegðun seg­ir hvernig sum­ir hugsa okk­ur þegj­andi þörf­ina. Ég hef einnig orðið fyr­ir því að menn sendi mér putt­ann eða aki flaut­andi á eft­ir mér. Þegar maður hjól­ar í Suður-Evr­ópu leggja öku­menn bíla sig fram um að maður kom­ist á milli bíla sem eru að bíða við gatna­mót og jafn­vel breikki bilið á milli bíla á ferð í um­ferð svo mótor­hjól­in eigi greiða leið á milli þeirra. Að þessu þarf að vinna. Það þarf einnig að kynna það fyr­ir al­menn­ingi að mótor­hjól sem fer fram fyr­ir er að létta á um­ferðinni en ekki að tefja hana,“ seg­ir Ei­rík­ur Hans.

njall@mbl.is
Bíl­ar | Morg­un­blaðið | 30.10.2013 | 

23.6.99

Bannaður Krókur

- Ísland eina Evrópulandið sem bannar að bifhjól sé notað til dráttar 


Svona má aðeins gera sem uppstillingu til
 myndatöku á íslandi.  í öðrum löndum Evrópu
 má ferðast með aftanívagn aftan í mótorhjóli.
 Mynd DV-bílar
Í sjöunda kafla umferðarlaga vorra, um tengingu og drátt ökutækja, 62. gr., segir svo: „Við bifhjól og létt bifhjól má eigi tengja eftirvagn eða tengitæki." .
Með þessari einu setningu hefur ísland málað sig út í horn hvað varðar löggjöf um bifhjól því það er eina landið í Evrópu sem enn þá bannar drátt á bifhjöli í umferðarlögum sínum. Til skamms tíma var því svipað farið hjá frændum vorum í Danmörku en með hjálp Evrópusamtaka mótorhjólafólks,
FEMA, létu stjórnvöld þar sér segjast og voru helstu rökin þau að ekki væri hægt að banna akstur farartækis, sem skráð væri í öðru Evrópulandi og ætlaði að aka í gegnum landið með þess háttar tengibúnað. Á hverju ári koma hundruð ferðamanna til islands á mótorhjólum og spurning hvernig  yfirvöld myndu taka á því ef einhver þeirra væru útbúin á þennan veg. Búnaður þessi hefur verið prófaður og framleiddur eftir ströngustu stöðlum i Evrópu eins og TRRL í Bretlandi og TUV í Þýskalandi.

Nú er svo komið að Íslendingur einn, Eyjólfur Þrastarson að nafni, hefur látið útbúa Goldwing 1500 hjól sitt með þess háttar búnaði og heimsótti DV hann um daginn þegar hann var að máta tjaldvagn aftan i hjólið. Hjólið hans er vel búið til ferðalaga, 1500 mótorinn er sex strokka og gírkassinn með bakkgír. Það er á loftpúðafjöðrun að aftan þannig að hægt er að stilla það eftir burði. Einnig er það með búnaði eins og tölvustýrðum skriðstilli (cruisecontrol) og fullkomnum hljómflutningstækjum  sem hækka sjalfkrafa i tónlistinni þegar hraðinn eykst.  Eyjólfur segir að ekki sé mikill munur á að keyra það með eða án vagns því að vagnfestingin snúist á kúlunni og er því hægt að leggja því í beygjum eins og venjulega. Einnig er hægt að fá útbúnað á tengibúnaðinn sem er á snúningslið þannig að enginn munur sé á þessu. Hann hefur einnig keyrt nokkuð erlendis með fólki sem noti svona vagna að staðaldri og þar séu þeir notaðir til ýmissa hluta, eins og farangurskerra eða ískassi fyrir bjórinn.
Eyjólfur er ekki óvanur stórum farartækjum í sinni vinnu sem trukkabílstjóri enda hefur hann viðurnefhið „trukkurinn" meðal fésinna.
Við óskum „trukknum" alls hins besta í viðureign sinni við yfirvöldin.
 -NG