26.12.18

Rækju-jóla-hvað

Joi Rækja

Það er nú misjafnt hvernig hver og einn vill eyða jólunum. Flestir halda í hefðirnar og eyða jólunum heima hjá fjölskyldu og vinum, aðrir fara til dæmis til Tenereef og eyða jólunum í hitanum jafnvel með öðrum íslenskum fjölskyldum.


Svo eru það þeir sem eyða jólunum á Suðurpólnum eins og barst okkur í fréttunum á jóladag að íslendingar hefðu eytt jólunum þar.

En allavega einn þe. stjórnarmaður í Tíunni ( Jói Rækja) eyðir jólafríinu á því að keyra Harley Davidson frá Florida til New Orleans og eyða jólunum þar. og svo áramót einhverstaðar í Florida.
 Hægt er að fylgjast með kallinum á Facebook ...

24.12.18

Afreksjóður Akureyrar styrkir Motocross ökumann


Einar Sigurðsson á móti í Ameríku
Akureyringurinn Einar Sigurðsson íslandsmeistari í MX2 hefur fimm sinnum verið útnefndur íþróttamaður ársins hjá Kappaksturklúbbi Akureyrar (KKA)    En á síðasta ári var hann valinn í landslið Íslands og keppti á Motocross des Nations sem haldið dagana 6. og 7. október á Red Bud brautinni í Michigan í Bandaríkjunum.    Þetta eru heimsleikarnir í motocrossi.   Einar og félagar í landsliðinu höfnuðu í 25. sæti, sem er besti árangur Íslands til þessa. 
 Á síðasta keppnistímabili varð Einar Íslandsmeistari í MX2 flokki með afgerandi hætti.    Vann allar keppnir ársins og var með fullt hús stiga.

Einar Sig.

Afreksjóður Akureyrar  Styrkir Einar Sigurðsson

Ánægjulegt er frá því að segja að afrek Einars Sigurðssonar hafa ekki farið framhjá Afrekssjóði Akureyrarbæjar.   Stjórn stjóðsins samþykkti á fundi sínum 17. desember s.l. að styrkja Einar með fjárframlagi vegna ársins 2018.   Styrkurinn verður afhentur formlega á athöfninni Íþróttamaður Akureyrar í Hofi þann 16. janúar 2019.

Flottur árangur Einar og til hamingju.

Hér fyrir neðan má sjá byltu sem Einar lenti í á móti í bandaríkjunum og má teljast mjög heppina að hafa gengið óskaddaður frá henni.

19.12.18

Fengu að kynnast öllum hliðum Rússlands í mótorhjólaferð

 Síðastliðið sumar fóru frændurnir Unnar Bjartmarsson og Jón Helgason saman í mótorhjólaferð um Rússland.
Þeir óku í fylgd með túlki og leiðsögumanni sem leiddi þá þúsund kílómetra um Úralfjöll á ekta rússneskum Úral-hjólum. Þar hittu þeir innfædda Rússa og fengu að kynnast þeirra lífi og aðstæðum um leið og þeir skoðuðu landið, heimsóttu söfn og fóru á mótorhjólamót. Blaðamaður Skessuhorns hitti frændurna Unnar og Jón á heimili Unnars á Kleppjárnsreykjum snemma föstudagsmorguns í lok nóvember og fékk að heyra allt um ferðina til Rússlands.

Byrjaði sem grín

Fyrir fimm árum var Jón á ferðinni á mótorhjóli um Ameríku og þar kviknaði hugmynd um að fara á fimm ára fresti í framandi mótorhjólaferð. Þegar heim var komið nefndi hann þessa hugmynd við Unnar og grínuðust þeir með að fara til Rússlands. Eftir því sem Unnar hugsaði meira um Rússlandsferð hætti grínið að vera grín og færðist yfir í alvöru. „Hann fór að impra á þessu við mig nokkru síðar og við ákváðum að skoða þetta aðeins og byrjuðum að leita á Facebook,“ segir Jón. Þar fundu þeir ferðaskrifstofu í Rússlandi sem býður upp á alls konar ferðir um landið, þar á meðal mótorhjólaferðir. „En við treystum ekki einhverri síðu á netinu og vorum eiginlega vissir um að þetta væri eitthvað plat til að ná peningum af fólki. Ég var svo á leiðinni frá Keflavík að Mið-Fossum að skoða graðhest og tók upp par sem var á leiðinni á puttanum á Akranes til að gifta sig. Strákurinn var pólskur og íslenskur en stelpan frá Rússlandi.
Ég rétti henni símann og spyr út í þessa ferðaskrifstofu, hvort þetta væri í alvöru eða bara plat. Hún skoðaði þetta smávegis og sagði svo að þetta væri mjög öruggt fyrirtæki. „Ef skrifstofan er skráð á rússneska já.is er það öruggt,“ sagði hún. Við ákváðum því að hafa samband og þá var ekkert aftur snúið,“ segir Jón. Þá þurfti að ákveða tíma og var niðurstaðan að fara í lok júlí. „Við vildum að sjálfsögðu fara á Úral-hjólum í Úralfjöll og ákváðum að fara á þessum tíma svo við gætum náð stóru mótorhjólamóti í leiðinni,“ útskýrir Unnar.

skessuhorn.is

11.12.18

Gjaldskrá Vaðlaheiðaganga kynnt

Gjaldskrá Vaðlaheiðarganga var kynnt í dag og er ekki annað að sjá en að Bifhjól fari frítt í gegn sem eru góðar fréttir fyrir okkur hjólarana.

Úr gjaldskránni er hægt að lesa að fullt gjald í gegnum göngin á fólksbíl mun vera 1500kr
en hægt verður að kaupa ferðir í heildsölu og þar með lækkar verðið og virðist vera hægt að fá ferðina á 700 kr ef stærsti pakkinn upp á 100 ferðir er tekinn en þá þarf að punga út 70000kr á einu bretti,
Hægt verður að vera með allt að þrjá bíla skráða á hvert kort.


Ökutæki sem eru yfir 3500 kg hinsvegar þurfa að borga 6000 kr á fullu verði en þar er boðið upp á pakka með 40 ferðir á 5220kr ferðin en þá þarf að punga út 208800kr.
Ótakmarkaðann fjöld þungra ökutækja er hægt að skrá á þessi kort.

sjá nánar ....




Hér er tilkynningin frá Vaðlaheiðargöngum...

6.12.18

Vinnudagar á Mótorhjólasafni í janúar.


Eins og þeir sem til þekkja þá er hið stórglæsilega Mótorhjólasafn okkar á Akureyri ekki alveg tilbúið, og hafa félagsmenn í Tíunni sem og aðrir veitt ómetanlega hjálp við uppbyggingu á safninu, hvort sem er í formi styrks eða vinnu.

Mótorhjólasafnið Akureyri
Núna í janúar ætlum við að fara að hafa fleiri vinnukvöld á safninu því að það er svolítið eftir að klára bæði í norðurandyri hússins stigagangi og efri hæð.

Flíslagning er nokkuð á veg komin í miðsalnum og á gangi og stiganum en það vantar lokahnykkinni í að klára flísalagninguna.

Um miðjan janúar ætlum við sem,sagt að boða til vinnukvölda og eru félagsmenn hvattir til að mæta og hjálpa því margar hendur vinna létt verk... 

Þessi síðasti hluti hússins gæti nefnilega verið dágóð tekjulind fyrir húsið þar sem hægt verður að leigja þann hluta út til funda og annara viðburða td til að halda fermingarveislur.


en þangað til í janúar ....

Gleðileg jól ...

3.12.18

Af Ingólfi og hinum gleymdu bræðrunum.


Undir lok 19. aldar fæddust bræður á bænum Espihóli í Eyjafirði.

Espihóll Eyjafirði
 Þeir afrekuðu ýmislegt í lifanda lífi en féllu jafnframt nokkuð í gleymskunnar dá eftir dauðann. Saga bræðranna og foreldra þeirra er athyglisverð. Hún er sveipuð ákveðnum ævintýraljóma, ekki síst vegna afdrifa bræðranna, ævintýramanna sem stuðluðu að nýsköpun með því að bjóða ríkjandi hugmyndum í atvinnulífi birginn. Enn liggur margt á huldu í sögu þeirra bræðra, sögu af sigrum, gleði og framsýni en um leið sorgarsögu fjölskyldu sem á einhvern ótilgreindan hátt hefur fennt yfir hin seinni ár.

Aðalstræti 16
Akureyri







Saga Espholinbræðra er mörgum ýmist gleymd eða hulin. Lítið hefur verið skráð og gefið út um lífsferil bræðranna, ekki síst er snýr að einkalífi þeirra. Jón Hjaltason gerði Espholinbræðrum ágæt skil árið 2004 í bók sinni Saga Akureyrar – Válindir tímar 1919-1940, IV. bindi . Grenndargralið fer hratt yfir sögu Ingólfs Gísla, bræðra hans Jóns, Steingríms, Hjalta og Þórhalls og foreldranna Sigtryggs og Guðnýjar.
Þeir voru fimm. Fjórir voru tæknimenn og uppfinningamenn í upphafi 20. aldar. Þeim fimmta, Steingrími sem var fæddur árið 1890, var snemma komið í fóstur og því ólst hann ekki upp með bræðrum sínum. Espholinbræður voru athafnamenn og brautryðjendur. Meðal þess sem þeir afrekuðu, ýmist einir eða saman, var að auglýsa flugvélar til sölu en þeir urðu fyrstir Íslendinga til að gera það fyrir sléttum 100 árum síðan, árið 1918.