31.1.18

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum á leið í Heimabankann

https://www.facebook.com/pg/bifhjolaklubbur.norduramts/events/?ref=page_internal Greiðsluseðlar fyrir 2018 ættu að koma í heimabanka allra félagsmanna Tíunnar á næstu dögum.


Frekar rólegt hefur verið yfir félagsmálum Tíunnar í vetur, en eftir velheppnaða Haustógleði  hefur stjórn Tíunnar fundað nokkuð reglulega og verið að undirbúa sumarið.


Mikil samstaða er í stjórn um að gera næsta sumar að góðu hjólasumri og eru viðburðir að hlaðast inn á dagatalið okkar smá saman, og ekki búið enn.

Dagskráin enn sem komið er.
  • 11 maí hópakstur
  • 5. maí  Skoðunardagur Tíunnar. Mjög góður afsláttur af skoðun fyrir félagsmenn.
  • 12. maí  Heiðarlegur dagur á Safninu.  Grill og skemmtun við safnið á vegum Tíunnar.
  • 19. maí   Óvissuferð Hvítasunnuhelgi
  • 3. júní. Sjómannadagur  Hópakstur
  • 9.júní  Opnunarhátíð Safnsins  (Mótorhjólasafnið er með þennan viðburð.)
  • -----------------------------------------------
  • 13. júlí  Hjóladagar,,   Götuspyrna,,, Dimma,,, PokerRun
  • Verslunarmannahelgi  Hópakstur.
  • 22. sept. Haustógleðin að Hrappstöðum.



Þeir sem muna ekki eftir tilgangi Tíunnar þá er hér smá minnismiði.
 Tilgangur klúbbsins ...

Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi. Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd.
Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi. 
Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10 
Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.

Við hjólmenn höfum hingað til verið þekkt fyrir að vilja skemmta okkur enda hjólafólk lífsglaðasta fólkið:)

Ath. félagsgjaldið í Tíuna er 3000 kr en við bætist 150kr seðilgjald.   1000 kr af félagsgjöldunum fer beint í að styrkja Mótorhjólasafn Íslands 
á móti kemur að allir greiddir meðlimir fá félagskirteini og frítt á safnið ásamt ýmsum öðrum afsláttum.

Greiðsluseðlar verða ekki sendir út með pósti. því það er einfaldlega mjög dýrt.
Ef einhverjir meðlimir eru ekki með Heimabanka þá endilega hafið samband í tian@tian.is 
og við leysum það á annann hátt.

Með Hjólakveðju Stjórn Tíunnar

30.1.18

Henderson 1918-2018

Á þessu ári er því fagnað að Ísland hefur verið sjálfstætt og fullvalda ríki í eina öld 


 En árið 1918 flutti Ingólfur Espólín kaupmaður á Akureyri inn mótorhjól af gerðinni Henderson. Grímur Jónsson gerði hjólið upp og sá það gangsett árið 2012.


Hjólið hefur verið á Mótorhjólasafninu á Akureyri frá árinu 2014 og er höfuðdjásn þess, enda elsta mótorhjól landsins.

22.1.18

Kærar Þakkir fyrir viðtökurnar

Á síðasta ári gerði Tían samkomulag við Orkuna varðandi að meðlimir fengu afslátt af bensíni og vörum hjá Skeljungi og Orkunni.

20.1.18

Brautin upp í hlíðarfjalli í framtíðinni

Já hún er ekkert slor framtíðarsýn Bílaklúbbs Akureyrar.

Þessi stórkoslega braut er vonandi að koma á næstu árum.
En þar til notum við núverandi braut sem er og á þessari teikningu  bílastæðið á teikningunni.

11.1.18

Tilboð til Tíufélaga.

  • Öryggismiðstöðin býður Greiddum Tíufélugum 15% afslátt af vörum og þjónustu.
  • Securitas 15% af vörum og þjónustu. 
  • Borgarbío 20% af miðaverði á staðnum . 
  • Rakarastofu Akureyrar Hafnarstræti 88 Tíufélagar fá 10% afslátt af vörum. 
  • B.Jensen.ehf býður Tíufélugum 10% afslátt úr búðinni á Lónsbakka.
  • Ab varahlutir bjóða Tíufélugum 15% afslátt 
  • Greifinn 10% afsláttur af veitingum í sal. 
  • KELI Seatours býður meðlimum Tíunar í Hvalaskoðunarferð á tilboði. En ferðin kostar 6000kr ef sýnt er gilt félagskyrteini. Frítt fyrir börn yngri en 12 ára. 
  • Mammdreki býður Tíumeðlimum 15% afslátt af öllum ljósmyndum. Mammadreki (Díana Dreki) var ljósmyndanemi frá NYIP. Tek að mér allskyns myndatökur, T.d fjölskyldumyndir, mótorsport og tónleika.
  • Orkan 10kr afsláttur af eldsneyti fyrstu 5 dælingu. 8 kr hjá skeljungi 8 kr hjá Orkunni  15 kr á Afmælisdaginn þinn.10-15% afslátt af bíltengdum vörum hjá Samstafsaðilum Skeljungs
Tían fær 1kr af hverjum seldum bensínlítra.


Ný félagskyrteini koma svo í sumar... mundið að greiða Tíuseðilinn.. Þar til gildir Orkukortið sem félagsskyrteini....

3.1.18

33 Landsmót Bifhjólamanna..... 2018???


Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur enginn klúbbur boðið sig fram um að halda Landsmót Bifhjólamanna 2018.

Landsmót Snigla/Bifhjólamanna hefur verið árlega síðan 1986. og er móti haldið fyrstu helgina í júlí.

2.1.18

Gleðilegt hjólaár 2018.




Tían


Óskar hjólamönnum / konum og fjölskyldum þeirra, gleðilegs hjólaárs með þökk fyrir það liðna .