Tían Bifhjólaklúbbur Norðurams

Myndin mín
Akureyri, Iceland
í Janúar árið 2007 var Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts var stofnaður til minningar um Heiðar Þ Jóhannsson Snigils nr 10 sem lést í Bifhjólaslysi í júlí 2006 Tilgangur klúbbsins * Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi. * Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd. * Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi. * Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10 * Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.

31.1.18

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum á leið í Heimabankann

Greiðsluseðlar fyrir 2018 ættu að koma í heimabanka allra félagsmanna Tíunnar á næstu dögum.


https://www.facebook.com/pg/bifhjolaklubbur.norduramts/events/?ref=page_internal

Frekar rólegt hefur verið yfir félagsmálum Tíunnar í vetur, en eftir velheppnaða Haustógleði  hefur stjórn Tíunnar fundað nokkuð reglulega og verið að undirbúa sumarið.


Mikil samstaða er í stjórn um að gera næsta sumar að góðu hjólasumri og eru viðburðir að hlaðast inn á dagatalið okkar smá saman, og ekki búið enn.

Dagskráin enn sem komið er.
 • 11 maí hópakstur
 • 5. maí  Skoðunardagur Tíunnar. Mjög góður afsláttur af skoðun fyrir félagsmenn.
 • 12. maí  Heiðarlegur dagur á Safninu.  Grill og skemmtun við safnið á vegum Tíunnar.
 • 19. maí   Óvissuferð Hvítasunnuhelgi
 • 3. júní. Sjómannadagur  Hópakstur
 • 9.júní  Opnunarhátíð Safnsins  (Mótorhjólasafnið er með þennan viðburð.)
 • -----------------------------------------------
 • 13. júlí  Hjóladagar,,   Götuspyrna,,, Dimma,,, PokerRun
 • Verslunarmannahelgi  Hópakstur.
 • 22. sept. Haustógleðin að Hrappstöðum.Þeir sem muna ekki eftir tilgangi Tíunnar þá er hér smá minnismiði.
 Tilgangur klúbbsins ...

Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi. Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd.
Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi. 
Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10 
Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.

Við hjólmenn höfum hingað til verið þekkt fyrir að vilja skemmta okkur enda hjólafólk lífsglaðasta fólkið:)

Ath. félagsgjaldið í Tíuna er 3000 kr en við bætist 150kr seðilgjald.   1000 kr af félagsgjöldunum fer beint í að styrkja Mótorhjólasafn Íslands 
á móti kemur að allir greiddir meðlimir fá félagskirteini og frítt á safnið ásamt ýmsum öðrum afsláttum.

Greiðsluseðlar verða ekki sendir út með pósti. því það er einfaldlega mjög dýrt.
Ef einhverjir meðlimir eru ekki með Heimabanka þá endilega hafið samband í tian@tian.is 
og við leysum það á annann hátt.

Með Hjólakveðju Stjórn Tíunnar

30.1.18

Henderson 1918-2018

Á þessu ári er því fagnað að Ísland hefur verið sjálfstætt og fullvalda ríki í eina öld 


 En árið 1918 flutti Ingólfur Espólín kaupmaður á Akureyri inn mótorhjól af gerðinni Henderson. Grímur Jónsson gerði hjólið upp og sá það gangsett árið 2012.


Hjólið hefur verið á Mótorhjólasafninu á Akureyri frá árinu 2014 og er höfuðdjásn þess, enda elsta mótorhjól landsins. Afkomendum Gríms, eigendum hjólsins og safninu, kom strax saman um að gangsetja hjólið á 100 ára afmæli þess, árið 2018.


Þann 16 Júní er opnunarhátíð safnsins og  m.a með svokölluðum „Start up day“ þar sem eldri hjól eru gangsett og ekið um svæðið. Í tengslum við aksturinn verður haldinn fyrirlestur um sögu Henderson og fleiri mótorhjóla sem nær aftur til 1905. Markmið verkefnisins er að kynna sögu og hlutverk mótorhjólsins í samgöngusögu landsins, hlusta á tónlist og  og njóta ífaðmi fjölskyldunar.ATH! Safnið er opið á laugardögum frá 14-16 fram til 30. maí.  Frá 1. júní-15. sept er safnið opið alla daga frá 10-17.


22.1.18

Kærar Þakkir fyrir viðtökurnar

Á síðasta ári gerði Tían samkomulag við Orkuna varðandi að meðlimir fengu afslátt af bensíni og vörum hjá Skeljungi og Orkunni.

Ágóðinn af þessu fyrir félagsmenn.

Munið að setja klúbbinn í umsóknina.
Þetta hefur borið þann árangur að nokkrir tíuþúsundkallar renna til Klúbbsins árlega ,og þökkum við fyrir það.

Kveðja
Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían

20.1.18

Eigum enn Landsmótsmerki frá síðustu árum á lager...

Tían liggur enn með smá lager af Landsmótsmerkjum sem ekki hafa selst.

Merki frá 2010-2011 -2012-13-14-15 eru til einnig merki frá árinu 2017
2016 merkið er uppselt.
Kíkið i Verslun Tíunnar á Facebook og pantið..
Einnig smá úrval af tíubolum.

 smellið hér


Brautin upp í hlíðarfjalli í framtíðinni

Já hún er ekkert slor framtíðarsýn Bílaklúbbs Akureyrar.

Þessi stórkoslega braut er vonandi að koma á næstu árum.
En þar til notum við núverandi braut sem er og á þessari teikningu  bílastæðið á teikningunni.

Myndin tekin upp á braut á Akureyri sumarið sumarið 2017 í 22 stiga hita. 

Frábært þegar þetta verður að veruleika og mun gera Akureyri að motorsport höfuðborg íslands..


                                                                                        Víðir #527

11.1.18

Tilboð til Tíufélaga.

 • Öryggismiðstöðin býður Greiddum Tíufélugum 15% afslátt af vörum og þjónustu.

 • Securitas 15% af vörum og þjónustu.

 • Borgarbío 20% af miðaverði á staðnum . 

 • Rakarastofu Akureyrar Hafnarstræti 88 Tíufélagar fá 10% afslátt af vörum.

 • B.Jensen.ehf býður Tíufélugum 10% afslátt úr búðinni á Lónsbakka. 

 • Ab varahlutir bjóða Tíufélugum 15% afslátt 

 • Greifinn 10% afsláttur af veitingum í sal.

 • KELI Seatours býður meðlimum Tíunar í Hvalaskoðunarferð á tilboði. En ferðin kostar 6000kr ef sýnt er gilt félagskyrteini. Frítt fyrir börn yngri en 12 ára.

 • Mammdreki býður Tíumeðlimum 15% afslátt af öllum ljósmyndum. Mammadreki (Díana Dreki) var ljósmyndanemi frá NYIP. Tek að mér allskyns myndatökur, T.d fjölskyldumyndir, mótorsport og tónleika.
  ( Mammadreki á Facebook)

 • Orkan 10kr afsláttur af eldsneyti fyrstu 5 dælingu.
  8 kr hjá skeljungi
  8 kr hjá Orkunni
  15 kr á Afmælisdaginn þinn.
  10-15% afslátt af bíltengdum vörum hjá Samstafsaðilum Skeljungs
  Tían fær 1kr af hverjum seldum bensínlítra.

  ný félagskyrteini koma svo í sumar...  mundið að greiða Tíuseðilinn.. Þar til gildir Orkukortið sem félagsskyrteini....        

________________________________________________________________________________


3.1.18

33 Landsmót Bifhjólamanna..... 2018???


Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur enginn klúbbur boðið sig fram um að halda Landsmót Bifhjólamanna 2018.

Landsmót Snigla/Bifhjólamanna hefur verið árlega síðan 1986. og er móti haldið fyrstu helgina í júlí.


En það eru ekki margir sem vita að fyrsta landsmót Snigla var haldið í Húsafelli dagana 29-31 júní 1984. og hefur verið haldi óslitið síðan 1986 alls 32 sinnum.

En árið 2007 gerðist það að landsmótin voru ekki lengur Landsmót Snigla,,, heldur Landsmót Bifhjólamanna.   og upp frá því fóru klúbbar að halda mótin með góðum og fjölbreyttum árangri. :)Listi yfir Landsmót...í gegnum tíðina

1984 Húsafell Borgarfirði
1985 Ekkert mót
1986 Húnaver
1987 Húnaver
1988 Húnaver
1989 Húnaver
1990 Húnaver
1991 Skógar
1992 Trékyllisvík á Ströndum
1993 Hallormstaður í skóginum í stóru partítjaldi
1994 Húnaver  10 ára afmæli Snigla
1995 Tunguseli
1996 Tjarnarlundur Dölum
1997 Végarður Fljótsdal
1998 Ketilás Fljótum
1999 Tjarnarlundur Dölum
2000 Húnaver
2001 Húnaver
2002 Hamraborg Berufirði
2003 Njálsbúð
2004 Húnaver   Afmælismót 20 ára
2005 Tjarnmarlundi Dölum
2006 Hrífunes
2007 Skúlagarður  (Fyrsta Landsmót Bifhjólamanna)  Kelduhverfi
2008 Lýsuhóll Snæfellsnesi
2009 Húnaver
2010 Húnaver  (Óskabörn Óðins)
2011 Húnaver  (Raftar)
2012 Húnaver   (Mc Skál)
2013 Húnaver  (Sober riders )
2014 Húnaver   (Sniglar Afmælismót 30ára)
2015 Vestmannaeyjar  (Drullusokkar)
2016 Iðavellir   Héraði (Goðar)
2017 Núpi  Dýrafirði  (Mc Tigerlillys)

Við bíðum spennt eftir að einhver klúbbur taki af skarið finni stað og haldi enn eitt ógleymanlegt mótið.....
Landsmótauglýsing frá 2010

Endilega sendið athugasemdir vegna þessarar upptalningar á tian@tian.is
listinn er byggður á gloppótu minni ....hehe..

2.1.18

Gamla Greinin

Á vafri mínu um netheima þá finn ég stundum nokkra gullmola og hér er einn þeirra sem Þorsteinn Nokkur Marel  ritaði einhvertímann fyrir langa löngu.

Mynd af Drullsokk og stolið frá Drullusokkar M/C  ;)
Steini Tótu #161
Grein sem ég fann frá Steina Tótu frá 1991

10.000 snúninga sími
Mikið djöfull var ógeðslega gaman að sjá jafn marga, jafn ofboðslega kolruglaða rykheila samankomna á einum stað í Húnaveri á Landsmóti.
Það er sko ekki á hverjum degi sem það sést jafn greinilega hvað þetta dásamlega einstaklingsfrelsissport er í raun mikil hópíþrótt.
Málið er nefnilega það að þessi brjálaða tilfinning sem fæst eingöngu á mótorhjóli er til einskis nema maður hafi einhvem til að deila henni með og Landsmót Snigla er náttúrulega toppurinn á því.
Þarna hittist fólk sem þekkir hvort annað bara af afspurn og býttast á gömlum og nýjum lygasögum, áfengi & ælum og náttúrulega hjólum & konum með kuldahrolii og bros á vör við góðan varðeld.
 Landsmót gekk annars vel fyrir sig með fínu samstarfi flestra Snigla um eldamennsku, ruslahirðu og öðru sem stundum hefur lent á of fáum og kostað leiðindi og þras. Meira að segja Tugtinn var ánægður með aksturinn á okkur og er það alveg hreint helvíti gott mál fyrir okkur ef við getum sýnt smá lit á svona ferðahelgi Snigla því það eru 360 aðrir dagar á árinu sem koma Landsmóti. Snigla hreint ekkert við. Að vísu var einn lögreglumað Manni dettur si svona í hug hvort þetta sé í raun nokkuð nauðsynlegt því það eru nokkuð mörg ár síðan ég uppgötvaði galdurinn við að keyra eins og vitleysingur en hann er sá að gera það hljóðlega og það er ekki af hreinni elli og heimsku sem flestir þeir sem keyrt hafa lengi hafa ekki hátt, þeir vilja bara eiga teininn áfram
Eitt smá stórvandamál brennur á mér eins og öðrum Sniglum en það er vísitölukæran. Allir sem maður heyrir ( um málið eru sammála því að hún nær örugglega 10.000 snúninga símtölin sem spýtast úr skrifborði Tugtans á góðviðriskvöldum vítt og breitt um Klakann.
Ef maður er með opið út og sándar eins og Lögreglukórinn á æfingu í risastórri rotþró og botnar eina meðalgötu þá er Tugtinn mættur á staðinn á undan manni með sviftingar og sektir flæðandi upp úr öllum vösum.
Ef fimm eru að purra saman og einn með sánd þá eru fimm kærðir fyrir ofsaakstur þó enginn hefði tekið eftir hinum fjórum væri sá tónelski ekki með.
Hávaðinn háir manni oft ef maður á ekki fyrir sektum því maður getur ekki gefið í hvar sem er, allir vita jú að við þurfum að gefa í annað slagið, trixið er bara að komast upp með það. (lesist: undirritaður er heiðvirður góðborgari sem slysast örsjaldan upp á vélhjól og ekur þá ævinlega varlega! Sem er reyndar ekki það sama og hægt) .

Fífl og fól Bilað hjól   
Steini Tótu 1991  

Gleðilegt hjólaár 2018.
Tían


Óskar hjólamönnum / konum og fjölskyldum þeirra, gleðilegs hjólaárs með þökk fyrir það liðna .

Áhugavert