3.1.18

33 Landsmót Bifhjólamanna..... 2018???


Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur enginn klúbbur boðið sig fram um að halda Landsmót Bifhjólamanna 2018.

Landsmót Snigla/Bifhjólamanna hefur verið árlega síðan 1986. og er móti haldið fyrstu helgina í júlí.


En það eru ekki margir sem vita að fyrsta landsmót Snigla var haldið í Húsafelli dagana 29-31 júní 1984. og hefur verið haldi óslitið síðan 1986 alls 32 sinnum.

En árið 2007 gerðist það að landsmótin voru ekki lengur Landsmót Snigla,,, heldur Landsmót Bifhjólamanna.   og upp frá því fóru klúbbar að halda mótin með góðum og fjölbreyttum árangri. :)



Listi yfir Landsmót...í gegnum tíðina

1984 Húsafell Borgarfirði
1985 Ekkert mót
1986 Húnaver
1987 Húnaver
1988 Húnaver
1989 Húnaver
1990 Húnaver
1991 Skógar
1992 Trékyllisvík á Ströndum
1993 Hallormstaður í skóginum í stóru partítjaldi
1994 Húnaver  10 ára afmæli Snigla
1995 Tunguseli
1996 Tjarnarlundur Dölum
1997 Végarður Fljótsdal
1998 Ketilás Fljótum
1999 Tjarnarlundur Dölum
2000 Húnaver
2001 Húnaver
2002 Hamraborg Berufirði
2003 Njálsbúð
2004 Húnaver   Afmælismót 20 ára
2005 Tjarnmarlundi Dölum
2006 Hrífunes
2007 Skúlagarður  (Fyrsta Landsmót Bifhjólamanna)  Kelduhverfi
2008 Lýsuhóll Snæfellsnesi
2009 Húnaver
2010 Húnaver  (Óskabörn Óðins)
2011 Húnaver  (Raftar)
2012 Húnaver   (Mc Skál)
2013 Húnaver  (Sober riders )
2014 Húnaver   (Sniglar Afmælismót 30ára)
2015 Vestmannaeyjar  (Drullusokkar)
2016 Iðavellir   Héraði (Goðar)
2017 Núpi  Dýrafirði  (Mc Tigerlillys)

Við bíðum spennt eftir að einhver klúbbur taki af skarið finni stað og haldi enn eitt ógleymanlegt mótið.....
Landsmótauglýsing frá 2010

Endilega sendið athugasemdir vegna þessarar upptalningar á tian@tian.is
listinn er byggður á gloppótu minni ....hehe..