Tían Bifhjólaklúbbur Norðurams

Myndin mín
í Janúar árið 2007 var Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts var stofnaður til minningar um Heiðar Þ Jóhannsson Snigils nr 10 sem lést í Bifhjólaslysi í júlí 2006 Tilgangur klúbbsins * Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi. * Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd. * Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi. * Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10 * Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.

21.6.16

Flott ferð til Grenivíkur

Ferðanefnd Tíunar stóð fyrir flottri ferð til Grenivíkur 


og tók Gissur nokkrar myndir úr ferðinni.


Myndir af Facebooksíðu Gissurar Agnarsonar

14.6.16

Breyting í ferðanefnd

Kæru félagar. Það hefur orðið smá breyting á ferðanefndinni. Birgir Eiríksson hefur fengið Tryggva Stefán Guðjónsson til að taka sitt sæti í nefndinni.

Þá skipa semsagt ferðanefnd þau Jutta, Tryggvi og Gissur.
Svo viljum við í stjórninni benda hjólafólki á að gæta að sér vegna hraðahindrana sem er verið að skrúfa niður úti um allan bæ, og sérlega þá “bólur” sem heyrst hefur að eigi að setja í einhver hringtorg!!

Áhugavert