27.10.07

Innrás mótorhjóla úr austri

 MARGIR hafa velt fyrir sér auknum innflutningi bíla frá Kína til Evrópu og hugsanlegri sprengingu á markaði ódýrra bíla í kjölfarið. 

Þessi sprengja er hins vegar um það bil að springa í mótorhjólainnflutningi og ekki síður hér á Fróni en á meginlandinu. Á undanförnum þremur árum hafa vel á þriðja hundrað kínversk mótorhjól verið flutt til landsins og er þá ekki talinn með fjöldi fjórhjóla. Í Kína varð sprengingin í framleiðslunni árið 2003 og hún hefur aukist töluvert síðan. Árið 2003 voru framleidd 14 milljón mótorhjól í Kína, sem var 48% af heimsframleiðslunni. 

Kína flytur út mótorhjól til yfir 200 landa, og þá oftar en ekki til þróunarlanda í Asíu og Afríku. Árið 2010 er búist við að Kína og Indland verði með samanlagða framleiðslu upp á 36 milljón mótorhjól á ári. Þar sem annars staðar aukast sífellt kröfur um minni mengun farartækja sem eykur eftirspurn eftir betri eldsneytis- og kveikjukerfum. 

Eitt íslenskt fyrirtæki hefur sett stefnuna á þann markað en það er fyrirtækið Fjölblendir ehf. sem hefur þróað blöndung fyrir minni vélar sem minnkar losun CO2 allt að 80% og HC+NOx allt að 35%.

Útflutningur til Ameríku og Evrópu vex líka hröðum skrefum en útflutningur þangað jókst úr 3,4 milljónum eintaka árið 2002 í 9 milljón stykki árið 2004. Þetta er aukning upp á 123% á tveimur árum og aukning á útflutningsverðmæti úr 650 milljónum dollara í 1,45 milljarða dollara. 

Þessu er líkt farið í mörgum löndum í Suðaustur-Asíu. Mikil aukning er á framleiðslu mótorhjóla í Indlandi en þar er áætlað að framleiðslan aukist um meira en helming á næstu þremur árum, upp í 15 milljónir mótorhjóla á ári árið 2010. Lönd eins og Suður-Kórea og Malasía eru einnig á hraðri uppleið. Í Malasíu jókst framleiðslan frá 2003 úr 352.933 mótorhjólum í 472.726 mótorhjól árið 2004, eða aukning upp á 34%. Flest þau mótorhjól sem framleidd eru í Austurlöndum fjær eru undir 200 rúmsentimetrum.

Morgunblaðið
26. OKTÓBER 2007

26.10.07

Sjálfskipt mótorhjól með „skotti“

ÍTALSKI mótorhjólaframleiðandinn Aprilia hefur nú lært ýmislegt af framleiðslu skellinaðra og ákveðið að bjóða mótorhjól sem gæti heldur betur hleypt lífi í mótorhjólamarkaðinn. Um er að ræða sjálfskipt mótorhjól sem ætti að hafa drjúgt notagildi þar sem það er líka með „skotti“.

Aflið gert aðgengilegt

Það er Aprilia Mana sem mun fást með þessum sjaldgæfa búnaði – í mótorhjólum í það minnsta. Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem mótorhjól fæst sjálfskipt því bæði Honda og Moto Guzzi hafa smíðað mótorhjól með sjálfskiptum gírkassa – árin 1979 og 1975. (Þá má geta þess að nýverið kynnti Honda nýja gerð sjálfskiptingar sem lesa má nánar um á bls. 2 í blaðaukanum.)

   Sjáfskipting verður stillanleg á þrjá vegu; með sport, touring og regnstillingu en einnig er handskiptimöguleiki fyrir hendi, líkt og á fínustu lúxusbílum.

Góðir dómar

Mörgum kann að lítast illa á þá hugmynd að hafa mótorhjól sjálfskipt og hafa þannig t.d. ekki stjórn á skiptingum í beygjum en mótorhjólið hefur nú þegar verið tekið til prófunar hjá breska veftímaritinu Telegraph.co.uk og fékk þar mjög góða dóma og var sjálfskiptingin með öllu hrekklaus.

   Hjólið er útbúið 75 hestafla vél, 840 cc, tveggja strokka V-vél með 8 ventlum og er aflið yfirdrifið fyrir sjálfskiptinguna og í raun hentar sjálfskiptingin vel þar sem hröðun úr beygjum og úr lítilli ferð verður snurðulaus.

   Helstu mínusarnir þóttu vera mikill titringur og sú staðreynd að með sjálfskiptingu er vélarhemlun nánast úr sögunni. 

Morgunblaðið 
26. OKTÓBER 2007

10.10.07

Kúaskítur beint í æð


Fimmtán gljáandi, urrandi Harley Davidson mótorfákar með íslenskum knöpum brunuðu um hlykkjótta sveitavegi austurræisku Alpanna í september.


 Alpanna í september. „Mótorhjólaklúbburinn HOG stendur fyrir Harley Owners Group og er stærsti mótorhjólaklúbbur veraldar með yfir milljón meðlimi,“ segir Jón Örn Valsson, framkvæmdastjóri Harley Davidson Íslandi, sem ásamt fimmtán meðlimum í Íslandsdeild HOG gekk frá hjóli sínu í gám til Frankfurt, þaðan sem brunað var á hjólunum niður Móseldalinn í átt til austurrísku Alpanna.

„Íslandsdeild HOG fer utan ár hvert, ásamt því að reiða farþega í kringum Tjörnina á menningarnótt til styrktar langveikum börnum. Nú fórum við á Harleymót til Faak am See, austurrísks fjallaþorps í 550 metra hæð. Alls mættu 50 þúsund manns, en í Ölpunum er ekki þverfótað fyrir mótorhjólafólki í eftirsóknarverðum aðstæðum þar sem hægt er að keyra upp og niður hlykkjótta vegi innan um stórkostlegt landslag og vinalega smábæi,“ segir Jón Örn sem skrapp yfir í ítalska hluta Alpanna og til Ljúblíana í Slóveníu meðan á mótinu stóð. 

„Það er mikil stemning í þessum ferðum. Við forðumst hraðbrautir eins og heitan eldinn því það er hundleiðinlegt ferðalag þar s ekki sést landslag og aðeins stoppað á bensínstöðvum. Svona ferðalag snýst um hjólaleiðina að áfangastað og til baka, en það er mótorhjóladellan í okkur að vera á góðum hjólum á mismjóum, bugðóttum sveitavegum. Maður upplifir náttúruna beint í æð, eins og alla lykt, hvort sem hún er af nýsleginni töðu eða kúaskít,“ segir Jón Örn hlæjandi, en að meðaltali ók hópurinn 250 kílómetra leið á dag. 

„Við áttum einungis bókaða gistingu fyrstu og síðustu nótt ferðarinnar. Því var ekkert stress að keyra á milli náttstaða heldur létum við hvern dag ráðast og stoppuðum í hvert sinn sem eitthvað freistaði,“ segir Jón Örn sem eignaðist sína fyrstu skellinöðru tólf ára gamall.

 „Gamla ímynd mótorhjólamannsins er á hröðu undanhaldi, en lengi þótti annars flokks að vera á mótorhjóli og ógleymanlegt þegar fjörutíu Sniglar fylgdu félaga sínum heim í Mosfellsbæinn og kona hringdi á lögregluna. Í dag eru Harley-eigendur allt frá lægsta launamanni til skurðlækna, milljónamæringa og þingmanna, og allir tala saman á jafnréttisgrundvelli. Harley sameinar fólk og hjólamenn heilsast þegar þeir mætast hér heima og ytra, því þetta er bræðralag. Mótin eru svo ekkert annað en stór partí þar sem skiptast á sýningar og böll með rokkhljómsveitum og fjöri. Þess vegna er maður æstur að fara aftur, ár eftir ár, til að njóta ferðalags, hjólamennsku og þess að vera í góðra vina hópi.




 https://timarit.is/files/40479599#search=%22m%C3%B3torhj%C3%B3lakl%C3%BAbbur%22

5.10.07

BMW á góðri siglingu


Í rúm 80 ár hafa BMW mótorhjól aðallega verið þekkt fyrir þrennt; áreiðanleika, endingu og svarta litinn sem yfirleitt prýðir þau. Til viðbótar þessu þóttu BMW mótorhjól framan af vera tæki fyrir roskið mótorhjólafólk, í það minnsta vel efnað mótorhjólafólk því BMW mótorhjól hafa jafnan verið með þeim dýrustu sem til eru.

   Síðan á sjöunda áratugnum hefur þó BMW hægt og rólega verið að taka nýja stefnu og er um að ræða þróun fremur en einhverja byltingu þó annað megi lesa úr erlendum tímaritum.
   Þróunin hófst með R90S og R100RS sem á sínum tíma voru byltingarkennd hjól og fyrstu sportlegu BMW mótorhjólin. Síðan þá hefur þróunin hægt og sígandi verið í þá átt að BMW höfðar með hjólum sínum sífellt meira til yngri kaupenda en þó ennþá efnaðra. Hin síðustu ár hefur þróunin tekið stórt stökk fram á við og sendir BMW nú frá sér hvert hjólið á fætur öðru sem margir rótgrónir BMW mótorhjólaunnendur myndu líklegast ekki þekkja sem BMW hjól ef þeir sæu það úti á götu.

Brautargræja með meiru

HP2 Sport er eitt af þessum mótorhjólum en eins og önnur hjól BMW sem hafa markað nýju stefnuna síðustu árin þá er hjólið í eðli sínu ekta BMW.
   HP2 Sport byggist eins og nafnið gefur til kynna á háþróaðri HP mótorhjólalínu BMW en HP stendur fyrir „High Performance“. Í HP mótorhjólunum hefur þyngd verið minnkuð eins og unnt er og aflið aukið en samt er haldið í það sem er þykir einkennandi fyrir BMW, þ.e. drifskaftið og boxervélina frægu.
   BMW HP2 Sport er án efa eitt sportlegasta hjólið frá BMW í dag. Hjólið er útbúið 1200 vél með fjórum ventlum á strokk og skilar það 128 hestöflum við 8750 snúninga sem er það mesta sem boxervél frá BMW hefur skilað frá upphafi.
   Til að koma aflinu í götuna, en það er yfirleitt engin hægðarleikur á öflugum mótorhjólum, hefur HP2 Sport fengið sex gíra „quick shift“ gírkassa sem leyfir skiptingar í næsta gír fyrir ofan á fullri gjöf líkt og á keppnismótorhjóli.
   Hjólið er aðeins 178 kíló að þyngd, eða 199 kíló með öllum vökvum og verður það að teljast nokkuð gott fyrir BMW mótorhjól og ættu aksturseiginleikarnir að verða góðir þar sem boxermótorhjólin frá BMW hafa sérlega lágan þyngdarpunkt.


   Öhlins demparar eru á hjólinu, bæði að framan og aftan en auk þess er hjólið með ABS bremsukerfi og háþróað, en óhefðbundið Telelever fjöðrunarkerfi sem gefur mótorhjólinu mikinn stöðugleika við erfiðar aðstæður. 


Morgunblaðið 5.10.2007
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson
ingvarorn@mbl.is

BMW á góðri siglingu



Í rúm 80 ár hafa BMW mótorhjól aðallega verið þekkt fyrir þrennt; áreiðanleika, endingu og svarta litinn sem yfirleitt prýðir þau. Til viðbótar þessu þóttu BMW mótorhjól framan af vera tæki fyrir roskið mótorhjólafólk, í það minnsta vel efnað mótorhjólafólk því BMW mótorhjól hafa jafnan verið með þeim dýrustu sem til eru.

Síðan á sjöunda áratugnum hefur þó BMW hægt og rólega verið að taka nýja stefnu og er um að ræða þróun fremur en einhverja byltingu þó annað megi lesa úr erlendum tímaritum.

Þróunin hófst með R90S og R100RS sem á sínum tíma voru byltingarkennd hjól og fyrstu sportlegu BMW mótorhjólin. Síðan þá hefur þróunin hægt og sígandi verið í þá átt að BMW höfðar með hjólum sínum sífellt meira til yngri kaupenda en þó ennþá efnaðra. Hin síðustu ár hefur þróunin tekið stórt stökk fram á við og sendir BMW nú frá sér hvert hjólið á fætur öðru sem margir rótgrónir BMW mótorhjólaunnendur myndu líklegast ekki þekkja sem BMW hjól ef þeir sæu það úti á götu.

Brautargræja með meiru

HP2 Sport er eitt af þessum mótorhjólum en eins og önnur hjól BMW sem hafa markað nýju stefnuna síðustu árin þá er hjólið í eðli sínu ekta BMW.


HP2 Sport byggist eins og nafnið gefur til kynna á háþróaðri HP mótorhjólalínu BMW en HP stendur fyrir „High Performance“. Í HP mótorhjólunum hefur þyngd verið minnkuð eins og unnt er og aflið aukið en samt er haldið í það sem er þykir einkennandi fyrir BMW, þ.e. drifskaftið og boxervélina frægu. BMW HP2 Sport er án efa eitt sportlegasta hjólið frá BMW í dag. Hjólið er útbúið 1200 vél með fjórum ventlum á strokk og skilar það 128 hestöflum við 8750 snúninga sem er það mesta sem boxervél frá BMW hefur skilað frá upphafi. Til að koma aflinu í götuna, en það er yfirleitt engin hægðarleikur á öflugum mótorhjólum, hefur HP2 Sport fengið sex gíra „quick shift“ gírkassa sem leyfir skiptingar í næsta gír fyrir ofan á fullri gjöf líkt og á keppnismótorhjóli. Hjólið er aðeins 178 kíló að þyngd, eða 199 kíló með öllum vökvum og verður það að teljast nokkuð gott fyrir BMW mótorhjól og ættu aksturseiginleikarnir að verða góðir þar sem boxermótorhjólin frá BMW hafa sérlega lágan þyngdarpunkt. Öhlins demparar eru á hjólinu, bæði að framan og aftan en auk þess er hjólið með ABS bremsukerfi og háþróað, en óhefðbundið Telelever fjöðrunarkerfi sem gefur mótorhjólinu mikinn stöðugleika við erfiðar aðstæður.