20.3.79

Bílungar

Vissuð þið að málhreinsunarmenn á sjöunda áratugum vildu kalla mótorhjól ,"Bílunga".

Sem betur fer náði það ekki hilli landans .

Mynd úr Mogganum 1979


Hinir síðustu verða fyrstir sannaðist í þessari bifhjólakeppni (Venezuela fyrir nokkru. — Bifhjólið sem aftast er (númer 7), sem Bretinn Barry Sheene ók, kom fyrst í mark í þessari Venezuela Grand Prix-keppni. — Sá sem hefur forustuna þegar myndin er tekin er írinn Tom Herron. — Það er svo annað mál, að þessi mótorhjól eru komin með svo mikið utanáliggjandi blikkskraut að þau minna lítt (nema hjólin tvö) á bílunga, eins og málhreinsunarmenn hér í gamla daga vildu láta kalla mótorhjólin.

Með mótorhjólið um borð

Í gamla daga, og reyndar enn þann dag í dag, hafa sum skipafélög lagt áhöfnum skipa sinna til reiðhjól, þannig að sjómenn geti skroppið í hjólatúr í erlendum höfnum; en það er bæði heilsusamlegt og þægilegt. Sjómenn hafa ekki mikla hreyfingu miðað við fólk í landi, sem gengur mikið. Þess vegna kemur hjólið sér vel.

    En hjólið hefur líka annað gildi, menn komast leiðar sinnar án þess að taka rándýra leigubíla, því oft er örðugt að fá strætisvagna í nágrenni við skipalægin, og maður verður að þekkja leiðakerfið þar að auki.
   Auðvitað væri þægilegast að sjómaðurinn gæti haft bílinn sinn með og notað hann í höfnum, en það væri nú einum of mikið. Þá kemur til greina að eiga mótorhjól, eða rafdrifið mótorhjól, sem er að verða vinsælt austan hafs og vestan.

NÝTT AFKVÆMI HJA SKELLINÖÐRUÆTTINNI

 Þetta hjól, sem líklega er af skellinöðruættinni, en það er framhald af svonefndu moped hjóli (motor and pedal) þar sem hjólið er bæði með stigna pedala og mótordrifið. Þetta nýja hjól er hinsvegar nefnt Electroped.
   Electroped hjólið er alveg hreinasta raritet, einkum þar sem það má taka í sundur, og það er aðeins venjulegt reiðhjól með rafgeymi á bögglaberanum fyrir aftan hjólreiðamanninn, en rafmótor er komið fyrir ofan á gafflinum yfir framhjólinu. Þar er drifhjól, sem vinnur á gúmmídekkinu.
   Rafgeyminn geta menn hlaðið á nóttunni og kostar hleðslan á núgildandi rafmagnsverði um 50 krónur, en hleðslan er 12 volta rafgeymir, 34 amp.
  Hjólið kemst um það bil 40 kílómetra leið á einni hleðslu, en það er meira en flestir ökumenn aka á virkum dögum í bæjarkeyrslu. Hjólið kostar erlendis 80—120 þúsund krónur, og er verðmunurinn fólginn í mótorstærðinni, en rafmótorinn er ýmist lA eða 1 hestafl.


mynd: 
Myndin lengst til vinstri sýnir Electroped í akstri. Rafmótorinn yfir framhjólinu, rafgeymirinn/orkan á bögglaberanum. Næsta mynd sýnir hjólið, sem taka má í sundur með tengslum, raflínan og stellið er rofið. Stór handskrúfuð skrúfa læsir tengslum. Hjólið tekur síðan mjög lítið pláss og má jafnvel geyma það í farangursgeymslu á Volkswagenbjöllu.  
SJÓMANNABLAÐIРVÍKINGUR 1979

1.3.79

Næst erfiðasta íþróttagrein heims


Motocross: 

Fyrsta stórkeppni í þessari grein í dag
Í dag klukkan 14 gengst Vélhjólaíþróttaklúbburinn fyrir fyrstu Motocross-keppninni sem haldin hefur verið hérlendis og verður keppnin háð á keppnisbraut klúbbsins við Sandfell við Þrengslaveg.


Í samtali sem Timinn átti við Kára Tryggvason, formann Vélhjólaiþróttaklúbbsins og Þorvarð Björgúlfsson, sem sæti á í stjórn klúbbsins, kom fram að undirbúningur fyrir þessa keppni hefur staðið frá þvi snemma i febrúar, en alls er fyrirhugað að halda fjórar Motocross keppnir i sumar, sem allar munu gefa stig til íslandsmeistaratitils. 

Að sögn þeirra félaga fer Motocross þannig fram að mismunandi mörg vélhjól eru ræst samtimis af stað og er ekið um sérstaka braut , mishæðótta og erfiða yfirferðar. 
Sá vinnur síðan sem fyrstur kemur í mark. Í keppninni i dag verður keppt í tveim flokkum, þ.e.a.s. í 50 cc. flokki og í opnum flokki, þar sem aðalkeppnin mun fara fram, en 11 keppendur eru skráðir til leiks í þeim flokki og verða þeir allir ræstir samtímis af stað. Eknir verða 30 hringir i brautinni, 15 í senn og vinnur sá sem bestan hefur tlma eftir báðar ferðir. — Það er rétt að taka það fram að Motocross er viðurkennd, sem næst  erfiðasta Íþróttagrein heims, aðeins bandaríska rugbyið er talið erfiðara. 
Í samtalinu við þá félaga kom fram að félagsmenn í Vélhjólaiþróttaklúbbnum hafa undanfarin tvö ár unnið að meira eða minna leyti við keppnisbrautina, sem er eins og áður segir við Sandfell við Þrengslaveg og eru þær ótaldar  vinnustundirnar sem farið hafa i brautina. Mjög góð aðstaða verður fyrir áhorfendur, — sú besta
sem nokkur klúbbanna getur boðið upp á — sögðu þeir félagar og ekki er að efast að fjölmenni verður  á þessari fyrstu Motocross keppni sem háð verður hérlendis. Þeir félagar vildu einnig taka það fram að öll hjólin sem keppt verður á i opna flokknum eru sérsmíðuð keppnishjól og þola þau því alls kyns hnjask, sem ekki myndi þýða að bjóða venjulegum vélhjólum.

Timinn fylgdist með æfingum
hjá keppendum síðast liðið föstudagskvöld og festi Tryggvi ljósmyndari Tímans þá meðfylgjandi myndir á filmu.


Tíminn
24. júní 1979