4.12.20

Norðlensk Hjólamenning.

Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts
(Jæja Sniglafréttir á pappír eru komnar út og þá hlýt ég að geta birt greinina sem ég skrifaði í málgangnið).


Hvar hittast hjólamenn á Akureyri:
 Olís og Ráðhústorg. Eru yfirleitt söfnunarstaðirnir.

Á Akureyri voru mótorhjólin komin af stað um leið og fystu snjóa leysti.
Vorið var reyndar í svalari kantinum eftir snjóþungan vetur, en hjólarar margir hverjir létu sig samt hafa það og óku á þurru malbiki milli snjóruðninga lengi fram á vorið.
Covid setti einnig svip sinn á vorið en það virtist ekki há hjólamönnum mikið þeir héldu bara tveggja metrareglunni að mestu og hjóluðu milli kaffihúsa og sveitarfélaga í góðviðrisdögum í sumar.


1. mai hópkeyrsla 

Var plönuð á Akureyri af Tíunni eins og alltaf en út af Covid varð að fella hana niður. Í staðinn var bara farið út að hjóla helgina eftir og fór góður hópur í frábæra dagsferð austur fyrir heiði til Húsavíkur og um innsveitir Aðaldals.

Svo þegar róaðist um í Covid-ástandinumí sumar þá auglýsti Tían hópkeyrslu og fór hún fram 13 júní.
Hún var vel heppnuð, frábært veður og mikið af hjólum allstaðar af landinu.
Okkur fannst reyndar frekar dræm mæting heimamanna að þessu sinni. En túrinn var þrælskemmtilegur.
Tekinn var útsýnistúr um Akureyri og vakti það talsverða athygli bæjarbúa að sjá glæsta fylkingu mótorhjóla fara um bæinn.
Síðan var lengri leiðin í Lundskóg í Fnjóskadal tekin um Víkurskarð og svolgrað í sig veitingum þar, og þaðan var farið í gegnum Vaðlaheiðargöng og á Mótorhjólasafnið þar sem flestir löbbuðu hring þar inni.
Einhver hluti hópsins ætlaði svo að næra sig á Greifanum um kvöldið en daginn eftir var fjölskyldugrillhittingur hjólamanna og fjölskyldna þeirra í Kjarnaskógi í boði Tíunnar, og þar gátu aðkomuhjólarar kýlt í belginn áður en þeir keyrðu heim á leið eftir skemmtilega helgi.



Samstöðufundur við vegagerðina í lok júní.

Eftir hryllilegt mótorhjólaslys á Kjalarnesi skammt frá Hvalfjarðargöngunum þar sem tveir mótorhjólmenn létust og þótti sannað að að ástæðan væri sleipur nýlagður vegkafli, þá tóku mótorhjólamenn hér norðanlands að sjálfsögðu þátt í samstöðufundi með Sniglunum og heimsóttum höfuðstöðvar Vegagerðarinnar á Akureyri á sama tíma og mótorhjólamenn fyrir sunnan heimsóttu vegagerðina fyrir sunnan. Um 30 hjól mættu þar og mótmæltu með reyndar frekar stuttum fyrirvara.

Landsmót 

Spennan varðandi landsmót var gríðarleg þar sem ekki var vitað hvort við ættum halda mótið.

En það kom svo í ljós að það mátti og var landsmótið haldið að Laugarbakka í Miðfirði (rétt hjá Hvammstanga) og var þetta hin besta skemmtun.



Að segja frá landsmóti í stuttu máli er ekki hægt ,,,,
Nema bara segja Þetta var geðveikt gott mót og það er vitað að norðanmenn halda líka næsta mót í Húnaveri.


Hjóladagar Tíunnar eru stærsti viðburður hjólmanna á Akureyri


Það var sannarlega glaumur og gleði þessa helgina hjá okkur á Hjóladögum Tíunnar.

Dagskráin riðlaðist aðeins hjá okkur vegna veðurfarsins, en við slepptum spyrnunni upp á braut út af því, en við héldum Bjórkvöld um kvöldið á Mótorhjólasafninu með lifandi tónlist þar sem Trausti og Baldur héldu uppi fjörinu. Stóð gleðin fram á nótt og var mjög gaman.

Upp úr hádeginu á laugardeginum hafði stytt upp rigningunni og safnaðist í hópkeyrslu á Ráðhústogi. Ekinn var skemmtilegur hringur um bæinn og inn fjörðinn sem endaði svo á Mótorhjólasafninu, þar sem snæddir voru hamborgarar öllum að kostnaðarlausu og var þar einnig hoppukastali fyrir börnin.

Um kvöldið var svo slegið upp þvílíkri veislu í Sal Náttúrulæknigafélagsins þar sem hjólafólk víða að, þó mest heimamenn, skemmtu sér með mat og drykk fram á nótt.

Sérstakar þakkir til Sigríður Dagnýar, Formanns Tíunnar. Gunna , Þau svo sannarlega láta hlutina gerast.

Svo auðvitað Trausti og Baldur sem sáu um spilamensku bæði kvöldin þið stóðuð ykkur frábærlega.
Rúnar Eff tók nokkur lög, og Villi Vandræðaskáldi kom með sitt skemmtiatriði og ætlaði þakið að rifna af húsinu þvílík var skemmtunin hjá honum.

Pokerrun


Síðastliðin 3 ár hefur Tían haldið Pokerrun í ágúst.

Í ár var Pokerrun 3ja árið í röð hjá Tíunni og var það nokkuð vel heppnað.
Fyrstu tvö árin var þetta alvöru hjólatúr, 300km eða svo en í ár var ákveðið að stytta túrinn aðeins og var hann aðeins 160km rúntur.

Þátttakendur drógu spil í hverju stoppi til að mynda pókerhönd í lok ferðarinnar, og átti Sigurður Traustason á Suzuki GXSR 750 bestu spilin þegar uppi var staðið, en hann fékk röð frá ási og niður.
Hann sjálfur kunni ekkert í póker svo þetta kom honum virkilega á óvart þegar niðurstaðan kom í ljós. (Pókerkunnátta er ekki nauðsynleg í Pókerrun).
Fékk hann glæsilegan bikar og í honum var þáttökugjöld allra sem tóku þátt í pókerruninu en þeir sem lentu í öðru og þriðja sæti fengu líka verðlaun í sárabætur frá Bike Cave í Reykjavík.


Lokaorð:

Við lifum á undarlegum tímum, Covidfaraldur heldur heimsbyggðinni í hálfgerði gíslingu, en samt náðum við að halda viðburði sumarsins.
Við vorum heppinn að geta haldið Landsmót og ekki var það verra að það heppnaðist svona gríðalega vel. Reyndar heppnaðist það svo vel að við munum halda næsta landsmót líka 2021 og það í mekku okkar hjólamanna "Húnaveri" . Svo neglið niður fyrstu helgina í júlí, því þið þurfið að mæta á Landmót Bifhjólamanna á næsta ári. en eins og þið vitið þá byrjaði landsmót sem Landsmót Snigla og eiga þeir alltaf Landsmót í okkar hjörtum.

Viðburðir Tíunnar Bifhjólaklúbbs Norðuramts eru allir auglýstir á heimssíðu klúbbsins www.tian.is og erum við einnig á Facebook, Instagram og Twitter.

Kv. Víðir #527

1.12.20

Mótorhjólaferð um Suður-Afríku

 


Þegar ljóst varð í byrjun vetrar að okkar feðgum, Grími Axelsysni og Axel Eiríkssini, ásamt félögum í BMW- mótorhjólaklúbbi Íslands, stóð til boða að taka þátt í þaulskipulagðri mótorhjólaferð um Suður-Afríku með þýsku vinafélagi okkar var bara eitt svar-- við látum okkur ekki vanta.

Mikill undirbúningur liggur að baki slíkri ferð, bæði varðandi leyfi, útbúnað, alla tilhögun ferðarinnar og gistingu. Menn eru sammála um að maður þarf að vera í góð formi líkmalega. Einnig þarf að gæta þess að fá sprautur við hinum ýmsu framandi sjúkdómum og að tryggingar séu í lagi svo fátt eitt sé nefnt og allt þarf þetta að gerast tímanlega.

Ekki má gleyna að sækja um og hafa meðferðis alþjóðlegt ökuskírteini sem Félag íslenskra bifreiðaeiganda sér um útgáfu á með sinni alkunnu lipurð og þjónustulund. Við Íslendingarnir héldum nokkra undirbúningsfundi. Á þeim stilltum við saman strengi, útdeildum verkum, fórum yfir öryggisatriði, tryggingamál og hvað hver og einn ætti að taka með af hinu og þessu sem er mikilvægt að hafa með í ferðalag sem þetta og þegar ýmislegt getur farið úrskeiðis.

Sjö glaðir meðlimir úr BMW-mótorhjólaklúbbi Íslands mættu í Leifstöð að morgni dags þann 20.febrúar síðastliðinn. Flogið var til London og þaðan í 14 klukkustundir í beinu næturflugi til Höfðaborgar.
Á flugvellinum í Höfðaborg biðu hermenn okkar farþegana með hitamæla að vopni til að fyrirbyggja að Covid-19 snit væru að berast til landsins. Allir sluppu í gegn með eðlilegan líkamshita og því gaf fátt hindrað ævintýrið sem var að hefjast.

Þátttakendur voru alls 32 á BMW-mótorhjólum, ásamt tveimur Suður afrískum fararstjórum á mótorhjólum og trússbíll sem flutti birgðir af vatni, varahlutum sjúkragræjum og auka mótorhjól. Hjólin voru ný eða mjög nýleg og flest af

29.11.20

Captain America Mótorhjólið

 

Captain America Chopperinn úr Easy Rider

Þetta er líklega frægasta hjól heimsins.

 Og fyrst núna eftir nærri hálfa öld er verið að viðurkenna hugmyndasmiði og smiði hjólsins. Við erum auðvitað að tala um hjólið sem Peter Fonda hjólaði á í myndinni Easy Rider árið 1969. En myndin sýndi ágætlega hvernig rugli Amerísk ungmenni voru í á þessum árum. Hjólið kom  á viðurkennt uppboð nýlega, þá komu fram ýmsar upplýsingar um það sem ekki voru kunnar fyrir, og opnaði líka augu fólks fyrir því hversu áhugaverðar hugmyndir um breytingar og smíði hjóla frá þessum tíma.

Úr Kvkmyndinni Easy Rider
 Peter Fonda og Dennis Hopper

Hjól sem staðfest er, að er Captain America hjólið kom til uppboðshaldara í október síðstliðinn í Hollywood. Fljótlega var tilkynnt að hjólið hefði selst á 1.35 milljón dollara (c.a 180 milljónir íslenskra króna) sem með öllum gjöldum hefðu verið 1.6 miljón dollarar eða (212.5 miljónir ísl.) en það virðist sem salan hafi gegnið til baka.    
(svo það er kannski enn til sölu ef þið hafið enn áhuga )(innslag frá þýðanda).

Í þessari grein ætlum við ekki að upplýsa um allt það sem hægt er að Googla heldur nýju upplýsingarnar sem komu upp við þetta tækifæri.

Við ætlum ekki heldur að eyða plássi í allar vangavelturnar sem hafa komið fram á síðustu 50 árum, en stutta sagan er sem sagt að það voru smíðuð tvö Captain America hjól sem Peter Fonda var á og  tvö Billy bike sem leikarinn og leikstjórinn Dennis Hopper var á.

Sagan segir að einhverntímann eftir að búið var að taka myndina upp '68, en áður enn hún var sýnd '69 hafi einhver brotist inn hjá umsjónarmanni hjólanna sem var stunt leikari Peters og stolið þremur þeirra, en annað af Captain America hjólinu var krassað í lok myndarinnar svo það var skilið eftir. Slátrið af því var gefið einum af leikurum myndarinnar Dan Haggerty. Sagan segir að hann hafi endurbyggt hjólið ( meira að segja er talað um að hann hafi gert annað eins, en við látum aðra um að tala um það).

Það sem er aðdáunarvert, sérstaklega fyrir þá sem elska gömul hjól og sögu þeirra og virðingu fyrir þeim sem smíðuðu þau, er að Fonda skrifaði bréf til uppboðshaldaranna í nóvember eftir að hjólið fékk alla þessa athygli eina ferðina enn. Í bréfinu hrósaði Fonda hugmyndasmiðnum í hástert og uppljóstraði 46 árum eftir  að hjólið ver smíðað hver það var.

Þessi uppljóstrun kom ekki alveg öllum á óvart því auðvitað hafa alvöru grúskarar komist að þessu fyrir löngu, einn þeirra Paul d'Orleans, hann komst að því að Cliff Vaughs og Ben Hardy hefðu verið hugmyndasmiðir hjólanna. En þetta var sem sagt ekki gert opinbert fyrr en með bréfi Fonda.

Það hefur allt verið opinvert að hjólin voru keypt fyrir lítinn pening af lögregluembætti í Los Angeles á uppboði, en hvernig þau urðu að frægustu hjólum heims var alltaf á huldu.  Ýmsar getspár voru við hafðar, eina var sú að Fonda hefði sjálfur gert þau, önnur að Haggerty hefði gert þau, en í bréfinu uppljóstrar Fonda að Cliff hafi algjörlega séð um málið. Hann segir í bréfinu ,, við Dennis erum honum svo þakklátir, við vissum ekki einu sinni að hægt væri að kaupa ódýr hjól á uppboði af löggunni". ,,Með undraverðum hætti ( að okkar Dennis mati) keypti hann 4 hjól á 500$ stykkið og hannaði og smíðaði þau svo fyrir 1250$ stykkið, við vorum hæstánægðir með þá Ben. Og svo gerðu þeir bara tvö af hverju eins og ekkert væri".

Fonda víkur líka að í bréfi sínu að Cliff hafi verið rekinn úr verkefninu og þar með aldrei fengið ,,kredit" fyrir hönnunina og smíðinni. ,,En það er ekki of seint að uppljóstra um þátt þeirr Cliffs og Bens fyrir þessi einstöku hjól sem áttu stórann þátt í frægð myndarinnar''.

Billy bike

En hverjir voru Cliff og Ben?  

Ben rak mótorhjólaumboð í LA en Cliff átti sér áhugamál að smiða Choppera. ,,Gallinn við þá var að þeir voru báðir African-Americans, það gerði meira segja rebelum eins og Fonda og Dennis erfitt um vik að opinbera þá, því rasismi var enn mikið við líði á sjötta áratugnum. (vegna þessa hættu þeir meðal annars við að láta mótorhjólagegni með svörtum bikerum koma við í myndinni eins og til stóð.)

Ben var mjög þekktur meðal mótorhjólamanna, Sérstaklega svartra, en líf Cliffs var enn áhugaverðara, hann var framarlega í réttindabaráttu svartra og gerði heimildarmyndir um öryggi mótorhjólafólks í umferðinni.

Ben dó 1994 án þess að hljóta nokkurn tíma viðurkenningu fyrir hans þátt í smíði hjólanna. en Cliff lifir enn og d'Orleans fékk hann í liðs við sig þegar hann skrifaði bókina ,,The Chopper, The Real story'' Þar er öll sagan sögð.

Stolið og staðfært úr blaði AMCA af Dagrúnu #1
Úr Blaðinu Hallinn 2015

Skráðu þig á póstlistann hjá Tíunni og fáðu mótorhjólafréttir

28.11.20

Buell / Cannondale = Budale



 Buell götuhjól og Cannondale torfæruhjól sameinuð í eitt.

Einar "Malboro" Ragnarson er þekktur í mótorhjólaheiminum á Íslandi sem frumlegur mótorhjólasmiður og hefur hann smíðað nokkur afar áhugaverð hjól.

Eitt af þeim er Budale sem er einhverskona samtíningur tveggja ólíkra hjóla í eitt.

Hjólið sem um ræðir er upphaflega af gerðinni Buel Firebolt XB9 árg 2005 sem Einar fékk í pörtum og þar sem vantaði annann framdemparann fór hann að finna út hvað hann gæti notað í staðinn, og datt þá í hug að breyta hjólinu í off road ferðahjól.

Einar tók sem sagt framenda af Cannondale krossara og setti á hjólið tók svo afturgaffalinn og lengdi hann, það var eftir prufuaktstur sem það var ákveðið því hjólið var ókeyrandi með orginal afturgaffalinn eftir að krossgaffalinn var kominn að framan.

Drifbúnaði þufti líka að breyta og varð reimdrifbúnaðinn að fara og var sett keðja í staðinn og afturfelga af Buell Raceing 1125R racehjóli.
 Einnig var skipt út barkakúplingu og sett vökvakúpling.
Ljósfering og mælaborð voru færð upp um uþb. 7,5 sentimetra og petalabrakket færð niður fyrir þægilegri ásetu.

Einnig var unnið eitthvað í innspítingunni til að auka aflið á lægri snúning. 

Útkoman 
Að sögn Einars þá heppnaðist faratækið bara mjög vel.  "Er bara alger draumur.    Akstureigineikarnir er ágætir og virkar vel á slóðum en það er engin torfærugræja enda of þungt til þess".

"Ég stefni á að setja betri bremsur og breiðara framdekk á það til að gera það enn betra sagði Einar að lokum "

Myndir og efni   
Hallinn 2015

Skráðu þig á Póstlista Tíunnar og ekki missa af neinu í hjólunum.

25.11.20

Fyrsta mótorhjólið hans Heidda endurheimt úr steypufangelsi eftir 50 ár

Tommi og Jón Dan ásamt fleirum . Endurheimtu í dag gamalt mótorhjól sem af einhverjum ókunnum ástæðum var steypt inn í stiga á gömlu húsi á eyrinni á Akureyri í dag. 
Tommi mölvar vegginn sem hjólið var á bakvið

Hjólið er líklega af gerðinni
Göricke Bielefeld Domino (ILO-FP-50 1955 

Hjólið er víst fyrsta mótorhjólið sem Heiðar Þ Jóhannsson (Heiddi #10) átti og er af gerðinni Göricke Bielefeld. 

  Hann gaf það vini sínum Þórarinn Sigurbjörnsyni hjólið árið 1967 en þá var Heiddi 14 ára en Þórarinn 11 ára. En þá bjó Þórarinn í húsinu sem hjólið var steypt inn í.  Svo flutti hann úr bænum, og svo þegar hann kom að vitja hjólsins þá var búið að steypa hjólið inni með öllu sem því fylgdi.

Göricke Bielefeld
50cc
Ekki er vitað hvers vegna hjólið var steypt inni.

Húsið sem brann í fyrra er ónýtt , og nýttu safnmenn sér tækifærið og fengu að hirða hjólið sem slapp við brunan í steinkistunni sinni.

Hjólið komið inn á safn.

Heimildir og myndir af frétt Ruv í kvöld.

22.11.20

Síðasta keppni ársins í MotoGP fór fram í dag.


Portugalinn Miguel Olivera var á heimavelli í dag þegar hann vann sína aðra keppni í Motorgp í dag á KTM.

Hann var algerum sérflokki í dag leiddi keppnina frá upphafi og stakk strax af og hélt svo bara 4-5 sekunda forskoti þar til keppninni lauk.

Nýkrýndur heimsmeistarinn hætti keppni.

Suzuki  ökumamaðurinn Joan Mir var ekki að finna sig í Portugal í dag og hættu báðir ökumenn Suzuki liðsins keppni eftir bilanir í hjólunum.  Það kostaði Suzuki liðið sæti í keppni framleiðanda því Ducati sigraði keppni framleiðanda þetta árið eftir góð úrslit í dag.

Baráttan í dag stóð aðalega um annað sætið enda beindust myndavélarnar aðalega að þeim, því  Jack Miller sem ekur Ducati hélt sér í þriðja sætinu nánast alla keppnina þar til í lokin þar sem laumaði sér framúr Franco Morbidelli (Yamaha) sem hafði verið með annað sætið frá upphafi.

Þriðja sætið dugði Franco Morbidelli (Yamaha) til að verða annar í heildarstigum eftir heimsmeistaranum Joan Mir (Suzuki)

Topp 3 í dag.

1Portugal Miguel OliveiraKTM 
2Australia Jack MillerDucati3.193
3Italy Franco MorbidelliYamaha3.298

 
Lokastaðan




Ný hjól 2021

2021 er skammt undan og því fylgja að sjálfsögðu ný mótorhjól.
Hér er að líta á nokkur þeirra sem eru á boðstólnum.


BMW S 1000 R

2021 BMW S 1000 R 

 
Í fyrra fékk raceútgáfan af BMW S1000RR
mikla uppfærslu en í ár verður það nakta útgáfan sem fær hressingu frá hönnuðunum og er þetta flotta hjól útkoman.
5 kg léttara en það var og 165 hestöfl, með aflkúrfuna talsvert neðar en raceútgáfan. Það vantar allavega ekki aflið. nánar...

Honda CB1000R

Honda CB1000R

Honda Breytti sínu hjóli líka talsvert,
ný subframe og aðrar útlitsbreytingar eins og á framljósi og hlífar voru gerðar minni,
143 hestöfl ættu alveg að vera nóg en Honda hefir ekki verið í neinu hestaflastríði við aðra framleiðendur heldur vilja gera notendavæn mótorhjól með samt fullt af afli. nánar..


Yamaha MT-09

Yamaha MT-09

Hér ber að líta 3 cylindar 890 Rúmsentimetra jól frá Yamaha.
Frá fyrri árgerð þá er búið að stækka mótorinn um 43cc og mótorhúsið stækkað með tilheyrandi breytingum á insvolsi mótors.
Hraðskiptir sem hjálpar við snöggar gírskiptingar hefur m.a. verið bætt við en hjólið og margar aðrar breytingar voru gerðar á þessu hjóli sem má sjá,,,
meira .....



Langen 
  LANGEN 
TWO STROKE FIRST LOOK: STREET-LEGAL V-TWIN!

Hér ber að líta tvígengishjól frá Langen.
mótorinn er V2 tvígengis og er ekki nema 250cc með beinni inspítingu
Ekki láta fá kúbik samt blekkja því aflið er samt 75 hestöfl og virkilega öðruvísi cafe racer hér á ferðinni ef þú vilt vera öðruvísi.
Hægt er að forpanta þessa græju en verðmiðinn er ekki nema 28000 pund,,, sem reiknast sem góðar fimm miljónir íslenskar,,, og þá áttu eftir að koma því til íslands. og það kostar sitt ,, svo ef þig vantar að losa þig við fullt af pening og vera töff , þá skalltu panta þér eitt svona . meira.....

Benelli Leoncino

Benelli Leoncino

B
enelly heldur upp á 100 ára afmælið sitt og hér er eitt af hjólunum sem þeir bjóða upp á.
Mótorinn á þessum caffiracer er 500cc 47 hestöfl.
Annað krúttlegt hjól sem er örugglega fínt í snattið í borginni. Verðmiðinn er 6199 $ sem losar líklega vel yfir miljón hér á landi.  meira....


(Við látum þig vita ef eitthvað er um að vera hjá klúbbunum.)