26.9.20

Góð ráð áður hjólið fer í vetrargeymsluna.


 Nú er sá tími að við förum að ganga frá Mótorhjólunum okkar og geyma þau fram á næsta vor.

Þá er gott að hafa þessi ráð í huga til sem best fari um hjólið í geymslunni.


1. Hafðu hjólið í skjóli fyrir sólargeislum.  

2. Hafðu hjólið á þurrum og loftræstum stað.  

3. Gott þykir að vera búinn að setja nýja smurolíu og fullan tank af nýju bensíni ( fullur Tankur ryðgar síður að innan en hálfur eða tómur) .  Einnig skal smyrja drifkeðjuna (ef hún er).

4 Á blöndungshjólum er gott að tappa undan blöndungum.  

5. Aftengdu rafgeymi og settu hann í hleðslu í minnsta lagi tvisvar yfir veturinn , en betra ef það er oftar.

6. Þrífa og bóna hjólið áður en hjólið fer í geymslu,,,   ( ryðvörn)

7.Smyrja í alla barka eins og bensínbarka ,innsogsbarka og hraðamælisbarka ef við á, þá er búið að koma í veg fyrir að þeir festist yfir vetrarstöðurnar.

8. Setjið réttan loftþrýsing í dekkin ,,, kannski aðeins meira... því það sígur úr dekkjunum yfir veturinn.
og eftir geymslu á það að vera eitt að fyrstu verkum , að laga loftþrýsinginn áður en farið er að hjóla.

9. Að lokum er gott að breiða yfirbreiðslu yfir hjólð svo það rykfalli ekki eða fái á sig eitthvað óviðkomandi úr geymslunni.

10. Þegar þessu er öllu lokið,    Er ekki best að sinna aðeins gallanum... þrífa hjálminn að innan sem utan,, hann er örugglega svolítið skítugur að innan.  Bera á gallann, Leðurfeiti á leður , regnvörn á goritexgallan,  þrífa skónna og og bera á þá og spreyja táfýluspreyji í þá :)

Að Vori.



Ef þú gerir allt þetta hér að ofan þá ættir þú nánast að vera klár fyrir vorið án þess að eiga í miklum vandræðum.

Maður að sjálfsögðu fer samt yfir hjólið, tékkar á bremsuvökvanum, kúpningsvökvanum , mælir olíuna á vélinni, Tékka á loftþrýstingi í dekkjum , Tengir rafgeyminn og prufukeyrir svo varlega og stoppar og skoðar hvort ekki sé allt í lagi..

Góðar stundir.....

23.9.20

Vintergrip


Vetrardekk á Mótorhjól.

Sumir hjóla allt árið,  Sem er alveg gerlegt á Íslandi ef veturnir eru mildir eins og stundum gerist.

Til eru dekk undir mótorhjól sem eru hönnuð til vetraraksturs og heita þau Winter grip Plus og eru gerð undir flestar gerðir mótorhjóla.

Þýska tímaritið Motorad prufukeyrði svona dekk en Þýskaland beitir einmitt sektum á mótorhjólamenn á veturna, þ.e 60 evra sekt á þá sem aka ekki um á Mud and Snow rated dekkjum.

Settu þeir Anlas "Winter grip Plus" dekk undir Triumph Thruxton og prufukeyrðu dekkin við ískaldar aðstæður.




Dekkin eru með frekar grófu munstri og losa því vatn og
 krapa vel úr dekkjunum og gúmíð er sérstaklega hugsað fyrir
 kulda og bleytu aðstæður.


Að aka í 2 stiga frosti er ekki beint uppáhalds aðstæður mótorhjólamanna til að keyra, en þannig voru einmitt aðstæðurnar þegar tímaritið prófaði dekkin.
Dekkin stóðust væntingar þeirra og gætu alveg verið þokkalega góður valkostur fyrir þá sem vilja þráast við lengur hér á klakanum og hjóla allt árið. 

Dekkin eru einnig fáanaleg undir Vespur eða scooters  og heita þau dekk Winter Grip 2 



Niðurstaðan varð allavega sú að þetta er mun betra en sumardekkin og minnkar stress aksturinn til muna því dekkin bæta öryggi til vetraraksturs.

Dekkjaframboð Anlas


19.9.20

Einhentur og ætlar að keppa í hættulegasta mótorhjólakappakstri heims.

Chris Ganley er breskur mótorhjólamaður og fyrrum hermaður sem stefnir að því að keppa í Isl of Man TT kappakstrinum. 


 Það þykir kannski ekki merkilegt eitt og sér,,,,  En það vantar á hann handlegginn,,,,,  og ætlar hann að keppa á mótorhjóli þar sem það er talsverður kostur að vera með báðar hendur á stýri. 
   Chris missti hendina rétt neðan við olboga í mótorhjólaslysi 2014 er hann keyrði á ljósastaur og endaði svo á múrvegg og var nálægt því að missa hina hendina líka. Einnig blæddi inn á heila ,féll saman lunga og hryggbrotnaði.

Ákveðinn í að keppa í TT keppninni.

TT keppnin eins og hún er oft kölluð er haldin á Eyjunni Mön milli Englands og Írlands og hefur keppnin verið haldin nánast árlega síðan 1907 að undanskyldum heimstríðöldum og nú Covid-19.
Keppnin er líklega sú hættulegasta í mótorsportinu enda ekin á þjóðvegum og í bæjum eyjarinnar og hafa 255 manns látið lífið í keppninni.


Chris ætlar að aka á breyttu R1 Yamaha sem er 1000cc og næstum 200 hestafla mótorhjóli, og mun þetta vera mikil áhætta en það er áhætta sem hann er viljugur að taka.

"Er ég slasaðis átti ég erfitt með að sætta mig við stöðuna sem ég var kominn í. Var sokkinn í djúpt þunglyndi og það að stefna á að keppa í TT hefur gefið mér tilgang og lífsvilja til að halda áfram."

"I didn't think I would be able to ride a motorcycle again - something I loved doing was denied to me."  


Chris Ganley
Ég hélt um tíma að ég myndi aldrei aka mótorhjóli framar , en eftir mikla endurhæfingu og erfiði þá gafst ég ekki upp og er byrjaður að hjóla á fullu og ná upp þreki til að keppa.

Hvernig fer hann að því að aka einhentur ?


"Ég stjórna hjólinu alveg með annari hendi á hjálpar tækja, þ.e. ég nota ekki gerfi hendi meðan ég keyri það myndi trufla stjórnhæfnina. Ég keyri mig bara undir kúpuna og ýti eða toga í stýrið til að breyta stefnunni.  En ég get ekki hallað mér út af hjólinu eins og þeir sem hafa báðar hendur.


Til að fá keppnisleyfi í TT

Þú þarft að sanna þig og til þess fá keppnisleyfi þ.e  nokkur keppnisleyfi og til þess að fá þau þarftu að keppa í hinum ýmsu keppnum og er það talsvert langur ferill að fá þau leyfi, og þegar leyfið er komið þá þarftu að sanna fyrir TT keppnishöldurunum að þú náir að keyra nógu hratt til að fá leyfi til að koma í úrtak hjá þeim.

Ég er núna kominn með hluta af leppnisleyfunum en ég vona að ég verði búinn að ná öllum í tíma og alþjóðlegt Roadrace keppnisleyfi í tíma.



17.9.20

Vélhjólasýning á Akureyri!

 Vélhjólasýning á Akureyri!

Tían Vélhjólaklúbbur Norðuramts Stendur fyrir sýningu í Toyotahúsinu við Baldursnes þann 16.júlí næstkomandi.


Sýningin er haldin til minningar um Heiðar Jóhannsson og er til styrktar Vélhjólasafni á Akureyri sem var hugmynd og draumur Heiðars

Á sýningunni verða vel á annað hundrað hjól af öllum mögulegum gerðum og eiga öll það sameiginlegt að vera með tvö hjól, nema þau sem eru með þrjú hjól.

Sýningin verður opin frá 10-19 og aðgangseyrir er litlar 1000kr fyrir þá sem hafa náð 15 ára aldri en frít fyrir þá sem ekki hafa náð þeim áfanga. Einnig eru frjals framlög alltaf vel þegin.

Á sýningunni munu hugsanlega koma fram landsfrægir skemmtikraftar en allavega koma fram einhverjir skemmtikraftar. Ýmsar aðrar uppákomur verða í boði, en ekki er vitað á þessari stundu hverjar þ´r verða og verjast forsvarsmenn allra frétta.


Dorrit komin á hjól 

Eftir skíðaófarir miklar hefur Dorrit vinkona okkar komist að þeirri niðurstöðu að að öruggara sé bara að vera á hjóli. Við ókum henni til hamingjumeð hjólið 

Tían 16.7.2007