6.8.20

Átak í gangi til að endurheimta stolið mótorhjól þýsks ferðamanns


Mótorhjóli af gerðinni KTM 620 LC4 var stolið úr bílakjallara Hótels Kletts. Er gripurinn í eigu þýsks ferðamanns. Átak er í gangi til að endurheimta hjólið á vegum meðlima Facebook-hópsins „Hjóladót, tapað, fundið eða stolið“ þar sem fremstur í flokki fer Bjartmar Leósson, en hann hefur fengið viðurnefnið hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðastarfs við að endurheimta stolin hjól og önnur verðmæti.

Eftir eina klukkustund hafði tilkynningu um þjófnaðinn verið deilt tæplega 400 sinnum.

„Þessu var stolið af þýskum túrista. Drullusúrt. Getum við sett DEILINGARMET ?? Stolið í gær úr bílakjallara hótel Kletts. Ef einhver sá sendibíl í grenndinni eða eitthvað grunsamlegt látið lögreglu vita,“ segir í tilkynningunni.

Skáningarnúmer hjólsins er VER MI 51

ÁBS  DV 6.8.2020


5.8.20

Ómar situr uppi með tjón upp á milljón eftir ó­happ í göngunum

Ómar Geirs­son á Siglu­firði lenti í ó­göngum í Stráka­göngum á mánu­dags­kvöld. Hjólið rann undan honum í hár­fínni drullu og skemmdist mikið. Ómar furðar sig á því að ekki sé betur hugað að öryggi mótor­hjóla­manna í göngunum.


Hjólið bara rann undan mér í drullunni. Þetta er alveg hár­fínn leir og svo er bara svo mikill raki þarna inni að þetta verður bara alveg rennandi svell,“ segir Ómar Geirs­son, íbúi á Siglu­firði.

Ómar lenti í kröppum dansi í Stráka­göngum vestan Siglu­fjarðar um kvöld­matar­leytið á mánu­dag þegar mótor­hjólið hans, 2002 ár­gerð af Hondu Gold Wing, rann undan honum. Í sam­tali við Frétta­blaðið furðar Ómar sig á því að ekki sé betur stuðlað að um­ferðar­öryggi í göngunum.

Betur fór en á horfðist

Sem betur fer slasaðist Ómar ekki í ó­happinu og þakkar hann fyrir það. „Ég er með einn mar­blett á vinstri hand­legg og einn mar­blett á hægra hné. Það er allt og sumt sem betur fer,“ segir hann en hlífðar­galli sem hann var í, bæði buxur og jakki, er ó­nýtur. Hann telur sig hafa runnið eina sau­tján metra þegar hann missti stjórn á hjólinu.

Ómar segir að hjólið hafi farið heldur verr út úr ó­happinu en hann. „Ég er svona hálfnaður með að rífa af því það sem er skemmt og ég held að ég sé að verða kominn upp í eina milljón í tjón,“ segir hann.

Ómar segir að ó­happið hafi orðið með þeim hætti að hann var að mæta bif­reið og þurfti að víkja út í út­skot þar sem göngin eru ein­breið. „Yfir­leitt fer maður ekki úr hjól­fari í hjól­far en ég þurfti að gera því það var að koma bíll á móti,“ segir hann en við það rann hjólið undan honum.
„Þetta er alveg hár­fínn leir og svo er bara svo mikill  raki
þarna inni að þetta verður bara alveg rennandi svell,“ segir Ómar
Ómar segir að um­ferð á svæðinu hafi verið mikil í sumar enda Ís­lendingar margir verið á far­alds­fæti. Þá sé malar­náma ekki langt frá og mögu­lega hafi ein­hver jarð­vegur dottið af vöru­bílum sem flutt hafa efni í gegnum göngin. Ekki sé úti­lokað að það hafi stuðlað að þessum að­stæðum.

Nauðsynlegt að þvo göngin reglulega

„Í venju­legum göngum er nú dren­möl með fram mal­bikinu en í þessum göngum er bara drulla með fram, bara brún drulla. Svo er rakinn svo svaka­legur þarna inni,“ segir hann en við það geta myndast hættu­legar að­stæður eins og sannaðist á mánu­dags­kvöld.

Hjólið bara rann undan mér í drullunni. Þetta er alveg hár­fínn leir og svo er bara svo mikill raki þarna inni að þetta verður bara alveg rennandi svell,“ segir Ómar Geirs­son, íbúi á Siglu­firði.

Ómar lenti í kröppum dansi í Stráka­göngum vestan Siglu­fjarðar um kvöld­matar­leytið á mánu­dag þegar mótor­hjólið hans, 2002 ár­gerð af Hondu Gold Wing, rann undan honum. Í sam­tali við Frétta­blaðið furðar Ómar sig á því að ekki sé betur stuðlað að um­ferðar­öryggi í göngunum.



Hlífðargallinn sem Ómar var í er ónýtur eftir óhappið
en sannaði heldur betur ágæti sitt.
Hlífðargallinn sem Ómar var í er ónýtur eftir óhappið en sannaði heldur betur ágæti sitt.
Ómar segir að nauð­syn­legt sé að þvo göngin reglu­lega, en miðað við að­stæður hafi það ekki verið gert lengi. „Þetta var alltaf gert á vorin en nú þarf bara að gera þetta einu sinni í mánuði ef vel á að vera.“ Hann segist ekki vera búinn að hafa sam­band við Vega­gerðina en hann hyggst gera það þegar hann áttar sig betur á tjóninu.

Flaug næstum á hausinn

Það voru góð­hjörtuð hjón sem komu Ómari til að­stoðar eftir ó­happið og að­stoðaði maðurinn hann við að koma hjólinu af götunni og út í kant. „Hann var næstum floginn á hausinn við það. Hann átti ekki eitt auka­tekið orð yfir því hvað það var sleipt þarna inni,“ segir Ómar sem er þakk­látur hjónunum sem hann gleymdi að spyrja hvað hétu.

„Þau voru alveg æðis­leg og mega gjarnan hafa sam­band svo ég geti þakkað þeim al­menni­lega fyrir að­stoðina.“

Rafmagnsmótorhjól framtíðarinnar ?

 
 

Það er framúrstefnulegt rafmagnshjólið Newtron EV1 sem tveir franskir flugvélaverkfræðingar smíðuðu árið 2016. Hjólið var hins vegar ekki sýnt almenningi fyrr en 2019 og var þá ekki enn á hreinu hvort það fari í framleiðslu.



Fullkominn PMAC mótor sýnir okkur magnaðar tölur. Torkið er 240Nm og hröðunin úr 0-100km/klst er 3 sekúndur og hámarkshraðinn (með takmarkara)  er 220km á klst.
 
En á heima síðu Neweon Motors er hægt að forpanta EV1 hjólið með því að greiða inn á hjólið 2000 evru innborgun og þú verður einn af fyrstu til að eignast 2021 rafmangshjól frá þeim.

The Newron EV-1 er fáanlegt í ýmsum útfærslum en lokaverð á gripnum verður uþb. 60000 Evrur. eftir því hvaða aukabúnað og uppsetningu þú tekur með því.

Öflug Rafhlaðan býður upp á 220km drægni innanbæjar en 300 km utanbæjar.
Varðandi að hlaða rafhlöðuna þá lofa þeir að 80% hleðsla náist á 40 mínutum. á viðeigandi  hraðhleðslustöð.
Svo er bara að sjá hvort einver bíti á með 9 millur í vasanum :)



Fotos Newron Motors. Link to website.
 https://www.newronmotors.com/index.html


Þægilegustu og traustustu bifhjólin

Ekki fer sam­an end­ing­ar­traust og akst­urs­ánægja þegar mótor­hjól eru ann­ars veg­ar.
Þægi­leg­ustu mótor­hjól­in eru þau banda­rísku en þau traust­ustu japönsk. Þetta er niðurstaða banda­ríska neyt­enda­rits­ins Consu­mer Reports. 
Tíma­ritið þykir afar áhrifa­mikið hvað varðar neyslu­venj­ur í Banda­ríkj­un­um en það hóf í fyrra að mæla ánægju fólks með hinar ýmsu teg­und­ir mótor­hjóla.
Á grund­velli rúm­lega 12.300 skýrsla frá neyt­end­um og annarra upp­lýs­inga­gagna hef­ur það dregið upp lista sinn.
Niðurstaðan er að bestu kaup­in liggja í japönsk­um mótor­hjól­um fyr­ir neyt­end­ur sem leggja mikið og mest upp úr áreiðan­leika og end­ing­ar­trausti.  Í efsta sæti er Yamaha og í næstu sæt­um Suzuki, Kawasaki og Honda.
Victory og Harley-Dav­idson eru á miðjum lista í þessu efni og evr­ópsku mótor­hjól­in frá  Triumph, Ducati og BMW eru í botnsæt­um hans. Í allra neðsta sæti hafnaði Can-Am Spyder frá Bomb­ar­dier frí­stunda­tækja­smiðjunni.

Þrátt fyr­ir góða end­ingu bila öll hjól en minnst­ur er viðgerðar­kostnaður eig­enda Kawazaki­ hjóla, eða 269 doll­ara. Til sam­an­b­urðar þarf eig­andi BMW að punga út 455 doll­ur­um í viðgerðir á ári.
Þótt japönsk hjól séu bil­l­eg­ust í rekstri þá eru þau ekki hin dáðustu af hálfu knapa þeirra. Í þeim efn­um eru yf­ir­burðir banda­rísku hjól­anna al­ger­ir, seg­ir Consu­mer Reports.

Mest unna eig­end­ur Victory hjóla fák­um sín­um, en 80% þeirra sögðust myndu kaupa sér annað af þeirri teg­und við end­ur­nýj­un hjóla­kosts­ins.Í öðru sæti er Harley Dav­idson og þriðji mesti gleðigjaf­inn meðal mótor­hjóla er Honda.
https://www.mbl.is/ 2015

Hættuleg mótorhjólum göngin á Tröllaskaga

31.7.20

Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta

Helgi Reynir Árnason, veghefilsstjóri og verkstjóri við Þeistareykjaveg,
 er sonur verktakans, Árna Helgasonar frá Ólafsfirði.
 STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON.
Vefstjóri hefur tvisvar í sumar ekið upp að Þeystareykjum í sumar á hjóli. Enda full ástæða til vegurinn er einstaklega vel gerður sértaklega fyrir mótorhjól rennisléttur með löngum beyjum og með stórkoslegu útsýni.   Vísu er vegurinn bara malbikaður upp að Þeystareykjavírkjun svo maður verður að fara til baka til að vera á malbiki.
samt sem áður er malavegur niður á hólasandsleiðina og niður á mývatn þaðan en hún er í vegagerð núna og á ekki að setja slitlag á þann hluta fyrr en næsta sumar.

Hér er grein sem birtist á http://byggingar.buildingsgroup.com/

Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Jarðýta tengir nýja Þeistareykjaveginn við Kísilveg á Hólasandi.
Undirbyggingu vegarins á að ljúka í haust en slitlagið bíður næsta sumars.

STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON.
Kísilvegurinn um Hólasand er nýlega búinn að fá slitlag meira en hálfri öld eftir að hann var lagður í tengslum við smíði Kísiliðjunnar við Mývatn. Nýi Þeistareykjavegurinn mun tengjast Kísilveginum á Hólasandi um tíu kílómetra frá Mývatni.

Fra Þeistareykjum. Gamli Þeistareykjabærinn stóð við hverasvæðið
 undir fjallinu. STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON.
Starfsmenn verktakans Árna Helgasonar ehf. frá Ólafsfirði byrjuðu í fyrrasumar að byggja upp síðari áfanga vegarins, sautján kílómetra milli Þeistareykja og Hólasands, gerðu svo hlé í vetur, en mættu í sumar aftur þegar snjóa leysti.
„Við gátum ekki byrjað hér fyrr en í júlí. Það var allt á kafi í snjó hérna. En það gekk fint – og gengur fínt,“ segir Helgi Reynir Árnason, sonur eigandans, en hann er verkstjóri við Þeistareykjaveg.
Landsvirkjun kostar vegagerðina til að koma á heilsártengingu milli Þeistareykja og Kröflu í því skyni að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana sinna.

Demantshringurinn er nafn sem ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur
gefið hringleið sem tengir Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi, Húsavík og Goðafoss.

GRAFÍK/HAFSTEINN ÞÓRÐARSON.

„Við klárum í haust. Þá á eftir að bjóða út klæðningarnar á þetta. Það á að gera á næsta ári. Þannig að þá verður á næsta ári vonandi kominn klæddur vegur alveg til Húsavíkur.“
Með Þeistareykjavegi verður til þriðja malbikaða leiðin milli Húsavíkur og Mývatns, til viðbótar við Kísilveg og veginn um Aðaldal og Reykjadal. En hver þeirra verður vinsælust af ferðamönnum í framtíðinni?
En ætti nýi Þeistareykjavegurinn að verða hluti Demantshringsins?
„Ég held að hann verði það, alveg pottþétt. Ef menn ætla að keyra Mývatnssveit og Dettifoss – og Þeistareykir eru náttúrlega mjög fallegur staður, sko.“

1200 hestafla mótorhjól


Fyrrum ofurtrukkabílstjórinn Nick Argyle hætti nýlega í "monster truck" bransanum og seldi bílinn sinn. 

Einhverjar leifar voru þó eftir af bílnum hans og þar á meðal vélin. Karlinn tók sig til og smíðaði eitt stykki mótorhjól, 1200 hestöfl. Vélin í hjólinu er 8,2 lítra v8 Mopar með forþjöppu og skilar líka þessum rosalega krafti. Hjólið er rúmlega 454 kg og gengur aðeins á flugvélabensíni. Stellið o.fl. á hjólinu smíðaði hann sjálfur og lítur það glæsilega út.

2007