2.10.19

The Distinguished Gentleman's RideÍ lok september fór fram hópaksturinn The Distinguished Gentleman's Ride um allan heim og meðal annars í Reykjavík.


Þarna er á ferðinni fjáröflunarhópkeyrsla þar sem þemað eru gömul hjól og herramannafatnaður.
Hægt ver að heita á hvern ökumann fjárhæð sem fer til góðgerðamála og og samkvæmt heimasíðu keyrslunar
 https://www.gentlemansride.com/rides/iceland/reykjavik
söfnuðust rúmar 8000 evrur  eða rúmar 11 hundruð þúsund krónur í Reykjavík.

            Málefnið er Blöðruhálskirtilskrabbamein og sjálfsvíg.  Málefnið er til styrktar rannsóknum á blöðruhálskirtilskrabbameini ásamt stuðnings samtökum sem vinna að úrræðum er varða geðheilsu/sjálfsvíg ungra manna.

Um að gera að taka þátt í þessu því keyrslan er hanldin síðasta sunnudag í september árlega.

Myndir héðan og þaðan af netinu.
1.10.19

Mótorhjól BMW fá M-sportdeild

BMW hefur sótt um einlaleyfi á heitunum
M 1000 RR, M 1300 GS og M 1000 XR.

Bílaáhugamenn þekkja M-sportdeild BMW og þá öflugu bíla sem frá henni koma.


 BMW framleiðir líka mótorhjól og þar á bæ hefur engin M-deild verið til staðar, en það gæti breyst á næstunni. Fyrir nokkrum árum bauð BMW sportlegri útfærslu S 1000 RR hjólsins sem fékk stafina HP4 Race og fór þar brautarhæft hjól með krafta í kögglum. Þetta hjól varð hins vegar lítið annað en tilraun eða markaðstrikk og BMW varð í kjölfarið að endurhugsa innreið sína í sportlegri hluta mótorhjóla og framleiðslu slíkra hjóla. Nú virðist komið svar við því þar sem BMW hefur þegar sótt um einkaleyfi á heitunum M 1000 RR, M 1300 GS og M 1000 XR og því von á góðu fyrir aðdáendur BMW-hjóla.

https://timarit.is/files/43626994#search=%22m%C3%B3torhj%C3%B3l%22