1.5.19

1.Maí. Hópakstur og Mótorhjólasafnið

Frá Ráðhústorgi í morgun.
Eins og svo oft áður þá hélt Tían hópakstur mótorhjólafólks á Akureyri þann fyrsta maí.

Þurrt og svalt var veðrið á Akureyri í dag sem voru viss vonbrigði eftir dandalaveðurblíðu undanfarnar vikur á Akureyri.

Tían var búin að undirbúa keyrsluna og fá lögregluna í lið með sér varðandi að loka gatnamótum en nokkrir auka aðilar sáu um að blokka umferð þar sem upp á vantaði sem og nokkrir úr hópkeyrslunni.

Í stuttu máli gekk hópkeyrslan mjög vel hún lagði upp frá Ráðhustorgi , ekinn var góður 12 km hringur um bæinn og endaði hún inn á Mótorhjólasafni þar sem stjórn Tíunnar tók á móti öllum með kaffi ,bakkelsi, vöfflum og rjóma og heitri kjúklingasúpu á vægu galdi.

Allir gátur skoðað safnið og fyllt magann um leið og heyrðist okkur að allir væru mjög ánægðir með framtakið.

Við í Tíunni viljum þakka fyrir þátttökuna og þakka um leið Lögreglunni á Akureyri fyrir veitta hjálp sem auðvitað er ómetanleg.

Næst á dagskrá hjá Tíunni er svo Heiðarlegur Dagur þann 11. maí...   Hópferð í Borgarnes á Mótorhjóla og Fornbílasýningu Rafta.   

Vaðlaheiðargöngin

Notið hitans í Göngunum
Vaðlaheiðargöng

Göngin hér í Vaðlaheiðinni er mikil samgöngubót og kemur einnig að góðum notum fyrir mótorhjólafólk á köldum dögum.
Hitastigið inn í göngunum er nefnilega á kafla í göngunum vel yfir 23 stig, og þykir okkur hjólamönnum alveg dásamlegt á köldum dögum að renna inn í göngin og ylja okkur í einu af mörgum útskotum sem eru í göngunum.
Myndir : Hjörtur Gíslasson

Við heiðrum Hilmar Lúthersson í dag

27.4.19

1 Maí Hringurinn 2019 á Akureyri


Hópkeyrslan
Mætum á Ráðhústorg milli kl 11-12

Ekið verður af stað kl 12
Endum á mótorhjólasafninu. C.a 12:30
Boðið verður upp a veitingar til styrktar Mótorhjólasafninu



Fjögur dekk hreyfa líkamann en tvö dekk hreyfa andann

Rósant og Ingvar Örn við hjólin sín.
Þeir eru báðir í Sniglunum og bera samtökunum
vel söguna. „Við þurfum að passa upp á
 hagsmuni mótorhjólafólks,“ segir Ingvar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

 Þeir Rósant Guðmundsson og Ingvar Örn Ingvarsson hafa verið á mótorhjóli lengi. Þeir eru í Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglunum, sem eru hagsmunasamtök einstaklinga og vinna fyrirfélagsmenn sína. Fram undan er 1. maí aksturinn sem þeir segja vera vissan hápunkt. 

Þetta er upphafið og viss hápunktur. Þetta er reyndar ekki mikill akstur en það er eitthvað ótrúlega sérstakt með svona mikilli samstöðu þegar 500 hjól eða fleiri mæta á einn og sama staðinn bara til
þess eins að mótorhjóla nokkra kílómetra. Svona verða samfélög til og svona komum við góðum
hlutum til leiðar, með samstöðu sem gefur slagkraft,“ segir Ingvar Örn Ingvarsson um 1. maí akstur
Sniglanna sem markar upphaf mótorhjólavertíðarinnar. Rósant Guðmundsson tekur í sama streng.
„Það er frábært að hefja sumarið með stæl og finna kraft og samstöðu bifhjólafólks eftir vetrarlangan dvala.“
 Þeir félagar hafa verið lengi með mótorhjóladelluna. Rósant byrjaði fyrir um áratug en hafði fram að
Rósant og Ingvar komnir í leðrið fyrir utan hús Sniglanna. Ingvar segir
 það hreinsa hugann að keyra mótorhjól enda þýði ekkert að hugsa
um annað en aksturinn.  FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK
því látið sig dreyma um það frá 15 ára aldri. Ingvar byrjaði árið 2007 en hafði þá verið með prófið í þó nokkurn tíma. „Ég bjó í Danmörku á þeim tíma og það hentaði frábærlega að eignast fyrsta  mótorhjólið þar og ég á það hjól ennþá og sé ekki fyrir mér að ég skilji við það nokkurn tímann. Það lá alltaf fyrir mér að fara á mótorhjól – ég var nýfarinn að stíga í lappirnar þegar ég byrjaði að sveifla þeim yfir tveggja hjóla fáka og ímyndaði mér að setja í gang.“
Hjólið hans Ingvars er BMW R100RS og augljóst að hann talar um það hjól af virðingu. „Þetta er sígilt hjól, þekkt í mótorhjólasögunni sem hjól nýrra viðmiða 1977 – hannað af Hans Muth sem átti mörg fræg hjól. Þetta er fyrsta fjöldaframleidda hjólið með kápu og var alla tíð eins konar „gentlemans racer“ þótt það sjáist nú ekki
á því í dag – það þótti merkilegt að það gat náð 200 km/klst. og hægt var að túra á því allan daginn
án þreytumerkja. Þetta er líka mótorhjól sem var svo vinsælt að þegar hætt var að framleiða þau 1984 var því mótmælt staðfastlega þangað til BMW hóf framleiðslu á þeim aftur 1987 enda féllu K-hjólin
ekki í kramið hjá þeim sem vildu hinn skothelda loftkælda boxermótor.“ Þar fyrir utan á hann tvö hjól með félaga sínum, Gísla Jenssyni. Ducati SuperSport 2004 og Yamaha Virago 535 sem þeir fengu að gjöf frá velunnara og eru að breyta og verður vonandi klárt í sumar.
Rósant á tvö hjól. Yamaha XS 650 frá árinu 1975 og Triumph Speed Triple árgerð 2003. „Bæði hjólin er frábær hvort með sinn karakterinn. Yammann nota ég upp á töffaraskapinn, hljóminn í mótornum og þegar maður vill fara í sparifötin. Einnig finnst konunni minni betra að sitja aftan á því. Triumphinn nota ég mest og aksturseiginleikarnir eru eins og hugur manns, kraftmikið og einfaldlega truflað hjól.“
Báðir tala um frelsið þegar þeir eru spurðir um hvað það sé sem dragi þá að malbikinu á mótorhjóli. „Sagt er að fjögur dekk hreyfi líkamann en tvö dekk hreyfi andann,“ segir Rósant og heldur áfram: „Það eru orð að sönnu. Tíminn stendur í stað á mótorhjóli, stundum finnur maður sig úti í buskanum og stundum, í honum, finnur maður sjálfan sig. Fullkomin núvitundaræfing.“ Ingvar bætir við að allir séu á sínum eigin forsendum þótt forsendurnar séu sameiginlegar. „Maður er einn með sjálfum sér á hjólinu en samt mjög oft með félögunum. Það er ilmurinn úr loftinu, loftmótstaðan og þyngdarkraftarnir sem ýta manni í ökuflæðið sem mér finnst skemmtilegast. Það er að finna hvernig einbeitingin og valdið yfir
Frá 1.maí akstrinun sem þeir félagar segja vera upphafspunkt fyrir komandi
 sumar. „Svona verða samfélög til og svona komum við góðum hlutum til leiðar,
“ segir Ingvar FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
hjólinu og umhverfinu sameinast á einum stað og stund. Yndislegt. Ég er reyndar hrifinn af mölinni líka – enda stendur það til bóta. Ég á mér draum um að túra um hálendið og jafnvel út fyrir landsteinana á ferðahjóli.“
Aðspurðir hvort þetta sé ekki lífsstíll að vera mótorhjólatöffari frekar en áhugamál segir Ingvar: „Þetta er lífsstíll fyrir mér en líka áhugamál. Lífsstíllinn felst í því að maður tekur á sig ákveðin óþægindi til þess að fá eitthvað gott á móti. Það hefur reyndar komið á óvart hvað það er hentugt að vera á mótorhjóli í umferðartepptri borg eins og Reykjavík. Maður er fljótari á milli staða og aldrei í vandræðum með stæði. Það sparar helling. Þetta er því góður lífsstíll og við sjáum líka fjölgun í Sniglum á meðal fólks sem vill leita annarra leiða til að komast um borgina en að ferðast með „búri“ eins og sumir kalla það.“ Rósant bætir því við að þetta sé lífsstíll sem yfirtaki flest
áhugamál.
Hjólamenning á Íslandi er fjölbreytt enda er hér hópur fólks á öllum aldri, af öllum  kynjum, úr öllum áttum, sem á það sameiginlegt að elska það að þeysast saman eða eitt síns liðs um á mótorhjóli.  „Margir hópar eru víðs vegar um landið þar sem fólk kemur saman og sameinast um þennan lífsstíl. Sniglarnir eru svo hagsmunasamtök allra bifhjólamanna, límið sem tengir alla saman, hópa og einstaklinga,“ segir Rósant.
Ingvar segir að málefnastarf Snigla hafi skilað miklum árangri og fjölgun meðlima var sú mesta af öllum samtökum FEMA, sem eru samtök áhugamanna um mótorhjól í Evrópu. „Sá hópur er yngra fólk, með óvenjulegri mótorhjól, konur og karlar, sem bætist við í flóru reyndari fólks. Það er mikil samstaða hjá hjólafólki og það er til marks um góða menningu. Það ekur enginn mótorhjólamaður fram hjá einhverjum í vandræðum,“ bendir hann á. Ingvar bendir á að rannsóknir í Bandaríkjunum hafi sýnt fram á að konur fái meira út úr hjólamennskunni en karlar og hann myndi vilja sjá miklu fleiri konur í Sniglunum. „Við bjóðum konur velkomnar á opin hús hjá okkur á miðvikudagskvöldum í Skeljanesi kl. 20.00 til að fræðast meira – eða tékka á okkur á Facebook eða vefnum sniglar.is,“ segir Ingvar.


Fréttablaðið
27.4.2019

Í frábærum félagsskap

Útsýnið er oft ótrúlega fallegt í
 hjólaferðum um landið.
  Rúmlega 70 manns skipa Chapter Iceland sem er félagsskapur Harley Davidson-mótorhjólaeigenda hér á landi. Félagslífið er afar fjölbreytt og skemmtilegt og við hæfi allra aldurshópa.

Chapter Iceland (CI) er íslenskur félagsskapur undir merkjum Harley Owners Group (H.O.G.) og nýtur stuðnings H.O.G. Europe. Félagar íslenska „Chaptersins“ eru rúmlega 70, bæði karlar og konur, á öllum aldri. „Reyndar væri gott að fá inn fleiri félaga í yngri kantinum. Það gerir yngra fólki kannski erfitt fyrir að Harley Davidson-hjól eru frekar dýr, en þau eru svo sannarlega þess virði,“ segir Bjarni Vestmann, formaður Chapter Iceland. „Félagsmenn taka nýjum félögum opnum örmum. Einu skilyrðin fyrir inngöngu eru að viðkomandi eigi Harley Davidson-mótorhjól og að hann eða hún sé félagi í alheimssamtökum HOG.“

Fjölbreytt dagskrá

CI fagnar tuttugu ára afmæli árið 2021 og verður því fagnað með ýmsum hætti að sögn Bjarna sem
segir félagsskapinn mjög virkan. „Við erum með aðstöðu í Nethyl 2D í Reykjavík. Þar hittist fólk 1. og 3. laugardag í mánuði seinni hluta vetrar og fram á vor. Þá hefst skipulagður hópakstur öll  fmmtudagskvöld en einnig förum við saman í lengri ferðir, til dæmis ætlum við að hjóla um Vestfirðina í lok júní. Ekki er nein skipulögð ferð til útlanda á þessu ári, en stefnt er að hópferð um Belgíu og jafnvel Norður-Frakkland í maí 2020. Sumir félaga okkar eru þó duglegri að ferðast, hvort sem er um Bandaríkin eða Evrópu, og deila þeir gjarnan myndum úr þeim ferðum til annarra félagsmanna.“

Árlegur góðgerðarakstur

Félagið skipuleggur einnig æfingaakstur til að halda félagsmönnum í góðu hjólaformi og boðið er upp á námskeið í fyrstu hjálp að sögn Bjarna. „Við heimsækjum líka viðburði annarra mótorhjólaklúbba auk þess sem haldnir eru sameiginlegir viðburðir þar sem við hjólum og grillum saman. Annar í hvítasunnu er mikilvægur dagur í dagskránni, en þá er mótorhjólamessa í  Digraneskirkju. Félagar ætla einnig að taka þátt í hópakstri sem Sniglarnir skipuleggja 1. maí en stærsti viðburðurinn á hverju ári er góðgerðarakstur á Menningarnótt. Þá býður Chapterinn akstur í miðborg Reykjavíkur frá Alþingishúsinu gegn greiðslu. Kostnað greiða félagarnir sjálfir en tekjur af
akstrinum renna óskiptar til Umhyggju – félags langveikra barna, og safnast yfirleitt um hálf milljón króna en í ár verður ekið í 19. skiptið. Fyrirtæki og stofnanir sem hafa áhuga á að styðja framtakið, til dæmis með framlagi til að kaupa hjálma fyrir farþega, geta haft samband við formanninn.“


Fréttablaðið 
 27. APRÍL 2019