7.4.18

Fréttir af Landsmóti Bifhjólamanna 2018

Landsmótspotturinn
Landsmótsnefnd Tíunnar

Hefur verið dugleg undanfarið að undirbúa landsmót og er þegar búin að ganga frá helstu atriðum sem þurfa að vera á hreinu, eins og skemmtanaleyfum, varðeldsleyfum, og alls konar skriffinsku og öðru sem tengist því flókna verkefni sem það er að halda landsmót.

2.4.18

Munið eftir greiðsluseðlinum

Í ár verður talsvert stórt ár hjá Tíunni þar sem Landsmót Bifhjólamanna er inn á dagskránni ásamt öðrum föstum liðum sem við ætlum að reyna að gera sem veglegasta í ár .

En til að hjálpa til þá er gott að félagsmenn greiði árgjaldið í Tíunna  en það er aðeins 3000kr eða 3150kr  með greiðsluseðli sem kom í heimabanka hjá skráðum félögum í febrúar.

En þar af rennur 1000 kr til Mótorhjólasafns Íslands, en í staðinn getur félagsmaðurinn fengið frítt inn á safnið, þó hann komi oft í heimsókn.

30.3.18

Nýr fáni mótorhjólasafnsins



Nýr fáni mótorhjólasafnsins ásamt sponsor...

Safnið verður opið um páskana kl 13-17 Skírdag - Föstudaginn Langa og Laugardaginn..

Lokað á Páskadag og Annan í páskum.

29.3.18

Mótorhjólaslys

Grein af vef Fullthingis

Til okkar leitar oft fólk sem hefur lent í vélhjólaslysum. Þá verðum við iðulega vör við þann misskilning að ökumenn mótorhjóla eigi ekki sama rétt og einstaklingar sem lenda í bílslysi.
Við bendum þessu fólki á að þeir sem slasast í vélhjólaslysi, hvort sem um ökumann eða farþega er að ræða, geti átt rétt á bótum, annað hvort úr slysatryggingu ökumanns- og eiganda eða ábyrgðartryggingu.

26.2.18

Ketilás


Ketilás í Fljótum


Landsmótsnefnd Tíunnar 

Er nú þegar búin að taka út landsmótstaðinn á Ketilási og eru aðstæður þar góðar fyrir landsmót.

Tjaldssvæði er við húsið , og líka á túninu fyrir neðan, en á túninu verða leikirnir haldnir,
svo nóg er plássið.

22.2.18

Skemmtilegt minningarbrot

Þetta skemmtilega myndband af norðlensku Bifhjólamönnum leyndist á youtube.com.
Og urðum við að deila því hér á síðuna.
Þarna má sjá  nokkra hjólara taka fyrsta rúntinn á árinu á sumardaginn fyrsta líklega frá Akureyri til Ólafsfjarðar.. en þarna má sjá hjólarana koma út úr Ólafsfjarðargöngunum á ísilögðum vegi. Eins má sjá Heidda ásamt öðrum Landsmótsgestum vera að útbúa Landsmótsúpu 1995 en þá var Landsmótið í Tunguseli í Skaftárhreppi...
Þarna í myndbandinu má sjá mörg kunnuleg Andlit  eins og