19.5.15

Ný stjórn Tíunnar 2015

Ný stjórn tíunar tók við eftir Aðalfundinn.


2015
Ragnhildur Hjartard.
Birgir Eiríksson
Rut M. Unnarsd.
Elísa R. Guðmundsd.
Óðinn S. Björnsson
Hrefna Björnsd.
Sigríður Sveinsd.

11.5.15

Vantar aðstoð á safni 13. og 14. maí 2015

Jæja gott fólk


Nú vantar okkur aðstoð á Mótorhjólasafni Íslands á miðvikudag og fimmtudag, reiknum með að byrja seinnipart á miðvikudag og vinna fram á kvöld og mæta síðan eldhress á fimmtudag kl 10-16.

Það þarf að gera safnið klárt fyrir opnunarhátíð á laugardag, þrífa hjól og gólf ofl..

Skorum á alla að mæta og grípa með sér tuskur og fötur.


KOMA SVO!!!

1.5.15

1 mai 2015

Hér er myndband frá fyrsta maí hópkeyrslunni sem fór fram í Reykjavík í blíðaskapaveðri. 


1. maí hópkeyrslu á Akureyri aflýst

Jæja gott fólk. Það er búið að fara og taka út leiðina, skoða veðurspá, horfa á snjókornin svífa til jarðar og fylgjast með hitastiginu falla um 3° á 10 mínútum. Götur eru mjög blautar og því hætta á ísingu þannig að því miður verðum við að aflýsa hópakstri í ár.


Stjórn

1 mai 2015

Hópkeyrsla Bifhjólamanna 2015 tekið upp af sjónvarpstöðinni Hringbraut
Viðtöl við Njál Gunnlaugsson og Hilmar Lúthersson , og fleiri 

9.4.15

Á döfinni



Hér að neðan er að finna upplýsingar um fundi og viðburði Tíunnar vor og sumar 2015.
ATH! þessar upplýsingar eru settar fram með fyrirvara um breytingar, fylgist því vel með



1. maí kl. 13: Hópakstur um Akureyri. Mæting á Ráðhústorgi kl. 12.30

6. maí kl. 20: Almennur félagsfundur

16. maí kl. 9-13: Skoðunardagur Tíunnar og Frumherja á Akureyri

16. maí kl. 17.30: Aðalfundur Tíunnar á Mótorhjólasafni Íslands
ATH! aðeins þeir sem hafa greitt félagsgjöld Tíunnar 2015 geta greitt atkvæði og tekið þátt í fundinum sem og starfi Tíunnar. Að venju verður hægt að greiða félagsgjöldin á staðnum, tökum ekki kort - cash only

16. - 19. júlí: Hjóladagar 2015



Eftir aðalfund tekur við sumardagskrá Tíunnar og þá verða almennir félagsfundir haldnir vikulega, á miðvikudagskvöldum kl. 19.30 á Mótorhjólasafni Íslands nema annað verði auglýst sérstaklega. Fyrsti almenni félagsfundur sumarsins verður því haldinn 20. maí að öllu óbreyttu.



Stjórn Tíunnar vill svo benda félagsmönnum/konum sínum á að fylgjast einnig með á facebooksíðu klúbbsins https://www.facebook.com/tianbifhjolaklubbur