19.4.14

Skoðaðu Mótorhjólasafnið


Mótorhjólasafn Íslands verður opið alla páskana frá klukkan 14 til 16. Þar er að finna skemmtilegt safn bifhjóla sem ungum og öldnum finnst spennandi að skoða. Safnið er til húsa á Krókeyri 2 á Akureyri, rétt innan við Skautahöllina. Mótorhjólasafn Íslands verður opið alla páskana frá klukkan 14 til 16.

Þar er að finna skemmtilegt safn bifhjóla sem ungum og öldnum finnst spennandi að skoða.
Safnið er til húsa á Krókeyri 2 á Akureyri, rétt innan við Skautahöllina. Mótorhjólasafnið var stofnað 20. des árið 2007 til minningar um Heiðar Þ. Jóhannsson sem lést í bifhjólaslysi árið 2006. Í dag á safnið nálægt 50 mótorhjól og mikið magn af hjólatengdum munum og ljósmyndum sem spanna alla sögu mótorhjólsins á Íslandi. Safnið er því kjörið fyrir allt áhugafólk um bifhjól og sögu þeirra hér á landi.
mbl.is

11.4.14

Fékk sér mótorhjól þegar hann varð afi

Baldur Pálsson er fimmtugur í dag
Þ
að verður kannski eitthvað tekið létt á því með barnabörnunum. Ég fæ að sækja þau í leikskólann í tilefni dagsins og ætla að gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Ætli við fjölskyldan reynum
ekki svo að borða saman góðan mat um helgina,“ segir Baldur Pálsson bifreiðasmiður sem er fimmtugur í dag. Baldur býr í Grindavík og er giftur Katrínu G. Hilmarsdóttur, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn auk þess sem það fjórða er á leiðinni.
   Baldur segist ekki ætla að slá upp veislu núna en stefnir á hátíðahöld í haust. „Þetta þarf svolítinn aðdraganda þar sem stórfjölskyldan er út um allan heim. Ég reyni að stíla inn á að hafa alla á landinu og því verður veislan ekki fyrr en í haust. Þetta  verður bara gleði út allt árið,“ segir Baldur léttur í lund en stórfjölskyldan kemur alltaf saman á  afmælistímum hjá hverjum og einum. „Það er sama hversu stórt afmælið er; það er alltaf komið saman og borðaður góður matur. Við notum þetta tækifæri til að hittast og mér finnst það góð regla.“
   Baldur er fæddur og uppalinn í Reykjavík, bjó um tíma í Vestmannaeyjum, þaðan sem  eiginkona hans er, flutti síðan til Hafnarfjarðar og þaðan til Grindavíkur. „Mér finnst gott að búa í Grindavík, þetta litla samfélag á betur við mig en það stóra.“
   Baldri finnst ljómandi gott að eldast enda getur hann með auknum aldri sinnt áhugamálinu sínu meira sem eru mótorhjól. „Ég fékk mér mótorhjól þegar ég varð afi fyrir fimm árum og reyni að hjóla
þegar ég get,“ segir Baldur, sem fer jafnvel á rúntinn í dag.

MORGUNBLAÐIÐ
 11. APRÍL 2014
ingveldur@mbl.is