19.4.14

Skoðaðu Mótorhjólasafnið


Mótorhjólasafn Íslands verður opið alla páskana frá klukkan 14 til 16. Þar er að finna skemmtilegt safn bifhjóla sem ungum og öldnum finnst spennandi að skoða. Safnið er til húsa á Krókeyri 2 á Akureyri, rétt innan við Skautahöllina. Mótorhjólasafn Íslands verður opið alla páskana frá klukkan 14 til 16.

Þar er að finna skemmtilegt safn bifhjóla sem ungum og öldnum finnst spennandi að skoða.
Safnið er til húsa á Krókeyri 2 á Akureyri, rétt innan við Skautahöllina. Mótorhjólasafnið var stofnað 20. des árið 2007 til minningar um Heiðar Þ. Jóhannsson sem lést í bifhjólaslysi árið 2006. Í dag á safnið nálægt 50 mótorhjól og mikið magn af hjólatengdum munum og ljósmyndum sem spanna alla sögu mótorhjólsins á Íslandi. Safnið er því kjörið fyrir allt áhugafólk um bifhjól og sögu þeirra hér á landi.
mbl.is