10.5.03

Gerði upp keppnishjól úr gömlu fornhjóli

   





Eitt sérstakasta keppnishjól landsins er i eigu Ólafs Magnússonar og er fariö að nálgast þrítugsaldurinn. Hjólið heitir Norton Commando MKHI, er 1975 árgerð og var flutt hingað inn í sinni upprunalegu mynd árið 1990. Ólafur vildi breyta til svo að hann fór út í að breyta því í keppnishjól eins og hjólið var notað á sínum tíma á keppnisbrautum í Englandi. Uppgerðin tók hann ekki nema hálft ár og lauk henni í mars síðastliðnum.

 Seldi frá sér hjólið 

  Að sögn Ólafs er þetta fyrsta og •'* eina Commando-hjólið með rafstarti sem átti að virka. „Hjólið flutti ég inn frá Bandaríkjunum og gerði upp sem nýtt og átti það í nokkur ár. Ég seldi síðan vinnufélaga það en langaði alltaf í það aftur, keypti það síðan í ágúst 2002 og byrjaði strax að breyta því í þá mynd sem það er í núna, sem er gamall draumur um Norvil Norton-útlit. Hjólið var alveg rifið niður og listinn því langur: Til að byrja með var settur íljótandi diskur að framan til að auka bremsukrafta hjólsins. Afturdiskur var boraður út og settar í hjólið bremsuleiðslur frá Goodrich. Einnig var dæla að framan uppfærð og settur í hana stærri stimpill. Til að fá keppnisútlitið var sett á hjólið svokallað „Rearset“-petalakerfi, nýtt frambretti, ný sætiskúpa, handsmíðaður tankur og hlíðarhlífar úr áli. Olíuþrýstimælir og mælahús var krómað og sett á hjólið Tommaselly AcebarBensíntankurinn er póleraður þangað til hann glampar eins og spegill. Sætið er aðeins fyrir einn og á stóra auða fletinum er gert ráð fyrir keppnisnúmeri. stýri. Til að gera fjöðrunina stífa er Racing HD-olía á framdempurum. 

Stærri mótor 

  Ólafur hefur gert fleira við hjólið og var til dæmis mótorinn upphaflega 828 rúmsentímetrar en er boraður í 928 rúmsentímetra með nýjum stimplum frá RGM. Hedd var og portað og inntak opnað í 34 mm ásamt milliheddi. Einnig fóru nýir og stærri MK2 Amal 34 mm blöndungar með reis-stútum í hjólið og var þjöppun hækkuð í 9,8:1. Þótt mótor væri aðeins ekinn 5000 mílur voru settar nýjar legur í allan mótorinn. Um sprautun sá Magnús Jónsson, Keflavík, og plóeringu Torfi Hjálmarsson gullsmiður en um mestallt annað sá Ólafur sjálfur. Ólafur segir mikið tog í hjólinu eftir breytinguna. „Gírunin er út úr kortinu og ekkert mál að taka afstað í öðrum á hjólinu sem er sérstaklega skemmtilegt í akstri," sagði Ólafur að lokum.

Dagblaðið vísir 10.05.2003 -NG

7.5.03

Fær blóðið til að renna

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í
handbolta, finnur sér tíma fyrir torfæruhjólið

Það vita ekki margir að eitt helsta áhugamál Guðmundar Þ. Guðmundssonar, þjálfara landsliðsins í handbolta, er að aka Suzuki DRZ 400 torfærumótorhjóli upp um fjöll og firnindi.

„ÞEGAR ég bjó úti í Þýskalandi fyrir einu og hálfu ári fór ég í fyrsta skipti á mótorhjól, það var torfærumótorhjól Suzuki, DRZ 400 sem er „enduro“ hjól. Þetta hjól er meira notað alhliða, þá meðal annars til ferðalaga. Þá var ég að láta 25 ára gamlan draum rætast,“ segir Guðmundur þegar hann er spurður um aðdraganda þess að hann byrjaði að stunda akstur á torfærumótorhjóli.
   Hann keypti sér svo svona hjól í Þýskalandi þar sem hann starfaði og kom með það heim til Íslands. Guðmundur notar hjólið einkum til lengri og skemmri ferðalaga. „Ég fer á fjöll með kunningjum mínum. Við höfum meðal annars farið upp á Arnarvatnsheiði. Guðmundur segir þá aka með hjólin út fyrir bæinn og keyra þaðan á ákveðna áfangastaði. „Við ökum eftir erfiðum jeppaslóðum og leggjum mikla áherslu á að aka ekki utan slóða.“ Hann segir það mjög krefjandi að aka torfæruhjóli við erfiðar aðstæður og það reyni jafnframt á hugann, því einbeitingin verði að vera góð svo menn detti ekki á hjólunum. „Í þessum ferðum þarf maður því að vera vel útbúinn. Fyrst ber að nefna hjálm og gleraugu. Við verðum að vera sérstaklega vel varðir um liðamót eins og um olnboga og hné vegna þess að í miklum torfærum kemur fyrir að maður dettur. Flestir eru því klæddir í eins konar brynju sem er úr sérstöku plastefni. 
   Það sem mér finnst skemmtilegast við þessa hjólreiðamennsku er að hún krefst ákveðinnar hæfni og líkamsstyrks. Þetta eru auk þess mjög kraftmiklar græjur sem fá blóðið til að renna. Maður kemst til dæmis erfiða slóða hraðar en á jeppa og það er ákveðið frelsi sem felst í því að vera á svona hjóli.
    En ég er tiltölulega nýbyrjaður og á ýmislegt eftir ólært. Hluti af ánægjunni af þessum akstri er að njóta náttúrunnar og þá stöðvum við hjólin og virðum fyrir okkur fagurt landslagið.“ En hvað gera þeir ef hjólin bila eða dekk springur upp á háheiði, er þá einhver í hópnum til að gera við?
  „Slíkur vandi hefur ekki komið upp ennþá svo það hefur ekki reynt á þetta. En ef ég tala bara fyrir mig þá kann ég ekki að gera við hjólið né skipta um dekk. Það stendur til hjá mér að læra að geta bjargað mér, þá sérstaklega ef springur á dekkinu.“ Aðspurður segir hann að þetta geti verið hættuleg íþrótt ef menn fari of greitt og gæti ekki að sér. En hefur hann áhuga á að keppa á torfæruhjóli? 
  „Nei, ég er í þessu bara til að keppa við sjálfan mig. Auk þess sem mér finnst gaman að reyna á þessa líkamlegu og andlegu þætti.“ En hann segir marga iðka þetta sport og þá ekki síst menn á miðjum aldri. „Það er meira um það en marga grunar.“
Morgunblaðið 
7.5.2003