2.3.03

Triumph framleiðir stærsta mótorhjól í heim


Þessi fyrsta mynd af sleggjunni frá Triumph birtist nýlega í MCNmótorhjólablaðinu í Bretlandi. 

Hún staðfestir að sagnir af þvi að Triumph sé að hanna stærsta mótorhjól í heimi séu líklega sannar. Búist er við að hjólið verði kynnt á næsta ári og verði kallað „Twenty Two" sem vísar til stærðar vélarinnar, en einnig tilvísun til fortíðar því að á fimmta og sjötta áratugnum framleiddi Triumph vinsælt 350 rúmsentímetra hjól sem hét „Twenty One."

Mótorinn langsum 


Hjólið á myndinni er í fyrstu raunútgáfu sinni en ekki er búist við að það breytist mikið áður en það fer í framleiðslu. Heimildarmaður MCN segir að vélin hafi stækkað nokkuð frá upphaflegum áætlunum. „Upphaflega átti hún að vera „aðeins" tveggja lítra en þar sem Triumph vildi smiða stórt mótorhjól fannst mönnum að þeir gætu alveg eins haft það aðeins stærra svo þeir ákváðu að hafa það 2,2 lítra." Vélin er þriggja strokka línumótor og verður hún langsum í grindinni, líkt og sást í Indian- og Nimbus-hjólum millistriðsáranna. Eina nútímahjólið með mótorinn langsum í grindinni eru K-hjólin frá BMW en þar er hann á „hliðinni" langsum í grindinni. Þetta byggingarlag hefur BMW notað lengi með góðum árangri, bæði með þriggja og fjögurra strokka vélum. Kosturinn við að hafa hann langsum er sá að hægt er að koma við helmingi stærri vél í sama plássi og ef um V2- vél væri að ræða. Auk þess fæst meiri veghæð þannig en ef línumótorinn er þversum eins og oftast í hjólum nútímans.

Það stærsta fjöldaframleidda 


„Twenty Two" verður einfaldlega stærsta fjöldaframleidda mótorhjól í heiminum og mun skila hvorki meira né minna en 203 Newtonmetrum af togi. Það er álíka mikið og í tveimur Honda FireBlade-hjólum. Triumph neitar enn tilvist hjólsins en heimildarmenn innan verksmiðjunnar segja að það fari í sölu vorið 2003 og muni kosta vel á aðra milljón í Bretlandi.
 -NG  

2.3.2003

15.2.03

Mengunarreglugerðir ,,, Kostur eða kyrking

 Mótorhjól og vélsleðar hafa hingað til sloppið við ákvæði um mengun í flestum ríkjum heimsins. Reyndar hafa þau orðið að sætta sig við mun strangari hávaðareglur á síðustu árum en önnur farartæki en þar sem þau menga minna en stærri farartæki hafa Evrópusambandið og Bandaríkin horft fram hjá mengun í útblæstri þeirra hingað til. Þetta er breytist þó allt á næstu árum ef reglugerðir beggja vegna Atlantsála ná fram að ganga.

Reglugerð í smíðum hjá ESB


 Samkvæmt reglugerð sem nú er í smíðum hjá Evrópusambandinu eiga mótorhjól að falla undir sömu mengunarstaðla og bílar fyrir árið 2006. Áætlanir ESB miðast við að ná þessu markmiði í tveimur þrepum. í fyrra þrepinu á að minnka kolmónoxið og vetnissameindir í fjórgengisvélum framleiddum eftir 1. apríl 2003 um 60%. í seinna þrepinu, sem kemur til aðgerða 1. janúar 2006, þarf hlutfall þeirra að lækka um 50% í viðbót. Tvígengisvélar þurfa að minnka kolmónoxíðútblástur um 30% og kolvetni um 70% en þar sem hlutfall nituroxíðs í útblæstri þeirra er lágt verða engar breytingar á magni þeirra í útblæstri fyrir 2003 til þess að gefa framleiðendum aðlögunartíma til að lækka hlutfall þeirra fyrir 2006.

Nýtt prófunarferli 


Þessar mengunarreglur falla vel að framleiðsluumhverfinu í dag og flest hjól standast 2003 reglugerðina. Sem dæmi stenst Suzuki V-Strom 1000 hjólið hana og er ansi nálægt að standast 2006 reglugerðina lika en það hjól er búið hvarfakút, súrefnisskynjara og beinni innspýtingu. Samhliða þessum mengunarreglugerðum verður búið til nýtt prófunarferli fyrir mótorhjól. Miðast þær prófanir við eðlilega notkun fyrstu 30.000 kílómetrana. Einstök ríki geta þó sett sín viðmiðunarmörk sjálf og ráðið því hvort þau sekta eldri farartæki sem ekki uppfylla staðla.

Annar staðall í BNA 


Nýr mengurnarstaðall EPA (Environmental Protection Agency) fyrir mótorhjól og vélsleða í Bandaríkjun um byggist á því að þessi tæki eigi stóra sök á mengun andrúmsloftsins. Þessi staðreynd virðist úr lausu lofti gripin hjá EPA því að í samanburði við einkabílinn menga til dæmis mótorhjól töluvert minna. Reyndar getur þessi staðhæfing átt við í Austurlöndum fjær þar sem stór hluti farartækja er mótorhjól og mörg þeirra tvigengis og því skýtur það skökku við að mengunarstaðallinn skuli fyrst vera settur þar sem mikill meirihluti mótorhjóla er fjórgengis. Það að staðallinn er kominn til að vera í Bandaríkjunum má þakka náttúruverndarsamtökunum þar í landi en þau hafa lengi séð ofsjónum yfir umferð torfæruhjóla og vélsleða i náttúrunni. Búast má við að þessi staðall hafi lamandi áhrif á framleiðslu vélsleða á næstu árum og menn verði að bregðast við með fjórgengisvélsleðum eins og Yamaha var reyndar að gera með nýja RX-1 sleðanum.

Strangari reglugerð


 Þessi staðall kemur fyrst til aðgerða í Kaliforníu árið 2004 og verður landsstaðall árið 2006. Hætt er við að tvígengis-torfæruhjól og fjórhjól deyi út eins og risaeðlurnar þegar staðlinum verður fylgt eftir en reyndar nær hann ekki yfir keppnishjól og keppnissleða sem einungis eru ætluð fyrir keppni. Núverandi reglugerð leyfir 5 grömm af kolvetnis- og níturoxiðsameindum og 12 grömm af kolmónoxíði í hverjum eknum kílómetra. 2004-reglugerðin lækkar þessar tölur niður í 1,4 grömm fyrir kolvetnis- og níturoxíðsameindir en hlutfall kolmónoxíðs verður áfram óbreytt. Mörg þeirra fjórgengis-mótorhjóla sem framleidd eru í dag standast þessa mengunarstaðla en hætt er við að R-hjólin svokölluðu eigi erfiðara með að ná þeim. Líklega verða framleiðendur að eyða meiri peningum í þróun sem aftur leiðir til dýrari hjóla og sleða.

Rúm fyrir breytingar 


Mörg þeirra mótorhjóla sem seld eru í dag eru með beinum innspýtingum. Þrátt fyrir að þau séu ljósárum á undan blöndungshjólum í minni mengunarmagni er samt hægt að gera betur í því efnum. í mótorhjólum er tjúnun þeirra kóðuð í tölvuheila sem stjórnar kveikjumii og miðast hún við meðalaðstæður sem breytast ekki þrátt fyrir breytingar á ytri aðstæðum, eins og loftþrýstingi, lofthita og þess háttar. Bílar hafa fullkomnara rafkerfi sem leyfir það að hægt er að koma fyrir skynjurum hvar sem er sem senda aftur upplýsingar til tölvuheilans sem aftur breytir kveikjunni eftir aðstæðum. Strangari reglugerð í Bandaríkjunum er líkleg til að neyða framleiðendur til að setja fióknari rafkerfi í mótorhjólin sem einnig leiðir til hækkandi verðs á þeim. Þetta mun líklega einnig leiða til þess að ekki verður hægt að gera breytingar á mótorhjólum nema á fullkomnu verkstæði. Hlutir eins og flækjur og aðrir tjúnhlutir munu því rykfalla í hillum mótorhjólaverslana áður en langt um líður og tekið verður fyrir það að eigendur mótorhjóla breyti þeim sjálfir.

Lítil mengun í hjólum 


Að sögn Þorsteins Marels hjá Vélhjólum & sleðum er talvert um hysteríu meðal umhverfissamtaka sem fara offari þegar rætt er um mengun ökutækja. „Oft er verið að einblína á það sem mönnum er næst í umhverfinu án tillits til hvað mengar og hvað ekki. Má nefna þegar aðalpúströr heimsins, sem eru eldfjöll, fara í gang. Eitt meðaleldgos mengar á örfáum andartökum ársskammt allrar umferðar heimsins. Hvað mótorhjól varðar þá mengar einn strætó meira en öll hjól landsins yfir árið. Mér er það líka til efs að vélsleðar hafi í við hverasvæðin í Yellowstone Park. Frægt er þegar umhverfisverndarsinnar þar reiknuðu út mengun af sleðum í garðinum. Þeir tóku öll efni í áætlaðri bensín- og tvígengisolíusölu til sleðamanna á svæðinu og sögðu það fara beint í jarðveginn." 

Tækni kostar peninga 


Framleiðendur tvígengisvéla eru á fullu að hanna innspýtingar og lofa t.d. OMC og Orbital-útfærslurnar góðu. Gallarnir koma hins vegar í kostnaði og þyngd. „Öll þessi tækni kostar peninga og þarf mun þyngri og öflugri rafkerfi sem vinna með fjórgengisvélum í samanburði. Báðir kostir eru slæmir fyrir léttustu tækin." Krossarar og keppnissleðar finna mest fyrir hverju grammi sem við bætist. „Varðandi breytingar eða „tjúningar" á hjólum og sleðum framtíðarinnar held ég að litið breytist annað en græjurnar sem notaðar verða til verksins. Nú kaupa menn einfaldlega nýjan stýrikubb í tölvu tækisins með flækjunum, rétt eins og menn breyta tölvum þessa dagana. Hluti þess að eiga flott hjól eða nýjasta sleðann er einfaldlega yfirlýsing eigandans til umhverfis sín. ,;Ég er ekkert eins og meirihlutinn" eða „Ég fer mína leið." Þetta verður áfram til þess að tækjum verður breytt og gæðingum hleypt," segir Þorsteinn.
-NG
DV
5.2.2003