20.4.02

Hótelhaldarinn keypti stærsta mótorhjól í heim

Stærsta fjöldaframleidda mótorhjól heimi er komið til landsins. 

Hjólið er af gerðinni Honda VTX og er hvorki meira né minna en 1800 rúmsentímetrar. Már Sigurðsson, eigandi Hótel Geysis, keypti gripinn og segir hann að það að hjóla styrki sig allan: „Ég átti Harley Fatboy áður og hjólaði mikið fyrir austan og líka í bæinn, ég hjólaði eitthvað um 20.000 kílómetra á síðasta ári," segir Már. Ég held að þetta hjól sé ekki síðra en Harley, jafhvel betra. Ég fór á Hondusýninguna hérna með kunningjum mínum og þeir sögðu mér að þarna væri hjól sem væri gott fyrir mig svo að ég pantaði eitt strax." Vélin í hjólinu er 106 hestöfl og hefur hvorki meira né minna en 163 Newtonmetra af togisem er meira en í mörgum fjölskyldubílnum. V-ið er 52' og er hver stimpill 10 sm í þvermál. Til að minnka titring er sveifarásinn settur örlitið hliðar við vélina og er þar að auki með tvö kasthjól. Einnig er lögð sérstök áhersla á gúmmífóðraðar vélarfestingar. Annað dæmi um stærðarhlutfóllin í hjólinu er útblástursventillinn sem er 45 mm i þvermál. -NG
DV
20.4.2002

26.3.02

Ást við fyrstu sýn


Segir Þórður R. Magnússon, sem á eitt dýrasta og flottasta Harley Davidson mótorhjól landsins.


Þórður R. Magnússon, oftast þekktur sem Tóti í Flísabúðinni, á eitt dýrasta mótorhjól landsins. Tóti átti áður ansi flott BMW 1200C mótorhjól en það er eins hjól og notast var við í James Bondmyndinni „Tomorrow never dies." Þórður söðlaði hins vegar um í vor og fékk sér nokkuð sérstakt Harley Davidson mótorhjól sem kallast V-Rod og er eina eintakið á landinu. Að sögn Tóta er V-Rod ein stakt í sögu Harley Davidson  það er fyrsta vatnskælda Harley Davidson-hjólið og á sér eiginlega enga hliðstæðu þar sem það sameinar svo marga kosti. „Þetta var einfaldlega ást við fyrstu sýn," segir Tóti. „Það er allt við þetta hjól; hönnunin, nostalgían og nafnið Harley Davidson. Nafnið er náttúrulega stór hluti af Harley Davidson en þarna er búið að búa til ákveðna ímynd."
Á næsta ári verða verksmiðjurnar 100 ára og er Tóti að hugsa um að fara til Barcelona en það er hluti af afmælisferð Harley Davidson-eigenda og verður mikið um dýrðir þar sem annars staðar.

Fékk sérsmíðaðan hjálm í stíl

Hingað kom í sumar hópur úr eigendaklúbbi Harley Davidson, HOG (Harley Owners Group), á hjólum sínum í ferð sem var nefhd „Viking Invasion" og hjólaði Tóti hringinn með hópnum. Tóti sagði okkur eina góða sögu um samhug allra Harley-eigenda. Hann hafði gefið sig á tal við Ameríkana sem hann hitti á hjóladegi Snigla. Sagði hann honum að hann ræki Harley-verslun í Bandaríkjunum. Tóti hafði verið að reyna að ná í , hjálm í stíl við hjólið sem var aðeins til í örfáum eintökum og sagðist Kaninn ætla að redda því. Kvöddust þeir svo með þessu og lét Tóti hann hafa VISA númer sitt. Nokkrum vikum seinna hafði náunginn grafið upp hjálminn og kom hann til Tóta í pósti. Tóti segir hjólið komið til að vera. „Ég ætla mér að eiga þetta hjól," sagði hann að lokum. -NG
DV
19.09.2002