20.4.02

Hótelhaldarinn keypti stærsta mótorhjól í heim

Stærsta fjöldaframleidda mótorhjól heimi er komið til landsins. 

Hjólið er af gerðinni Honda VTX og er hvorki meira né minna en 1800 rúmsentímetrar. Már Sigurðsson, eigandi Hótel Geysis, keypti gripinn og segir hann að það að hjóla styrki sig allan: „Ég átti Harley Fatboy áður og hjólaði mikið fyrir austan og líka í bæinn, ég hjólaði eitthvað um 20.000 kílómetra á síðasta ári," segir Már. Ég held að þetta hjól sé ekki síðra en Harley, jafhvel betra. Ég fór á Hondusýninguna hérna með kunningjum mínum og þeir sögðu mér að þarna væri hjól sem væri gott fyrir mig svo að ég pantaði eitt strax." Vélin í hjólinu er 106 hestöfl og hefur hvorki meira né minna en 163 Newtonmetra af togisem er meira en í mörgum fjölskyldubílnum. V-ið er 52' og er hver stimpill 10 sm í þvermál. Til að minnka titring er sveifarásinn settur örlitið hliðar við vélina og er þar að auki með tvö kasthjól. Einnig er lögð sérstök áhersla á gúmmífóðraðar vélarfestingar. Annað dæmi um stærðarhlutfóllin í hjólinu er útblástursventillinn sem er 45 mm i þvermál. -NG
DV
20.4.2002