18.6.01

Viggo Öruggur


Sigurvegari í 2. umferð í enduró

Fyrsta konan sem keppir í enduro á íslandi,
Anette Brindwell, en hún kom hingað frá Svíþjóð.
Keppnin í B-flokki var einnig spennandi
þótt þar væru helmingi færri keppendur

Önnur umferð íslandsmeistaramótsins í enduro, maraþonakstri á torfærumótorhjólum, fór fram við Kolviðarhól á laugardaginn. Alls var 81 keppandi skráður til leiks og hófu 80 keppni, 27 í B-flokki og 53 í A-flokki. Meðal keppenda í A-flokki var ein kona frá Svíþjóð, Anette Brindwell, sem keppir í sænska meistaramótinu. Þetta var í fyrsta sinn sem kona tekur þátt í þessari erfiðu keppnisgrein og gekk henni ágætlega, keyrði af öryggi og lenti í 36. sæti á KTM 200 lánshjóli. 

Einn 12 ára keppandi 


Byrjað var á keppni í B-flokki en hann er fyrir þá sem eru styttra komnir í sportinu og vilja vinna sig upp í A-flokk. Keyrt er i eina klukkustund sem er helmingi styttri tími en í A-flokki. Meðal keppenda þar var yngsti keppandinn, aðeins 12 ára gamall, Arnór Hauksson, á Yamaha 80, en hann varð í 17. sæti. Hann er sonur Hauks Þorsteinssonar sem keppti í A-flokki og varð þar í þriðja sæti. Greinilega upprennandi keppnismaður á ferð og á næstu tveimur árum munu fleiri strákar bætast í yngsta hópinn. Sá sem vann B-flokk nokkuð örugglega var Gunnlaugur R. Björnsson á Yamaha WR 426, með 4 ekna hringi á tímanum 46,49. Annar var Elmar Eggertsson á Kawasaki KX 250 og þriðji Björgvin Guðleifsson á KTM 200. Nítján fyrstu í B-flokki óku fjóra hringi í brautinni sem var um sex kílómetra löng.

Hringaði alla nema Einar

Það voru Einar Sigurðsson, Viggó Viggóson, Haukur Þorsteinsson og Ragnar Ingi Stefánsson sem voru fremstir í rásröð og var það Haukur sem tókst að verða fyrstur í gegnum fyrsta hlið. Fram undan var skurður sem lá í hlykkjum og var fullmikil þrenging fyrir keppendur og þurftu öftustu menn að bíða í allt að 3-4 mín eftir að komast í gegnum hann. Eftir fyrsta hring var Viggó Viggósson á KTM 380 kominn með forystuna og jók hana jafnt og þétt alla keppnina allt til loka og sigraði með 11 ekna hringi á tímanum 119, 54 mín., en fékk 5 mínútur í refsingu fyrir að sleppa hliði. Var Viggó þá búinn að hringa alla keppendur nema Einar Sigurðsson sem varð annar. Þriðji varð svo Haukur Þorsteinsson á Yamaha YZ 426 en hraðasta hring átti Viggó Viggóson sem var 10 min. og 21 sek., sett í fyrsta hring, og var meðalhraði Viggós því um 36 km í hraðasta hring. Sýndi Viggó jafna og hraða keyrslu allan tímann meðan talsvert var farið að draga af öðrum og sigraði því örugglega þrátt fyrir refsinguna. 


Bæði keppendur og áhorfendur voru mjög ánægðir með keppnina og brautina, sem bauð upp á breiðan akstur. Vélhjólaíþróttaklúbburinn sáði grasfræi og bar á brautina fyrir keppni þannig að það sem mótorhjólin plægðu upp grær fljótt á eftir. Næsta keppni í enduro fer svo fram á töðugjöldum á Hellu, um leið og hin landsfræga torfærukeppni þeirra. 
-NG 
Dv 18.6.2001 

10.5.01

Fyrsta endurokeppni sumarsins í Þorlákshöfn





Einar sigrar eftir erfiða keppni 

Fyrsta maraþonakstur sumarsins á torfærumótorhjólum, eða enduro eins og það kallast i daglegu tali,
var haldinn á söndunum við Þorlákshöfn síðastliðinn laugardag. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin
er haldin þarna og stækkar hún með hverju árinu. Að þessu sinni voru 98 keppendur skráðir til leiks í
báðum styrkleikaflokkum sem er nýtt met í þátttöku í akstursíþróttakeppni á íslandi. Rigning og suddi
voru alla keppnina sem gerði sandinn þyngri og brautina erfiðari en oft áður.

Fór þrjár veltur

í A-flokki voru það 63 keppendur sem hófu keppni og er óhætt að segja að sandurinn við höfn Þorláks hafi nötrað og skolfið þegar þeir fóru af stað. í þessari keppni er ræst þannig að keppendur taka sér stöðu 10 metra frá hjóli sínu og þegar flaggað er hlaupa þeir allir til, stökkva á hjólið, setja í gang og þeysa af stað. Það má segja að keppni í þessum flokki hafi verið spennandi allan tímann og réðust úrslit ekki síst af fyrirhyggju og góðum undirbúningi auk snilldaraksturs efstu manna. Einar Sigurðsson og Ragnar Ingi Stefánsson skiptust á að hafa forystu mestalla keppnina eftir að Viggó Örn Viggósson hafði dottið. Byltan hans Viggós  var allsvakaleg, að sögn sjónarvotta. Hann datt á um 80 km hraða og fór hjólið þrjár veltur en hann sjálfur endaði hátt í 30 metra frá hjólinu. Sem betur fer fyrir hann og hjólið var þetta í mjúkum sandi og gat hann því haldið áfram keppni.

Skiptust á forystu

Einar og Ragnar keyra mjög mismunandi hjól, Einar notar stórt og óflugt KTM-fjórgengishjól sem  hann gat keyrt mjög hratt á köflum. Ragnar er á helmingi minna Kawasaki tvígengishjóli sem er viðráðanlegra í torfærum sandinum en ekki eins hraðskreitt. Þannig skiptust þeir á forystunni mestalla keppnina, Einar þurfti bara að stoppa einu sinni í pyttinum til að taka bensín og réð það miklu um úrslitin.
Undir lokin missti Ragnar svo Viggó fram úr sér þegar hann hafði þurft að taka niður gleraugun og keyra með augun full af sandi. Þegar upp var staðið munaði ekki nema 50 sekúndum á
þessum þremur efstu sem voru í algjörum sérflokki, sex mínútum á undan næsta manni. Alls kláruðu 56 keppendur í A-flokki þessa erfiðu keppni og töluðu menn um að brautin hefði verið erfið en jafnframt mjög skemmtileg. Efstu menn kláruðu alls ellefu hringi sem er mikil keyrsla, brautin var rúmir átta kílómetrar svo að þeir hafa þurft að keyra tæpa hundrað kílómetra í mjög erfiðu og þungu færi. Einar, sem er íslandsmeistari frá því í fyrra, er því efstur til Íslandsmeistara eftir keppnina, Viggó annar og Ragnar þriðji.

 Tilþrifaverðlaun DV Sport fékk Viggó Örn svo fyrir stóru veltuna.
Næsta keppni fer fram í nágrenni Reykjavíkur 16. júní næstkomandi, nánar tiltekið á Hengilssvæðinu.
-NG 

DV
10.5.2001