23.2.00

Fleiri hjól á götuna

Innflutningur nýrra hjóla fjórfaldast á fjórum árum 

Aukning á sölu nýrra og notaðra bifhjóla hefur verið stöðug undanfarin ár og virðist ætla að halda áfram. Það sama er upp á teningnum erlendis og má þar nefha að í fyrra var mesta sala á nýjum mótorhjólum í Danmörku síðan 1977. Þá voru flutt inn 4216 hjól sem var 24,2 % aukning frá því árinu áður. Svipuð aukning á innflutningi mótorhjóla kemur í ljós þegar skoðaðar eru innflutningstölur frá Skráningarstofunni.  Árið 1999 voru flutt inn samtals 173 hjól, þar af 134 ný, sem er 21,8 % aukning. Aukningin í innflutningi nýrra hjóla er jafnvel enn meiri, úr 97 hjólum í fyrra i 134, sem gerir 31,8 % aukningu á milli ára.
 Hljóðið í umboðum mótorhjóla er líka gott þessa dagana og flest þeirra bjóða nú upp á að eiga hjól á lager. Búast menn við allt að jam góðri sölu í ár og í fyrra þegar Suzuki-umboðið seldi 50 mótorhjól og Merkúr hf, umboðsaðili Yamaha-mótorhjóla, hátt í 40.
  Það helst hins vegar oftast í hendur skráð gengi jensins og innfluttúngur á mótorhjólum, auk góðæris í þjóðfélaginu. Meðan gengið á japanska jeninu var sem hæst um miðjan þennan ára tug fór  innflutningur niður í 35 ný hjól á árinu 1996 þannig að á fjórum árum hefur influtaingur nýrra hjóla nálægt fjórfaldast. 
Árið 1991 var svo alveg sér á parti ásamt 1993, en þá voru flutt inn fleiri notuð hjól en ný. Til að mynda voru flutt inn 105 notuð á móti 97 nýjum árið 1991. Flest bessara hjóla komu frá Ameríku og varþar samverkandi hátt gengi jensins og Mgt gengi dollars. Það sem kemur helst í veg fyrir að aukningin verði meiri en orðið er eru háir tollar og óhagstæðar tryggingar á mótorhjólum. Þar gildir einu að þau eru öll sett í sama flokk, óháð vélarstærð og tvöfalda þau þvi upphaflegt innflutningsverð sitt þegar i umboðið er komið.
 -NG 

DV
19.3.2000

19.2.00

Ættfræði Gamalla Mótorhjóla....


Segja má að mótorhjólasaga íslands sé eitt af áhugamálum annars blaðamanns DV-bíla og hægt og bítandi er að verða til bók um sögu mótorhjólsins hér á landi. 

Stór hluti af því verki er söfnun gamalla mynda og heimilda um efnið og vill undirritaður því fá að misnota aðstöðu sína og leita til lesenda DVbíla um hvort þeir kannist við að eiga slíkt efni heima hjá sér á háalofti eða í gömlu albúmi. Sá sem kann að luma á sliku mætti gjarnan hafa samband við Njál Gunnlaugsson, blaðamann hjá DV-bílum, í síma 550 5723 eða skrifa honum tölvupóst á njall@ff.is og hjálpa þannig til við að gera drauminn að veruleika. Fyrsta mótorhjólið var flutt til landsins árið 1905, aðeins ári á eftir fyrsta bílnum, og vantar sérstaklega efni frá þeim tíma til ca 1930.
Þessi mynd er tekin fyrir framan Tryggvaskála
á Selfossi upp úr 1935.Gaman væri ao
 vita hvort einhverjir lesendur þekkja
einhvern í hópnum.

Útbúinn hefur verið sérstakur  gagnabanki yfir skráð mótorhjól á íslandi til ársins 1975 en mikið af gögnum fyrir þann tíma er glatað. í skránni eru nú um 600 hjól og er velkomið að leita upplýsinga úr henni fyrir þá sem áhuga hafa á þvi.
-NG
DV 19. FEBRÚAR 2000