13.4.99

Skipt um jakka

Bolli Kristinsson kaupmaður:

„Það er ekkert mál að skipta um jakka," segir Bolli Kristinsson, kaupmaður í tískuversluninni Sautján. í vinnunni er hann klæddur í jakka samkvæmt nýjustu tísku en þegar hann situr á rauða Harley Davidson-mótorhjólinu er hann í grófum, svörtum leðurjakka.

„Mér finnst að karlmenn eigi að kunna að keyra mótorhjól. Mér
finnst líka gaman að sjá konur á mótorhjólum. Sumar eru svakalegir
ökumenn."
 Bolli var 15 ára þegar hann fékk skellinöðru. „Ég eignaðist mótorhjól þegar ég var 17 ára. Þetta blundaði alltaf í mér. Svo sá ég þetta fallega Harley Davidson hjól til sölu fyrir tíu árum. Ég gat ekki staðist freistinguna að eignast það. Ég hef verið mjög ánægður með það. Það er skemmtilegt að eiga svona hjól sem er mikill gripur."
 Hann hefur farið styttri ferðir á hjólinu: til Selfoss, austur í sveitir og upp i Kjós. „Stundum fer ég einn en stundum situr einhver aftan á."
Harley Davidson-hjólið hefur rödd sem Bolli segir að sé engu lík. „Framleiðendur hjólanna reyndu að fá einkaleyfi á þessu sérstaka hljóði þar sem japönsku hjólaverksmiðjurnar voru farnar að reynaað gera eftirlikingar."
Bolli vonast til að eiga rauða Harley Davidson-hjólið alla ævi. „Ég hætti þessu aldrei.
-SJ
DV 
13.04.1999

Rosaleg útrás

Torfi Hjálmarsson gullsmiður:


Ég byrjaði ungur að aka mótorhjólum en ég tók próf á stórt hjól þegar ég var rúmlega tvítugur. Ég keypti mér síðan 20 ára gamalt Triumph-hjól sem mig hafði lengi dreymt um," segir Torfi Hjálmarsson gullsmiður. Í dag á hann nýlegra Triumph-hjól, sem hann kallar götuhjól, auk þess sem hann á Husaberg torfærumótorhjól. Hann hefur keppt á hjólinu en segist ekki berjast um toppsætin.
   „Ég hef gaman af að lagfæra og gera upp mótorhjólin mín og á margar stundirnar úti í bílskúr þar sem ég geymi þau. Skemmtilegast finnst mér þó að keyra þau." 
   Torfi notar hjólin allt árið og 8 ára sonur hans, Freyr, á lítið Suzuki-hjól. Á veturna aka þeir á ísi lögðum tjörnum og á harðfenni. Á sumrin aka þeir á lokuðum brautum og svæðum. Torfi segist löngu hættur að rúnta í bænum. „Ef ég fer eitthvað á götuhjólinu þá fer ég út úr bænum og þá helst í lengri ferðir, eins og norður á Akureyri. Torfæruhjólið veitir mér þó meiri útrás og ánægju. 
  Torfi fer alltaf með félaga sínum hringinn í kringum landið einu sinni á ári á gamla hjólinu. Ferðin tekur um viku. „Við hjónin reynum síðan að fara tvö saman út á land og situr konan þá aftan á."
   Torfi gefur ekki bensínið i botn á götunum. Útrásina fær hann þegar hann er á torfærumótorhjólinu. „Þetta er svakalega mikil útrás. Ég elska að finna mig frjálsan á stöðum þar sem hvergi sjást umferðarmerki og ég set engan í hættu nema sjálfan mig. Þessu fylgir oft mikiil hraði og gifurleg átök. Á torfærumótorhjólinu er ég alltaf að reyna að sigra sjálfan mig og þegar vel gengur liður mér ótrúlega vel. Það er eflaust á við langar setur hjá sálfræðingum að sirja gott mótorhjól. Þegar ég kem heim úr góðum túr er ég afslappaður og tilbúinn að takast á við umhverfið og þær kröfur sem hvunndagurinn gerir." -SJ
DV 
13.04.1999