4.3.99

Vélsleðamót og ískross á hjólum við Mývatn

Ásmundur með öflugasta sleðann en Karl vann krossið 



Helginna 26.-28. febrúar fór fram vélsleðamót við Mývatn. Þar var einnig keppt í ískrossi á mótorhjólum sem nokkurs konar sýningargrein. Keppnin var haldin af Vélsleðaklúbbi Mývatnssveitar með fulltingi hjálparsveitarinnar á staðnum og eiga þeir sem að þessari keppni stóðu þakkir skildar fyrir vel undirbúna og skemmtilega keppni.

   Dagskráin var fjölbreytt, á föstudeginum var keppt í GPS fjallaralli og ísspyrnu og laugardeginum í samhliða brautakeppni, snjókrossi og ískrossi á mótorhjólum.

   Keppnin í fjallarallinu fór þannig fram að fjórir voru saman í liði þar sem a.m.k. þrír þurftu að skila sér í mark og töldu timar þeirra samanlagt til vinnings. Ekið var eftir 7 GPS punktum, um 70 km leið.

Úrslit i fjallaralli voru sem hér segir:

  1. Sveit G. Hjálmarssonar hf... .3:20:33 Guðmundur Hjálmarsson Steindór Hlöðversson Ingimundur Benharðsson Björn Stefánsson.
  2. Sveit sportferða hf. 3:45:43 Gunnar Þór Garðarsson Jóhann Gunnar Jóhannsson Elías Þór Höskuldsson Jón Ingi Sveinsson 

Ísspyrnan var haldin til að skera úr um hver ætti öflugustu vélsleðagræjuna. Keppt var á frosinni tjörn sem hafði verið rudd og var þetta útsláttarkeppni. Öflugustu sleðana áttu:

  1.  Ásmundur Stefánsson Arctic cat 1000 7,912.
  2.  Jón Hermann Óskarsson Arctic cat ZRT800 8,69.
  3. Axel Stefánsson Arctic cat 900 8,70.

Daginn eftir var byrjað á samhliða brautarkeppni. Keppa þá tveir á móti klukkunni og síðan útsláttarkeppni milli þeirra átta efstu. Keppt var í tveimur flokkum, undir og yfir 500 rúmsentímetrum.

Úrslit -500 cc: 

  1.  Jóhann Eysteinsson 
  2.  Árni Grant 
  3.  Haukur Sveinsson 
  4. Vilborg Daníelsdóttir 
Úrslit +500 cc :
  1.  Guðlaugur Halldórsson 
  2.  Ægir Jóhannsson 
  3.  Helgi Heiðar Árnason 
  4.  Sindri Hreiðarsson
Keppnin i snjókrossi á vélsleðum var næst og var hún æsispennandi. Keppt var í tveimuíflokkum,vanra og óvanra í skemmtilegri braut sem bauð upp á stökk af palli.
Flokkur óvanra 0-800 cc rúmsentímetra: 
  1.  Árni Þór Bjarnason.
  2.  Kristján Magnússon 
  3.  Markús 
  4.  Gunnþór Ingimar Svavarsson 
Flokkur vanra 0-1200 cc rúmsentímetra: 
  1. Magnús Þorgeirsson 
  2. Alexander Kárason 
  3. Helgi Hreiðar Árnason 
  4. Helgi Ólafsson 
Mótið endaði svo á Ískrossi á mótorhjólum sem var sýningargrein. 
Margir bestu mótorhjólaökumenn landsins sýndu þar listir sínar á braut sem mörkuð hafði verið á tjörninni og var keppnin mjög spennandi og skemmtileg á að horfa. 
Hjólin voru búin skrúfum eða Trelleborg nöglum og fannst mörgum áhorfandanum með ólikindum hvernig hægt var að keyra þau á glerhálum isnum.

Úrslit voru þannig:  
  1. Karl Gunnlaugsson 
  2. 2-4 Einar Bjarnason 
  3. 2-4 Heimir Barðason 
  4. 2-4 Torfi Hjálmarsson 
Þrisvar er eftir að keppa í keppni vélsleða sem klúbburinn Pólaris stendur fyrir og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu. 
Næsta keppni er landsrall 26.-28. mars en 10.-11. apríl verður keppt hér fyrir sunnan.
DV 4.3.1999
-NG/GH
 

13.12.98

Heiddi.... Hvenær ætlaru að fullorðnast (1998)



AKUREYRINGAR þekkja Heiðar Jóhannsson varla öðruvísi en sem manninn á mótorhjólinu.

Á árum áður þótti hann gjarnan heldur glæfralegur á stundum, til að mynda þegar hann lék sér að því sí og æ að fara á afturdekkinu upp og niður Kaupvangsstrætið - Gilið, eins og það er kallað. Fyrir honum eru mótorhjól ástríða; lífsstíll sem hann kýs sér, hefur kostað mikið fé en hann segist ekki sjá eftir einni einustu krónu sem hann hefur varið í þetta áhugamál.

Heiðar er Eyrarpúki. Ólst upp neðarlega í Eyrarveginum, þar sem foreldrar hans bjuggu, en býr nú í Ránargötu 10 - spölkorn frá æskuheimilinu. KEA rak lengi kjörbúð þar sem íbúð hans er nú, en hann keypti húsnæðið af matvælafyrirtæki fyrir nokkrum árum, teiknaði breytingarnar og smíðaði allt sjálfur. Hann var grallari í æsku (og er kannski enn) og á m.a. skemmtilegar minningar úr húsnæðinu, þar sem hann býr nú.