15.7.96

Harley Davidson víkur fyrir Kawasaki


Lögreglan í Reykjavík hefur fengiö fjögur ný mótorhjól af gerðinni Kawasaki 1000 og leysa þau þrjú Harley Davidson hjól af hólmi. Hér er um að ræða bandaríska útgáfu af japönsku hjólunum og hafa þau að sögn gefið góða raun vestra. DV-mynd S 1996

13.7.96

Hvað er svona spennandi við mótorhjól? (1996)


Einn með sjálfum sér (1996)


Yfir sumartímann er alltaf eitthvað um að vera hjá Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglunum. I dag er hjóladagurinn og um síðustu helgi héldu þeir landsmót. Sveini Guðjónssyni lék forvitni á að skyggnast á bak við tjöldin hjá samtökunum og komast að því hvað væri svona merkilegt við mótorhjól.


Þeir Jón Páll Vilhelmsson og Gunnar Jónsson, stjórnarmenn í Sniglunum, voru rétt að jafna sig eftir landsmótið í Tjarnarlundi í Dalasýslu um síðustu helgi, þegar við hittumst í bifhjólaversluninni Gullsporti. Þar er hægt að fá flest það sem tilheyrir bifhjólaakstri og þessum sérstaka lífsstíl sem Sniglarnir hafa tileinkað sér, allt frá támjóum leðurstígvélum, leðurarmböndum og beltissylgjum