31.8.91

Landmannalaugar 1991


Föstudaginn 30. ágúst var farið í hina árlegu striplingaferð í Landmannalaugar, þess má geta að þessi ferð er elsta árlega ferð Snigla.

Þeir sem fóru voru: Skúli no 6 Bjöggi Plóder no 23, Arnar standbæ no 26  , Líklegur no 56 , Hesturinn no 174, Pétur no 349 + hnakkskraut og Eyþór Österby no 434 + Eyþórína.
Á bílum , Benni no 242 og Dagga á sínum einbýlis húsbíl og Óli sveins no 40 Á japönskum jeppa, með honum var dýralæknir í för.  ( Óli vissi að Hesturinn væri með í þessari ferð og eftir að hafa heyrt margar sögur af honum frá Skógum fannst honum vissara að hafa dýralækni með til vonar og vara.

Frá Akureyri komu einnig 3 hjól og einn bíll, á Hjólunum voru Heiddi no 10, Stykkið no 361 og Páll St no 409 en stgebbi Þjöppumælir no 410 var á bíl þeim er norðan sniglar notuðu til að komast yfir vatnsmestu ánna.

Það átti að leggja af stað frá félagsheimilinu kl 18 en eins og vanalega var ekki farið á réttum tíma af stað. Þegar loks var farið að stað var klukkan farin að ganga 20.  Fyrst var stoppað hjá Arnari á Selfossi og purrað viðstöðulítið að rótum Heklu, Þarna var tekið bensín og þegar við vorum að leggja af stað, kom þarna , eins og kallaður , á sínu einbýlishúsi Benni 242. Tók Benni allan farangur af hjólunum og kom fyrir í svefnherbergi sínu.
   Þegar loks var lagt af stað tók gamli sorry Gráni upp á að bremsa í tíma og ótíma svo Eyþór skildi Grána eftir og fékk far fyrir sig og sína sem gestur Benna og Döggu.

Hestar virtust ætla að vera óheillahestar í þessari ferð því skömmu eftir að gamli sorrý Gráni hagaði sér svona ílla, bilaði hjólhestur Hestsins og neitaði að fara lengra. ( Bjöggi sagði að Einar hefði klippt á bensínbarkann vegna þess að hann hafi ekki þorað að fara Dómadalsleiðina og varð því að skilja hjólhest Hestsins eftir hjá gamla sorrý Grána og troða Hestinum inn í hús Benna  sem nú var einbýlishús, gestahús og hesthús og var Benna og Döggu ekkert farið að lítast á blikuna.

Þegar beygt var inn Dómadalsleið var greinilegt að Bjöggi og Skúli voru í 9 himni, því þeir stungu okkur hin af og við fundum þá ekki fyrr en eftir allnokkurn akstur og voru þeir þá að fá sér smók. Þegar lagt var aftur af stað mátti greinilega sjá að Bjöggi var í sæluvímu og þegar við nálguðumst sjálfan Dómadalinn varð Bjöggi að faðma hraunið að sér með rasskinnunum, en ég held að það hafi verið betra að vera stopp þegar svona faðmlög eiga sér stað en ekki á fullri ferð í beyju.

Þegar komið var inn í Dómadal virtist löngunin vera svo voðaleg hjá Bjögga í að komast í bað og til að sefa þá löngun reyndi hann að drekkja sér og hjólinu í drullupolli nokkrum og supu bæði hjól og maður á þessum ljúfenga drullupolli og var drykkur þessi svo eitraður að bæði Bjöggi og hjólið lögðust á hliðina í smá stund, eða allt þar til Bjöggi hóf lífgunartilraunir á Hondunni  (Bjöggi sagði að B.M.W. mótorhjól ættu að vera með bremsuljós eins og önnur hjól eftir byltu.  Ekkert markvert né frásagnarvert gerðist það sem eftir var leiðarinnar á áfangastað.

  Þegar við komum inn í Landmannalaugar vou þar nýkomnir Norðansniglar en þeir höfðu komið suður Sprengisand og hafði för þeirra gengið nokkuð áfallalaust utan hvað ferðin gekk hægt sökum holóttra vega og að rassæri hafi verið mikið, svo slæmt var þetta hjá Palla að hann lagðist á magann í einni beyjunni til að hvíla á sér óæðri endann og leyfa súkkunnni að hvíla sín hjól.
Eftir að Sniglar höfðu faðmast um hríð bar þar að Pétur no 349 með hnakkskraut sitt.

Þegar búið var að koma upp tjaldbúðum var að sjálfsögðu farið í laugarnar sem voru óvenju heitar í ár, enda voru ónefndir Norðansniglar ekki búnir að mykja á sér sitjandann fyrr en um kl. 11 á laugardagsmorgunn,

Á laugardag var purrað um nágrennið og notið náttúrunnar til his ítrasta þó var mest leikið sér í ánum á hjólunum. Arnar Standbæ gaf Kawanum og mikið vatna að drekka og stóðu lífgunartilraunir í a.m.k. klukkutíma og komst Kawinn ekki í gang fyrr en Heiddi beitti "Zippobensínbragðinu".  Öllu fljótari varð Hallinn hans Heidda í gang eftir sömu meðferð, aðeins 10 mín tók að vatnstæma vélina í Hallanum og fór hann í gang í fyrsta starti.

Á meðan að á þessu stóð komu tveir drullumallar í heimsókn sem stoppuðu stutt (Sjá þeirra Ferðasögu)   
Nokkru seinna fóru rúður að skjálfa í skálanum og þar sem Bjöggi er á því hjóli sem rúðuskelfir átti fór hann að kanna hverju þetta sætti.   Viti menn þá var þar kominn enginn annar en Rúðuskelfir ásamt frú sinni sem höfðu frétt af þessari ferð og ákváðu að líta við og stoppa stutt, en er þau sáu hve allir voru hressir og ekki síst að af vínföngum virtist vera nóg sem varð að klára áður en helgin yrði úti ákváðu þau að staldra við eina nótt og hjálpa við drykkjuna.

Nú var fremur hljótt í nokkurn tíma á svæðinu eða allt til að Steini Tótu mætti á svæðið með tilheyrandi hávaða er fylgir honum og á eftir honum kom Gústi skrækur og trukkurinn á hennar bíl.
Það var farið snemma að sofa á aðfaranótt sunnudags enda áttu sumir um eftir að purra um langan veg daginn eftir.

Sunnudaginn 1 sept var farið heim, þó fóru ekki allir strax heim því að Skúli og Steini Tótu voru degi lengur en aðrir við tónsmíðar (lygasagan segir að þeir hafi samið svo mikið að væntanleg sé ný plata með sniglabandinu.)
Ferðin heim var ekki umtalsverð en komust allir heim á teljandi áfalla þó sumir hafi þurft að purra lengur en aðrir.

Líklegur #56
Sniglafréttir 1991

17.8.91

DV Bílar með mótorhjólamönnum á kappakstri

Kevin Schwantz

Kolvitlausir ökumenn


Það var sunnudaginn 4.ágúst að undirritaður og sjö mótorhjólaáhugamenn voru saman komnir á lestarstöð í London á leið á mótorhjólakappakstur nálægt Derby í Englandi.
Keppni þessi var á Donington kappakstursbrautinni og var liður í heimskeppninni í akstri á mótorhjólum með 125cc, 250cc og 500cc rúmsentímetra vélar og hliðarvagnshjólum. Veðrið lék við okkur sem aðra, 25° hiti, logn og glaðasólskin.

Þegar við komum til Derby tókum við leigubíla af brautarstöðinni til kappakstursbrautarinnar. Á leið okkar þangað ókum við framhjá bíla og hjólastæðum brautarinnar, sem voru u.þ.b. 5 km á lengd og 1-2 km á breidd, og var þar allt fullt af bílum, mótorhjólum, hjólhýsum og tjöldum, enda var talið að um 80.000 manns væru á keppninni.
Þegar við loks komum á áfangastað var klukkan að verða 1:00 og menn á 125 rúmsentímetra hjólum höfðu lokið sinni keppni og sáum við aðeins sigurvegaranum ekið í opnum bíl sigurhringinn.
Hálftíma seinna byrjuðu 250 rúmsentímetra kapparnir sína keppni, en þeir voru í kringum 30 í byrjun og áttu að aka 26 hringi, er hver hringur 4023 metrar, eða alls 104,5 km.
í fyrsta hring rétt fyrir framan okkur rákust saman Þjóðverji og Ítali. Var að sjá að sökin væri Ítalans því að Þjóðverjinn ætlaði að tuska Ítalann eitthvað til en brautarverðir komu í veg fyrir að þeir rykju saman.  En í stað þess að sjá fulltrúa Ítalíu og Þýskalands slást fengum við að heyra öll þau ljótustu orð er til eru í þýskri tungu.
Þegar þrír hringir voru eftir börðust fjórir um forustuna. Þá flaug sá á höfuðið, er hafði haft forustuna lengst af í keppninni, þulur keppninnar sagði hann hafa verið á u.þ.b. 225 kílómetra hraða er hann datt, og slapp hann algjörlega óslasaður en hjólð var í klessu.

Eftir þetta var sigurinn nokkuð auðveldur fyrir Ítalann Luca Cadalora, sem ekur Hondu, og er hann nú efstur að stigum eftir 11 umferðir með 189 stig (16 stiga forskot á næsta mann).
Þá var komið að aðalkeppninni, 500 rúmsentímetra hjólunum, oftast kölluð stóru hjólin (þessi hjól eru með allt að 500 rúmsentímetra vélar, allt að 170-80 hestöfl og mega ekki vera léttari en 130 kíló, kosta allt að 50 milljónir stykkið og laun ökumannnanna eru verulega góð). 500 flokkurinn átti að fara 30 hringi sem er 120,7 km.
Þegar keppnin hófst varð Jonn Kocinski á Yamaha fyrstur af stað, annar varð Kevin Schwantz á Suzuki og þriðji Wayne Gardner á Hondu og Wayne Rainey, núverandi heimsmeistari, á Yamaha fjórði. Í 5. hring tók heimsmeistarinn, W. Rainey, forustuna en Kevin Schwantz var aldrei langt á eftir honum og þegar tveir hringir voru eftir tók Kevin Schwantz forustuna eftir mikla baráttu og hélt henni alla leið í mark.


Eitt fjórgengishjól og eina breska hjólið, sem var í keppninni, var Norton með vankel-vél. Hjóli þessu ók Breti að nafni Ron Haslam og í hvert skipti er hann ók framhjá okkur, stóðu Bretarnir upp og hvöttu sinn mann. Við gerðum hið sama enda var þetta flottasta hljóð í mótorhjóli sem undirritaður hefur heyrt. Hjól þetta náði 12. sæti í keppninni og er það besti árangur sem náðst hefur á bresku mótorhjóli í 20 ár.

Efstu þrír urðu sem hér segir:
1. Kevin Schwantz USA Suzuki        20 stig, 41,12,18, meðalhr. 152,5 km/klst.
2. Wayne Rainey TJSA Yamaha       17 stig +  0,78 sek 
3. Mick Doohan Ástral.Honda        15 stig +  19,18 sek

Þegar 11 keppnum af 15 er lokið er staða efstu manna sú að Wayne Rainey er efstur með 185 stig, annar er Mick Doohan með 175 stig og þriðji er Kevin Schwantz með 156 stig. Það sem kom okkur öllum mest á óvart var hve hávaðinn í hjólunum var rosalegur, einnig það að fólkið, sem kom til að horfa á keppnina, var á öllum aldri, allt frá fólki á níræðisaldri niður í kornabörn.
 Á keppnina komu u.þ.b. 80.000 manns og var heiðursgestur keppninnar 83 ára gömul kona sem varð fyrst kvenna til að taka þátt í kappakstri á mótorhjóh' í Englandi.

 Hjörtur Jónsson
DV 17.8.1991

P.S. Ef einhver hefur áhuga á að fara á svona keppni þá ráðlegg ég þeim sama að vera mættur á svæðið a.m.k. sólarhring áður en aðalkeppnin hefst.