10.1.91

Gamla Greinin

Á vafri mínu um netheima þá finn ég stundum nokkra gullmola og hér er einn þeirra sem Þorsteinn Nokkur Marel  ritaði einhvertímann fyrir langa löngu.

Mynd af Drullsokk og stolið frá Drullusokkar M/C  ;)
Steini Tótu #161
Grein sem ég fann frá Steina Tótu frá 1991

10.000 snúninga sími
Mikið djöfull var ógeðslega gaman að sjá jafn marga, jafn ofboðslega kolruglaða rykheila samankomna á einum stað í Húnaveri á Landsmóti.
Það er sko ekki á hverjum degi sem það sést jafn greinilega hvað þetta dásamlega einstaklingsfrelsissport er í raun mikil hópíþrótt.

29.11.90

AKSTURSIÞROTTIR Meistarar allra flokka heiðraðir


Sautján ökukappar yoru heiðraðir þegar Landssamband íslenskra akstursíþróttafélaga afhenti íslandsmeistaratitla fyrirkeppnistímabilið í ár. Fór afhendingin fram í húsnæði félaganna að Bíldshöfða í Reykjavík. „

Það hefur aldrei verið jafn öflug starfsemi hjá klúbbunum og í ár, tæplega 3.000 manns eru skráðir í

20 akstursklúbba og 340 þeirra fengu sér keppnisskírteini í sumar," sagði Olafur Guðmundsson

formaður LÍA í samtali við Morgunblaðið. Hann bætti við að mótin á næsta ári yrðu enn umfangsmeiri og auk þess ynni hópur aðþví að koma á laggimar „rallíkross"-keppni.

Titlarnir voru átján talsins, en tveir þeirra fóru til sama manns, Ólafs Péturssonar, sem ók spyrnugrind til sigurs bæði í kvartmíluog sandspyrnu.

Páll Sigurjónssonsigraði í „brackef'-flokki kvartmílunnar, en Gunnar Gunnarsson fyrir 13.90 flokkinn.

Jeppaflokkinn vann VilhjálmurRagnarsson og Sigurbjörn Ragnarsson vann í flokki sérsmíðaðra fólksbfla á Pinto.



Bestir á mótorhjólum í kvartmílunni voru Karl Gunnlaugsson og Hlöðver Gunnarsson á Suzuki, en Jón Björn Björnsson varð meistari í sandspyrnu á Suzuki mótorhjóli.

Í mótorkross varð Ragnar Ingi Stefánsson áYamaha öruggur sigurvegari

Torfæra
Árni Kópsson sigraði í flokki sérútbúinnajeppa í torfæru.
Standarflokkinní torfæru vann Stefán Gunnarsson á Jeep.

Rall

Feðgarnir Rúnar Jónsson

og Jón Ragnarsson urðu meistararí rallakstri á Mözdu 323.

Skipuleggjendur akstursmótakomu saman nýverið og dagsettu

alls 52 mót af ýmsu tagi. Þá er nú tími vélsleðamann að hefjast,

en þrjú mót eru á dagskrá, eitt við Mývatn og tvö við Skíðaskálann í Hveradölum.