29.10.86

Sú mikla mótorhjóladella

Þeir eru margir fordómarnir sem ræktanlegir eru hjá einni þjóð þrátt fyrir smæðina. Áhugamenn um vélhjólaakstur hérlendis hafa ekki farið varhluta af viðteknum viðhorfum, það þykir ekki par fínt að aka um á slíkum tækjum, hvað þá ef tilheyrandi leðurkjæðnaður fylgir með í kaupunum. Hegðun sem sæmir víst einungis unglingum af óuppdregnara taginu. Staðreyndin mun hins vegar sú að hjólin eru að mörgu leyti þægilegt og hentugt farartæki, einkum að sumrinu. Leðurklæðnaðúrinn veitir svo nauðsynlega vörn gegn beinbrotum og skrámum í hugsanlegum byltum. Hjóleigendur eru svo af öllum stéttum, aldri og báðum kynjum - og ennþá fleiri hafa áhuga en veigra sér við því að aðhafast nokkuð af ótta við almenningsálitið. Á þessari Dægraávalaropnu er rætt við þá sem fyrst komu upp í tali almennings þegar minnst var á mótorhjólanotkun. Þarna er sá þekkti Snigill númer eitt, alþingismaður úr Eyjum, skurðlæknirinn sem mætti á stofuna í reykskýi, hagsýslustjóri sem húsvörðurinn í Stjórnarráðinu reyndi að losna við úr portinu og ungt par úr Sniglaklúbbnum. í lokin skal það látið með fljóta að Matthías Bjarnason samgðnguráðherra ku hafa verið mikill mótorhjólatöffari á yngri árum og meðal annars ferðast um vaðlandíð þvert og endilangt á slíku tæki. Efiaust stórgóð aðferð til að verða sér úti um undirstöðuþekkingu á íslensku vegakerfi og Matthías því í þeim skilningi nákvæmlega háréttur maður í ráðherrastólinn. Þannig að menn ættu að amast varlega við ungum Sniglum á vegum útí - þarna gæti verið á ferðinni verðandi ráðherra í starfekynningarhringferð um landið.
Myndir: Brynjar Gauti Textí: Borghildur Anna




Kristín K. Harðardóttir og Elí Pétursson:
„Rosalegir fordómar"

Þau eru í Sniglunum bæði - Elí Pétursson og Kristín K. Harðardóttir. Hann er tuttugu og tveggja ára gamall vélvirki, hún er tvítug og afgreiðir í tískuverslun. Þau eiga hjólið saman og hafa mikinn áhuga á íþróttinni. Elí setti reyndar íslandsmet í kvartmílu á síðasta sumri. Núna er Kristín hins vegar eingöngu á hjólinu því Elí er próflaus, missti réttindin fyrir að aka á tæplega hundrað og þrjátíu kílómetra hraða milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur.
Reykjavíkur. „Ég var hirtur um verslunarmannahelgina," segir Elí. „Við vorum á leið til Vestmannaeyja en ég gleymdi drasli heima. Skaust í bæinn - en skaust of hratt."
Þetta er að hans mati einungis það sem alltaf getur gerst, í þriðja skiptið sem hann missir prófið og segir annan hvern mann lenda í því að missa prófið. Núna er ekki búið að dæma í málinu, hann er með bráðabirgðasviptingu síðan í ágústmánuði.

„Það er alltaf verið að spyrja mann hvort maður fari nú ekki að vaxa upp úr þessu. En þetta er einmitt öfugt - íþróttin er fyrir fullorðna en alls ekki krakka. Það er svo rosalegur hraðinn, segir Elí og Kristín bætir við:
„Mér finnst agalegt að sjá krakka sem eru nýkomin með bílpróf og hafa fengið sér hjól æða um niðri í bæ, bara í gallabuxum og léttum fatnaði með kannski annan eins klæddan aftan á hjólinu. Enginn hlífðarbúningur og ekki neitt en ekið á fullum hraða." Elí samsinnir.
„Það er líka rosalegur munur á mínu aksturslagi, hvernig ég keyri núna miðað við það sem ég gerði í upphafi. Lít þetta allt öðrum augum í dag.
Leiðindastælar og ruddaskapur

Talið berst að erfiðleikum í umferðinni og bæði senda ökumönnum bifreiða tóninn.
„Ofsalega algengt að menn séu með leiðindastæla ef þeir sjá fólk á hjóli í leðurfatnaði," segir Elí og Kristín reynist hafa lent í útistöðum næstum daglega eina vikuna.
„Þrisvar sem ég lenti í því að fólk réðst á mig með skömmum vegna þess að ég lagði hjólinu í stæði. Menn átta sig ekki á því að ökumenn mótorhjóla eru sektaðir fyrir sömu hluti og ef þeir væru á bifreið. Tvær konur á bíl öskruðu á mig og hótuðu að kæra þegar ég var að ganga frá hjólinu á stæði í eitt skiptið - sögðu þetta bara eiga að vera fyrir bíla." Vandamálið á vegunum eru bílstjórar sem aka alveg upp að hjólunum og þrengja þeim út i kanta og sérstaklega segja þau unga stráka leika sér að því að gera eitthvað í þá áttina og aka síðan hlæjandi í burtu. „Það er bara ein regla til með þessa ökumenn," segir Elí þungbúinn. „Bara að gefa þeim góða dæld í hliðina með löppinni - þeir svína þá ekki oftar."
Oj, örugglega Sniglar

Fordómarnir eru mismiklir og þeim finnst meiri skilningur hafa verið sýndur heima fyrir heldur en úti í þjóðfélaginu og þar eru jafnaldrarnir ekki barnanna bestir. Kristín prófaði fyrst að setjast á hjól hjá Elí og byrjaði að læra strax daginn eftir. En viðbrögð kunningjanna við því voru misjöfn. „Maður verður fyrir aðkasti á mörgum stöðum og sumir vinirnir hætta að tala við mann meira." Og Elí er á sama máli. „Ég fór í bæinn um daginn og þá löbbuðu tveir strákar framhjá og horfðu með viðbjóði á hlífðarfötin sem ég var í - þau eru úr leðri. Svipurinn leyndi ekki neinu og þeir sögðu svo hátt að ég heyrði: „Ojjjj... örugglega Sniglar," eins og þeir væru eitraðir." „En Sniglarnir eru bara félag," segir Kristín. „Eins og flugfélag, sportbátafélag og þess háttar." „Það var eitthvað annað með ömmu,"bætir svo Kristín við hlæjandi. „Hún fékk að prófa að setjast á hjólið hjá mér og finnst þetta alveg æðislegt. Sagðist hefði farið beint að læra núna ef hún væri ung ennþá. En afi fékk næstum slag þegar hann sá myndina af okkur saman á hjólinu!" -baj

DV
okt 1986

28.10.86

Er snigill númer eitt

Hilmar Lúthersson:

Maður var í þessu frá tólf til þrettán ára og þá á skellinöðru. Svo gifti maður sig, var í baslinu og hafði ekki tök á því að eiga neitt mótorhjól. En þetta var samt alltaf í blóðinu, leit nú við á götunni ef maður sá hjól. Svo lét ég verða af þessu rétt eftir fertugt, fékk mér hjól aftur." Viðmælandinn er Hilmar Lúthersson pípulagningameistari sem farinn er að nálgast fimmtugt. Hann er í Sniglunum - Bifhjólasamtökum lýðveldisins - er reyndar Snigill númer eitt og gengur undir nafninu Tæmerinn meðal flokksmanna. Hann hefur ekki viljað sitja í stjórn Sniglanna en er einn af stofnendunum og mætir reglulega á fundi og í aðra félagsstarfsemi á þeirra vegum.
Hilmar hefur, eins og aðrir sem áhuga hafa á þessari íþrótt, ekki farið varhluta af fordómum umhverfisins. „Jú, jú, þetta eru alls konar glósur," segir Hilmar hæglætislega. „Þótti of gamall og fólki fannst ég ætti heldur að fá mér vélsleða eða vera í hrossum. Svo er maður kallaður gamli karlinn og sumum bregður þegar ég tek niður hjálminn. En krakkarnir, sem ég er með í samtökunum, líta ekki svona á málið og finnst þetta bara jákvætt. Svo voru smábyrjunarörðugleikar heima fyrir en þeir eru löngu yfirstaðnir. Konunni fannst þetta í lagi fyrst en þegar ég fór að fé mér fleiri, stærri og dýrari hjól fór nú að heyrast hljóð úr horni. En þetta er ekki annað en íþrótt svipað og hrossin, vélsleðarnir og jeppadellan. Það er vist allt saman talið eðlilegt fyrir mann á mínum aldri.


Töðuilmur á mótorhjóli

 „Því er ekki að neita að þetta er allt önnur tilfinning heldur en að vera í bíl.Til dæmis fór ég út í sveit í sumar alveg um hásláttinn og þá fann maður töðuilminn. Meiri útivera og sterkari tengsl við náttúruna. I fyrstu var þetta náttúrlega bara gamli draumurinn - að eignast mótorhjól. Svo bættist við allt sem er í kringum þetta, útiveran og félagsskapurinn til dæmis. Svo er nostrið í kringum þetta - hafa hjólið hreint og í lagi. Ég hef ekkert gaman af því að vera á skítugu hjóli. Bíllinn er hins vegar yfirleitt alls ekki þveginn - ég hef engan áhuga á því. Ög svo er það hraðinn - ekki getur maður neitað því þótt ekki megi koma fram í blöðum einhverjar svimandi tölur."

Engin leiktæki

„Það er meira um það núna að menn noti hjólin sem farartæki. Á tímabili var þetta bara álitið einhvers konar leiktæki. í samræmi við það viðhorf voru tollar af hjólum ekki felldir niður um leið og tollar af bílum þannig að nýtt, stórt og flott hjól kostar fimm hundruð þúsund og þar yfir.
Tryggingarnar eru ekki miklar hérna en varahlutirnir eru hryllilega dýrir." Hilmar er Íslandsmeistari í kvartmílu á mótorhjólum árin '84-'85. En hann segist ekki vera neinn dellukarl svona almennt. Og hann leggur mikla áherslu á þýðingu þess að klæðast góðum hlífðarfatnaði úr leðri og fara varlega á hjólunum. „Annars er sagt að það séu bara til tvær gerðir af mótorhjólamónnum," segir Hilmar kíminn. „Þeir sem eru búnir að detta og þeir sem eiga það eftir. Það er lögmálið yfirleitt." Sérstakt ökuleyfi þarf til þess að aka þessum hjólum og sama gildir um skellinöðrur. Hilmar segir að erlendis geti þurft meirapróf að auki á stærri hjólin. Hérna hafi menn yfirleitt tilskilin próf og alltaf fjölgi í Sniglunum. „Félagsmenn eru.nú orðnir um tvö hundruð og fimmtíu og árgjaldið er þúsund krónur. Þetta er fólk úr öllum stéttum og af báðum kynjum. Við hittumst reglulega einu sinni í viku - í Smiðjukaffi á fimmtudögum milli níu og tíu á kvöldin. Kvenfólkið er yfirleitt af yngri kynslóðinni, fullorðnar konur eru lítið í þessu. En margar stelpurnar eru mjög góðir ökumenn." Skyldi svo Tæmerinn - Snigill númer eitt - vera að fara að hætta mótorhjólaakstrinum á næstunni?  Svarið kemur um hæl. „Nehei, ég hef alltaf jafngaman af þessu. Fer kannski á elliheimilið að lokum á hjólinu. Það væri óskandi að það væri hægt að hafa hjólið þar á svæðinu svo hægt væri að klappa því annað slagið." -baj