Hilmar Lúthersson:
Maður var í þessu frá tólf til þrettán ára og þá á skellinöðru. Svo gifti
maður sig, var í baslinu og hafði ekki
tök á því að eiga neitt mótorhjól. En
þetta var samt alltaf í blóðinu, leit nú
við á götunni ef maður sá hjól. Svo
lét ég verða af þessu rétt eftir fertugt,
fékk mér hjól aftur."
Viðmælandinn er Hilmar Lúthersson pípulagningameistari sem farinn
er að nálgast fimmtugt. Hann er í
Sniglunum - Bifhjólasamtökum lýðveldisins - er reyndar Snigill númer
eitt og gengur undir nafninu Tæmerinn meðal flokksmanna. Hann hefur
ekki viljað sitja í stjórn Sniglanna en
er einn af stofnendunum og mætir
reglulega á fundi og í aðra félagsstarfsemi á þeirra vegum.
Hilmar hefur, eins og aðrir sem
áhuga hafa á þessari íþrótt, ekki farið
varhluta af fordómum umhverfisins.
„Jú, jú, þetta eru alls konar glósur," segir Hilmar hæglætislega.
„Þótti of gamall og fólki fannst ég
ætti heldur að fá mér vélsleða eða
vera í hrossum. Svo er maður kallaður
gamli karlinn og sumum bregður þegar ég tek niður hjálminn. En krakkarnir, sem ég er með í samtökunum,
líta ekki svona á málið og finnst þetta
bara jákvætt. Svo voru smábyrjunarörðugleikar heima fyrir en þeir eru
löngu yfirstaðnir. Konunni fannst
þetta í lagi fyrst en þegar ég fór að fé
mér fleiri, stærri og dýrari hjól fór nú
að heyrast hljóð úr horni. En þetta
er ekki annað en íþrótt svipað og
hrossin, vélsleðarnir og jeppadellan.
Það er vist allt saman talið eðlilegt
fyrir mann á mínum aldri.
Töðuilmur á mótorhjóli
„Því er ekki að neita að þetta er
allt önnur tilfinning heldur en að vera
í bíl.Til dæmis fór ég út í sveit í sumar
alveg um hásláttinn og þá fann maður
töðuilminn. Meiri útivera og sterkari
tengsl við náttúruna.
I fyrstu var þetta náttúrlega bara
gamli draumurinn - að eignast mótorhjól. Svo bættist við allt sem er í
kringum þetta, útiveran og félagsskapurinn til dæmis. Svo er nostrið í
kringum þetta - hafa hjólið hreint og
í lagi. Ég hef ekkert gaman af því að
vera á skítugu hjóli. Bíllinn er hins vegar yfirleitt alls ekki þveginn - ég
hef engan áhuga á því. Ög svo er það
hraðinn - ekki getur maður neitað því
þótt ekki megi koma fram í blöðum
einhverjar svimandi tölur."Engin leiktæki
„Það er meira um það núna að menn noti hjólin sem farartæki. Á tímabili var þetta bara álitið einhvers konar leiktæki. í samræmi við það viðhorf voru tollar af hjólum ekki felldir niður um leið og tollar af bílum þannig að nýtt, stórt og flott hjól kostar fimm hundruð þúsund og þar yfir.Tryggingarnar eru ekki miklar hérna en varahlutirnir eru hryllilega dýrir." Hilmar er Íslandsmeistari í kvartmílu á mótorhjólum árin '84-'85. En hann segist ekki vera neinn dellukarl svona almennt. Og hann leggur mikla áherslu á þýðingu þess að klæðast góðum hlífðarfatnaði úr leðri og fara varlega á hjólunum. „Annars er sagt að það séu bara til tvær gerðir af mótorhjólamónnum," segir Hilmar kíminn. „Þeir sem eru búnir að detta og þeir sem eiga það eftir. Það er lögmálið yfirleitt." Sérstakt ökuleyfi þarf til þess að aka þessum hjólum og sama gildir um skellinöðrur. Hilmar segir að erlendis geti þurft meirapróf að auki á stærri hjólin. Hérna hafi menn yfirleitt tilskilin próf og alltaf fjölgi í Sniglunum. „Félagsmenn eru.nú orðnir um tvö hundruð og fimmtíu og árgjaldið er þúsund krónur. Þetta er fólk úr öllum stéttum og af báðum kynjum. Við hittumst reglulega einu sinni í viku - í Smiðjukaffi á fimmtudögum milli níu og tíu á kvöldin. Kvenfólkið er yfirleitt af yngri kynslóðinni, fullorðnar konur eru lítið í þessu. En margar stelpurnar eru mjög góðir ökumenn." Skyldi svo Tæmerinn - Snigill númer eitt - vera að fara að hætta mótorhjólaakstrinum á næstunni? Svarið kemur um hæl. „Nehei, ég hef alltaf jafngaman af þessu. Fer kannski á elliheimilið að lokum á hjólinu. Það væri óskandi að það væri hægt að hafa hjólið þar á svæðinu svo hægt væri að klappa því annað slagið." -baj