29.5.86

Mótorhjól "Mótorhjólaklúbburinn Þytur"


Nú síðast í apríl hélt mótorhjólaklúbburinn Þytur, sem starfar í félagsmiðstöðinn í Garðalundi í Garðabæ , sýningu á mótorhjólum .

Á sýningunn i voru 30 til 40 hjól af öllum stærðum og gerdum , frá fimmtiu kúbikum og allt upp í tólf hundruð kúbik. Þar á meðal var hjól íslandsmeistarans í kvartmílu .
Báða sýningardagana kepptu núverandi og fyrrverandi íslandsmeistarar á braut sem var í tengslum við sýningarsvæðið . Vakti það mikla lukku . 
Markmiðið með sýningu Þyts var að vekja athygli fólks á því að mótorhjól eru ekki eingöngu leiktæki heldur má nota þau til íþrótta, einnig að mótorhjólaakstur er ekki eins hættulegur og menn halda ef
farið er eftir öllum reglum.

Vikan 22tbl. 29.5.1986

12.3.86

Fjölmenni á lögreglustöðinni:

SNIGLUNUM BODIÐ TIL SKRAFS OG RÁDAGERÐA



„Ég bjóst ekki við öllum þessum fjölda en undirtektir Sniglanna sýna að þeir hafa fullan hug á að eiga gott samstarf við lögregluna," sagði Óskar Ólason yfirlögregluþjónn í sámtali við DV. Lögreglan í Reykjavík bauð félögum í Bifhjólasamtökum lýðveldisins - Sniglunum - til fundar og kaffisamsætis í lögreglustöðinni nýverið. 
Þar mættu 63 félagar, karlar og konur, og nutu gestrisni lögreglunnar eina kvöldstund. Nokkurrar tortryggni hefur gætt undanfarið meðal borgaranna og raunar lögeglunnar líka í garð félaga í Bifhjólasamtökunum. Á fimmtudagskvöldum sjást þeir gjarnan aka um götur borgarinnar í hópum. Þau kvöld eru fundir hjá samtökunum. Með reynslu frá erlendum borgum í huga hefur mörgum staðið ógn af þessum ferðalögum. „Þetta er enginn óaldarlýður, öðru nær," sagði Óskar Ólason. „Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé og þau sögðu okkur líka að þeim þætti framkoma lögreglumanna lika misjöfn í garð þeirra. En ég held að það hefði átt að vera löngu búið að halda svona fund. 
Yfirleitt er ekki talað við þetta fólk fyrr en eitthvað hefur komið fyrir."
Á fundinum var rætt um öryggi í bifhjólaakstri og farið yfir skýrslur um slys. Á eftir skoðuðu  Sniglarnir húsakynni lögreglunnar og þáðu kaffi og með því.
-GK
Dagblaðið Vísir 12.03.1986