SNIGLUNUM BODIÐ TIL SKRAFS OG RÁDAGERÐA
„Ég bjóst ekki við öllum þessum fjölda en undirtektir Sniglanna sýna að þeir hafa fullan hug á að eiga gott samstarf við lögregluna," sagði Óskar Ólason yfirlögregluþjónn í sámtali við DV. Lögreglan í Reykjavík bauð félögum í Bifhjólasamtökum lýðveldisins - Sniglunum - til fundar og kaffisamsætis í lögreglustöðinni nýverið.
Þar mættu 63 félagar, karlar og konur, og nutu gestrisni lögreglunnar eina kvöldstund. Nokkurrar tortryggni hefur gætt undanfarið meðal borgaranna og raunar lögeglunnar líka í garð félaga í Bifhjólasamtökunum. Á fimmtudagskvöldum sjást þeir gjarnan aka um götur borgarinnar í hópum. Þau kvöld eru fundir hjá samtökunum. Með reynslu frá erlendum borgum í huga hefur mörgum staðið ógn af þessum ferðalögum. „Þetta er enginn óaldarlýður, öðru nær," sagði Óskar Ólason. „Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé og þau sögðu okkur líka að þeim þætti framkoma lögreglumanna lika misjöfn í garð þeirra. En ég held að það hefði átt að vera löngu búið að halda svona fund.
Á fundinum var rætt um öryggi í bifhjólaakstri og farið yfir skýrslur um slys. Á eftir skoðuðu Sniglarnir húsakynni lögreglunnar og þáðu kaffi og með því.
-GK
Dagblaðið Vísir 12.03.1986