13.2.86

Hin ólæknandi mótorhjóladella

Áhugi á hraðskreiðum farartækjum er ekkert nýtt undir sólinni en viðtekin skoðun er meðal
almennings að yngri kynslóðin sé þar ein um hituna. Það er að vísu algengara að yngra fólkið hafi þennan áhuga en oftar en ekki minnkar hann síst með aldrinum. Og kvenkynið er lítið frábrugðið körlunum að þessu leyti.

Leikarinn Steve McQueen var þekktur fyrir hraðafíkn, einkum beindist áhuginn að kappakstursbílum og mótorhljólum. Hjónaband hans og leikkonunnar Ali MacGraw varð hrein martröð vegna þessa meðal annars,
Ali stökk ekki bros þegar Steve ók á mótorhjólinu á  sundlaugarbakkanum, inn í betri stofurnar, upp stigana og endaði ferðina ofan í lauginni - að  sjálfsögðu á hjólinu ómissandi.

Mótorhjóladellan gripur konur ekki síður en karla og Maria Ruoff í Watttersdorf i VesturÞýskalandi þeysir ennþá um á sínum gamla mótorfák, hann er frá árinu 1938 og gengur eins og klukka. Sjálf er Maria komin á níræðisaldurinn og segist ekki ætla að leggja hjólinu á næstunni. „Ég fæ innilokunarkennd í bíl og hjólið heldur mér ungri, þegar vindurinn blæs um andlitið og hraðinn eykst finnst mér ég kornung ennþá," segir þessi 82ja ára drottning götunnar. „Og ég sé enga ástæðu til þess að breyta lifhaðarháttum þótt aldurinn færistyfir." Maria tekur því mjög rólega að örðu leyti í einkalífinu, tómstundum eyðir hún á þorpskránni við  bjórdrykkju og fjárhættuspil. Þar spilar hún við karlana á staðnum, þeir hafa ekki roð við henni i spilum. „Gróðinn nægir mér alveg til bensínkaupa á hjólið mitt og líka fýrir bjórnum á kránni en ég drekk aldrei mikið. Vil ekki missa ökuleyfið fyrir mótorhjólið, það er síðan 1938 og væri engin smáskömm að tapa því vegna drykkjuskapar. Fer aldrei yfir strikið, flýti mér heim áður en af því verður." Þannig að ef þið eigið leið um Wattersdorf á næstunni er betra að líta vel til hægri og vinstri áður en haldið er yfir götu, kunnugir segja Mariu lítið fyrir að lúsast um strætin.

Dagblaðið Vísir 13.02.1986