14.1.86

Ók mótorhjóli í gegnum hurð.


Maður meiddist á höfði í gærmorgun þegar hann ók mótorhjóli í gegnum hurð í Heklu-portinu við Laugaveg. 

Maðurinn fékk að reyna kraftmikið mótorhjól. Hann hafði gott vald á hjólinu þar til innarlega i Heklu-portinu. Þá virðist maðurinn hafa „frosið" og skipti engum togum að hann ók hjólinu á fullri ferð í gegnum hurð eins og sést hér á myndinni. 

Hurðin mölbrotnaði. Maðurinn kastaðist af hjólinu með þeim afleiðingum að hann meiddist þó nokkuð á höfði.

-SOS/DV-mynd S.
Dagblaðið /Vísir 14. JANUAR 1986.