Skemmtilegirvinnu hestar nú líka með
drifi á öllum!
Sagt er að ekkert sé nýtt undir
sólinni, en þá er ekki reiknað með
landi hinnar rísandi sólar.
Sagt er að Japanar hafi ekki hæfileika til að fá hugmyndir, en ef litið
er á varninginn sem til sölu er um
allan heim, að ekki sé talað um það
sem á leiðinni er, virðist þetta líka
vera rangt.
Frá japönsku vélhjólasmiðjunum
komu fyrir fáum árum þríhjól með
blöðrudekk og lítilli tvígengisvél.
Undir eins rann af stað mikið þríhjólaæði í Bandaríkjunum og Ástralíu. Ástralir sáu strax að þríhjólin
voru meira en bara leikföng, og komu
þau víða að góðu gagni á víðlendum
býlum Ástrala.
Næst koma stærri vélar og svo
afturfjöðrun í þríhjólin svipað og
hannað hafði verið fyrir torfærukeppnishjól. Nokkur þríhjól bárust hingað og eru notuð til vinnu og
skemmtunar, en erfitt er að fá þau
skráð og nota með öryggi á almennum
vegum. Þess vegna þurfa þeir sem
ætla að nota þríhjól sér til gamans að
eiga kerru og draga þau þangað sem
aka á.

Enn eitt skrefið var að bæta einu
hjóli við. Fjögurra hjóla apparötin
urðu nauðsynleg þeim sem vildu sýna
þríhjólagæjunum hver væri meiri
maður, og aftur fundust not. Þau
mátti nota til dráttar.
Og nú er það nýjasta komið: Fjögur
hjól, fjöðrun á öllum og drif á öllum!
Það vinsælasta er líklega frá
Honda, og heitir TRX 350 4x4.
Vélin er fjórgengis eins strokks og
skilar 25 hestöflum í rólegheitum
gegnum sjálfvirka kúplingu og 5 gíra
gírkassa. Að auki er bakkgír eins og
á alvöru bíl. Fjöðrun er framan og
áftan, og splittað mismunadrif að
framan. 011 drifsköft eru lokuð inni
í húsum fylltum smurningu svo ekkert
viðhald þarf á þeim frekar en kveikikerfi sem er innsiglað og varið þannig
gegn vætu. Því ætti að vera hægt að
göslast allan daginn í pyttum og
mýrum án vandræða, enda eru allar 3
bremsuskálar líka lokaðar.

Eins og á myndunum sést er einna
helst gert ráð fyrir því að TRX
apparatið (bílhjólið?) sé notað til
vinnu, enda hefur það dráttarbeisli og farangursgrindur framan og
aftan. Í rauninni er erfitt að segja til
um hvaða ætt vélknúinna ökutækja
þetta tilheyrir. Það er notað líkt og
vélhjól, en getur vélhjól haft fjögur
hjól og drif á þeim öllum? Flokkunin
er það sem skiptir meginmáli varðandi innflutning, ef það lendir í sama
flokki og þríhjólin, bifhjólaflokki,
verður verðið mun hærra en áætluð
240.000.
TRX 350 er nýkomið á markað
erlendis og er von á einu til reynslu
nú fljótlega. Ef vel tekst til gætu
bændur hér fengið duglegan vinnuhest og fjölhæfan, tæki sem virðist
líklegt til að komast nærri allt.

Blöðrudekkin eru víð og mikil (24
tommur, um 75 sm að ummáli) og
loftþrýstingur í þeim er afar lítill.
Gróft munstrið ætti að grípa svikalaust í allt sem undir er á ferðum
ökumanns (reiðmanns!) um stokka
og steina. Vegna blöðrudekkjanna
og lítillar þyngdar (260 kg) skilja
þessi tæki sjaldnast eftir sig nokkur
spor. Má hæglega ímynda sér Hondu
TRX í smalamennsku um heiðar eða
annað snatt um sveitir án þess að
fylgj a vegum eða ná hestum og beisla.
Við TRX línuna og raunar þríhjólin líka er hægt að fá úrval tengitækja,
yfirleitt litlar kerrur með blöðrudekk,
jafnvel fjögurra hjóla. Þannig verður
girðingarvinna á viðkvæmu landi
ólíkt auðveldari en að bera allt efni á
sér frá flutningatækjum sem ekki
komast á staðinn.
Smátæki í þessum dúr hafa kannski
sumir séð á hrísökrum Asíu, en þau
þjóna ekki hinum þúsund störfum
sem eru TRX möguleg - þar með
talið að skemmta eiganda sínum.
Við ætlum að fylgjast með þegar
fyrsta tækið kemur og fjalla betur um
það þá.
AA
NT
24.10.1985