13.2.86

Hin ólæknandi mótorhjóladella

Áhugi á hraðskreiðum farartækjum er ekkert nýtt undir sólinni en viðtekin skoðun er meðal
almennings að yngri kynslóðin sé þar ein um hituna. Það er að vísu algengara að yngra fólkið hafi þennan áhuga en oftar en ekki minnkar hann síst með aldrinum. Og kvenkynið er lítið frábrugðið körlunum að þessu leyti.

Leikarinn Steve McQueen var þekktur fyrir hraðafíkn, einkum beindist áhuginn að kappakstursbílum og mótorhljólum. Hjónaband hans og leikkonunnar Ali MacGraw varð hrein martröð vegna þessa meðal annars,

14.1.86

Ók mótorhjóli í gegnum hurð.


Maður meiddist á höfði í gærmorgun þegar hann ók mótorhjóli í gegnum hurð í Heklu-portinu við Laugaveg. 

Maðurinn fékk að reyna kraftmikið mótorhjól. Hann hafði gott vald á hjólinu þar til innarlega i Heklu-portinu. Þá virðist maðurinn hafa „frosið" og skipti engum togum að hann ók hjólinu á fullri ferð í gegnum hurð eins og sést hér á myndinni. 

Hurðin mölbrotnaði. Maðurinn kastaðist af hjólinu með þeim afleiðingum að hann meiddist þó nokkuð á höfði.

-SOS/DV-mynd S.
Dagblaðið /Vísir 14. JANUAR 1986.