12.7.85

Mótókross í Eyjum

Laugardaginn 6. júlí var keppt í mótókrossi í Vestmannaeyjum, í flokkum 250 og 500 rúmsentimetra hjóla, og gaf keppnin stig til íslandsmeistaratitils.


   Fyrir þessa keppni var Marteinn Pétursson efstur að stigum þótt hann keppi á 250 sm3 hjóli. Á hæla hans komu Ragnar Ingi Stefánsson og Gunnar Pór Gunnarsson á 500 sm hjólum, en Valdemar Johnsen var fjórði.

   Að venju var keppninni skipt í þrjár lotur, svofiefnd mótó, en áður gátu menn farið nokkra hringi og kynnt sér brautina sem er lögð í vikri og íeyndist hjólunum erfið. Keppnin hófst með mikilli baráttu þeirra Ragnars og Gunnars sem stóð stutt, því strax á öðrum hring bræddi hjól Gunnars úr sér. Hann stökk á lánshjól og hélt áfram en bræddi líka úr því áður en fyrsta mótó var yfirstaðið.
   Marteinn varð því Ragnari skæðastur og dró á hann en hjól hans fór þá að dæmi Gunnars og bræddi úr sér. Ragnar vann því þá lotu, Valdimar varð annar en Eyjapeyinn Bjartmar Jónsson þriðji. 
   Marteinn fékk lánað hjól fyrir aðra lotu, en það var 500 rúmsm. og því allt öðruvísi en 250 hjólið hans. Gunnari tókst ekki að útvega sér þriðja hjólið og var þar með úr leik. Vann Ragnar þá lotu því nokkuð létt, Marteinn annar og Valdemar þriðji. 
   Fyrir þriðju lotu hafði Marteinn vanist hjólinu nægilega vel til að ná forystu en Ragnar gaf honum ekkert eftir. Svo hörð var barátta þessara tveggja að þeir skildu alla aðra eftir. Þrýstingurinn á Martein varð mikill og datt hann þegar stutt var eftir. Ragnar vann því þriðju lotuna eins og hinar fyrri, Marteinn náði öðru sæti.

ÚRSLIT 500 rúmsm. flokkur

1. Ragnar Ingi Stefánsson KTM500
2. ValdimarJohnsen   Honda 480
3. Marteinn Pétursson Yamaha 490

250 rúmsm. flokkur 
l.  StígurHannesson Yamaha250 
2. Sigurður Bjarni Richardsson Yamaha 250 
3. Hafþór Hafliðason Honda 

Staða til íslandsmeistara 
1. Ragnar Ingi Stefánsson KTM 500 
2. Marteinn Pétursson Suzuki 250 
3. Valdimar Johnsen Honda 480 
4. Sigurður Bjarni Richardsson Yamaha 250
5.-6. Gunnar Þór Gunnarsson Yamaha 490 
5.-6. Stígur Hannesson Yamaha250 

NT 12.7.1985

Undrasnáðinn Spencer


Hver er besti vélhjólaökumaður heims?
Þessi spurning mun kalla sama svar fram hjá flestum sem fylgjast með: 
Freddie Spencer.
   Þessi 24 ára gamli Ameríkani með barnsandlitið hefur síðan Kenny Roberts dró sig í hlé notið mestrar virðingar allra vélhjólaökumanna. Keppinautarnir gera sér sjaldnast vonir um að geta haldið í við hann heldur í mesta lagi að hann detti út úr keppni.
    „Fast Freddie" er hann kallaður meðal félaga og aðdáenda og mun fá engu minna pláss í vélhjólasögunni en stórnöfn gengin eins og Agostini eða Saarinen.
   
 Freddie Spencer hóf keppnisferil sinn á unga aldri, 5 ára gamall tók hann þátt í kappakstri á vélhjóli. Þótt Freddie sé ungur enn hefur hann því um tveggja áratuga reynslu!
   Í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, vann hann götukappakstursmeistaratitil American Motorcycle Association árið 1978, aðeins 17 ára gamall. Fyrsta árið sem hann tók þátt í heimsmeistarakeppni, á 500 rúmsm hjóli 1982, gekk honum svo ótrúlega vel að vinna tvær keppnir og ná 3. sæti eftir tímabilið.
     Árið eftir, 1983, bætti Freddie um betur og náði heimsmeistaratign eftir fleiri sigra en nokkur annar á