18.5.78

Er grundvöllur fyrir súper létt vélhjól hér á hjara veraldar?


Það vill hann Karl H.Cooper meina, að minnsta kosti var hann svo trúaður að hann hóf innflutning á slíkum hjólum s.l. sumar, og þótti það mörgum hin mesta bjartsýni.

En viti menn, hvorki meira né minna en 25 hjól seldust á aðeins þremur eða fjórum mánuðum, svo að þegar Karl lét orð falla í þá átt að mér væri velkomið að reynsluaka svona hjóli tók ég því með þökkum, þótt svona apparöt séu ekki í hávegum höfð hjá okkur kraftadellumönnum.

Þegar ég loks lét verða af því að skreppa upp í Mosfellsveit þar sem Karl er með fyrirtæki sitt, tók ég 9 ára gamla dóttur mína með til þess að sannreyna það sem hann hafði sag mér um að hver sem kynni á reiðhjól gæti ekið MALAGUTI vélhjólinu.

 MALAGUTI MOTORIK eru ítölsk framleiðsla og eins og þeirra er von og vísa er hjólið snyrtilega hannað og raunar skratti laglegt hjól.

Ég byrjaði á því að aka hjólinu nokkra hringi og vissulega var það auðvelt í meðförum, þ.e. stigið á startsveifina, snúið upp á bensíngjöfina og þar með er allur galdurinn upp talinn.

MALAGUTi er svo til hljóðlaus. Jafnvægið betra en á reiðhjóli, lítill hlíf er komið fyrir ofan mótorinn sem er
 beint undir fótum mans sem gerir það að verkum að sama og ekkert skvettist á menn
þó ekið sé í vætu, aflið er í algeru lágmarki, en nægir vel til þess að skila manni hvert sem er
innanbæjar, bensíneyðslan er aðeins 2 lítrar pr. 100 km og það eitt ættiað vegkja almenning
til alvarlegrar umhugsunar á þessum síðustu og verstu tímum. (Á myndinni er Elín G Ragnarsdóttir)
Og Karl H. Cooper hafði rétt fyrir sér, stelpan var ekki í nokkrum vandræðum með að handleika MALAGUTI og það var ekki fyrir en eftir fortölur og bölbænir að mér tókst að hafa hana ofan af hjólinu aftur.

Það sem mér þótti mest til koma á MALAGUTI fyrir utan einfaldleikann var það hver breiðir hjólbarðarnir eru undir henni, Því það hlýtur að gera það að verkum að hjólið er vel nothæft  utan malbikssins og einnig í snjó.
------------------------------------------------------------------
Verðið á MALARGUTI MOTORIK er um 135-140 þús. 
Vélin er 1 cyl. tvígengis, loftkæld, 2,2 hestöfl, 50 cc, 
1 gír með sjálfvirkri kúplingu í olíubaði (sjálfskipt)  
 Fótstart,   
3 lítra bensíntankur, 
Eigin þyngd 34 kg. 
burðarþol c.a. 100 kg.

Ragnar Gunnarsson 
Bílablaðið 1978

21.4.78

Fullgildur í róadrace hvar sem er í Evrópu

Bílablaðið Rabbar stuttlega við Gustaf Þórarinsson

Að þessu sinni er ekki sagt frá neinu ákveðnu mótorhjóli, heldur mótorhjólakappa. Sá heitir Gústaf Þórarinsson og hefur verið búsettur í Svíþjóð í tæp fjögur ár. Hans helzta frístundaiðja er að keppa á mótorhjólum. 

Síðan Gustaf fluttist til svíþjóðar hefur hann æft og æft, og ernú svo komið að hann keppir opinberlega á hjóli sínu - sem er Yamaha 125. Og upp á vasann hefur hann skilríki, sem sanna að hann sé löglegur keppandi í Road Raceing hvar sem er í Evróopu.
Er bílablaðið hitt Gustaf að máli fyrir stuttu sagði hann sínar ekki sléttar. Í síðustu keppni hafði hann náð bezta startinu og haldið foristunni lengst framan af,- eða þar til bremsurnar fóru í lás að framan, svo að hann varð að hætta keppni.  Þetta kvað Gustaf geta komið fyrir, þegar ekki eru til nógir peningar til að skipta um það, sem farið er að slitna eða sjá á að einhverju leyti.
Bílablaðið bað Gustaf Þórarinssin að lýsa í stuttu máli hjólinum, sem hann ekur á.

Gustaf ekur á gulu og rauðu hjóli sem er rækilga merkt Íslenska fánanum á báðum hliðum. Auk þess hefur hann látið sauma fánann í búning sinn. - Þó Gústaf hafi sænsk keppnisréttindi , þá ekur hann sem íslendingur.


Gustaf Þórarinsson


"Hjólið, sem ég nota" sagði Gustaf, "er smíðað sem keppnis hjól, og verður því að vera sem léttast, - vegur ekki nema 80 kg. Það er af Yamaha gerð 125cc og fimm gíra. Það er hægt að þenja þetta hjól hátt í 200kílómetra hraða á beinni braut, svo að það er ekkert grín að detta á hausinn í hita leiksins."

Bílablaðið 1977