30.8.74

Vélhjólaklúbburinn Elding starfar á ný (1974)

Þarna hafa strákarnir fundið sér góðan
stað til bess að reyna sig í torfæruakstri. 
Við höfum satt að segja leitað með logandi Ijósum að æfingasvæði, þar sem strákarnir geta æft sig á vélhjólunum sínum, en ekki tekizt að fá neitt viðurkennt svæði," sagði Jón Pálsson tómstundaráðunautur hjá Æskulýðsráði er við ræddum við hann í gær.
   Nú stendur til að endurvekja vélhjólaklúbbinn „Eldingu" og var fyrsti fundurinn i nýinnréttuðum  kjallara í Tónabæ í gær.
   Jón sagði okkur, að margir strákar ættu orðið vélhjól en Æskulýðsráð hefur gengizt fyrir  námskeiðum i meðferð vélhjóla og fær enginn æfingaheimild á Stór- Reykjavfkursvæðinu án þess að hafa farið á námskeið fyrst.  Strákarnir verða að vera 15 ára, þegar þeir fá próf, og sagðist Jón hafa búið milli 3 og 4 þús. unglinga undir þau.
   Á Norðurlöndunum hafa vélhjólaklúbbarnir æfingasvæði, sem eru 16 m breið og 30 m löng og eru þá notaðir klossar o.fl. til þess að mynda torfærur. Keppt er til verðlauna, brons-, silfur- eða gullpenings. Jón sagði okkur, að vitanlega þyrfti þá einhvern stað til þess að geyma tækin á og vonandi væri hægt að fá svipaða  aðstöðu hér og tiðkast hjá þessum frændþjóðum okkar.
-EVI -
Vísir 30.8.1974

22.11.72

Hjólið læst ?


Kannski einhverjir geti dregið lærdóm af þessari mynd sem komin er alla leið frá Manhattan í Bandarikjunum.

Eigandi þessa vélhjóls ber greinilega litið traust til náungans, og til að geta öruggur yfirgefið hjól sitt á bilastæði, þess fullviss að ganga að þvi visu á nýjan leik, hlekkjaði hann það einfaldlega við rist i götunni. Jafnvel ósvifnustu þjófar, sem ágirntust hjólið, myndu veigra sér við að ræna þvi. Sá hávaði og glamur, sem 'mundi fylgja þvi, að draga hina þungu rist á eftir sér um götur og stræti New York-borgar er ábyggilega ekki eftirsóknarvert.

Visir 22.11.1972

19.11.72

Málefnaleg kosningabarátta.


Kosningabaráttan í Vestur-Þýzkalandi stendur nú sem hæst, og gripa frambjóðendur til ýmissa ráða til að vekja athygli háttvirtra kjósenda á sér og flokki sinum. 

Minni spámenn i stjórnmálabaráttunni kvarta mjög yfir því,að foringjar flokkanna einoki fjölmiðla,og að helzt liti svo út sem þeir séu einir í framboði. Á þetta jafnt við um frambjóðendur allra stjórnmálaflokkanna.
Þessu svara tiltölulega óþekktir stjórnmálamenn og upprennandi með þvi að haga kosningabaráttunni þannig i sinum kjördæmum, að fólk komist ekki hjá þvi, að taka eftir uppátækjum þeirra.
Í nokkrar vikur hefur fegurðardís nokkur tröllriðið mótorhjóli í litlu kjördæmi i Suður-Þýzkalandi allsber, að öðru leyti en þvi, að á skrokk hennar eru máluð pólitisk slagorð:  Sendum jafnaðarmanninn Klau Immer til Bonn. Í kjördæminu eru aðeins 20 þúsund kjósendur, og hafi þeir ekki vitað það áður, vita þeir nú hver sósialdemókratinn Klaus Immer er.
Frjálslyndi demókratinn Jurgen Möllemann kemur svifandi i  fallhlif ofan úr skýjunum á kosningafundi i sinu kjördæmi, en kristilegi demókratinn Warendorf smýgur skolleitt vatnið i ánni Ems i froskmannsbúningi og tekur sýnishorn af mengun i ánni með sér á kosningafundina. Til að sýna i verki baráttu sina gegn menguninni ekur hann aldrei í bil um  kjördæmið, heldur fer hann ýmist riðandi eða gangandi milli kosningafundanna.
Tíminn 19.11.1972

2.11.72

Vélvœddur kúreki

 Þegar Frank Dedman frá Lebanon, Tenn., USA, var orðinn 70 ára að aldri, sagði hann, að stússið við að leggja á hestinn sinn á hverjum morgni væri að verða of mikið fyrir hann. 

Til að geta rekið hina 125 nautgripi sina á beit á morgnana og smalað þeim saman aftur á kvöldin, keypti hann þvi mótorhjól.

Nú notar hann hjólið við kúareksturinn. ,,ég spara mikinn tíma siðan ég fékk mér hjólið", segir Frank.
2.nóv.1972
Vísir

13.8.72

Esja sigruð á mótorhjólum


Við sögðum fyrir skemmstu hér i þættinum, að hér á landi stunduðu menn ekki kappakstur sem íþróttagrein, eins og gert er i nágrannalöndum okkar i miklum mæli. 


Þetta var raunar ekki allur sannleikurinn, þvi hér hefur verið keppt i torfæruakstri, bæði á jeppum og mótorhjólum. Mótorhjólakeppni var i fyrsta sinn haldin hér á landi sl.l vor Hún var haldin i Krýsuvik, og það var Mótorhjólaklúbbur Reykjavikur sem stóð fyrir henni. Klúbburinn var stofnaður fyrir um tveimur árum, og er bundinn við, að vélarstærð hjólanna sé yfir 50 cc, en hjól með minni vél teljast „skellinöðrur". Það var formaður klúbbsins, Jón Sigurðsson, sem sigraði i keppninni, en samt er varla hægt að kalla hann Íslandsmeistara i vélhjólaakstri, þvi keppnin var eingöngu á milli innanfélagsmanna, og þar að auki var hún ekki auglýst með löglegum fyrirvara.
 Í klúbbnum eru 40 félagar, sem koma saman á fundi á vetrum til að ræða áhugamál sitt og skoða kvikmyndir um iþróttina. Þeir skipuleggja lika á þessum fundum sumarstarfið, sem var i sumar fyrrnefnd torfærukeppni, og mótorhjólaferðir um byggðir og óbyggðir.
 Um verzlunarmannahelgina fóru nokkrir félagar m.a. i Landmannalaugar, og i þeirri ferð hikuðu þeir ekki við að sundriða fararskjótunum i ánum. Efri myndirnar hér á siðunni tók Þórður Valdimarsson, sem varð þriðji á torfærukeppninni, þegar hann sigraði ásamt félaga sinum Ólafi Stefánssyni sjálfa Esjuna.
Þeir réðust til uppgöngu á tveimur torfæruhjólum af gerðinni Honda 350 Trail, búnum gaddakeðjum. Neðri myndina tók Þórður af sigurvegaranum i torfærukeppninni. Hann er þarna að fljúga af stökkpalli, sem settur var upp i brautinni.

Alþýðublaðið 13.08.1972
UMSJON: ÞORGRlMUR GESTSSON 

26.5.72

Lögreglan herðir vegaeftirlitið enn

Lögreglan á nú tiu vélhjól, en fjögur  eru
á leið til landsins. Þau nýju  eru eins og sum
 hin eldri af gerðinni  Harley-Davidson,
 og kostar hvert þeirra fullbiiið. kringum
430.000 krónu
r
.

- fékk fjögur ný vélhjól til viðbótar til að fylgjast með Vesturlandsveginum 


Lögreglan býr sig nú af kappi undir þjóðvegaakstur — jafnt almennings sem eigin manna. Í sumar mun lögreglan hafa sex bíla við eftirlitsstörf á þjóðvegum, en auk þeirra slangur af vél hjólum.

Dómsmálaráðherra beitti sér fyrir þvi nýlega, að lögreglan fékk fjögur ný vélhjól til sinna nota. Eru þau af gerðinni HarleyDavidson, eins og raunar flest vélhjól lögreglunnar. Hafa þessi hjól enda dugað vel, þau elztu sem nú eru i notkun hjá lögreglunni eru frá árinu 1958 og láta engan bilbug á sér finna.
„Þessi nýju vélhjól okkar verða i notkun mest á steypta vegarspottanum frá Elliðaám og upp að úlfarsá (Korpu)", sagði Óskar Ólason yfirlögregluþjónn i samtali við Vísi, „það er nefnilega hætt við að menn kunni sér ekki læti og spretti um of úr spori við að koma á svo góðan veg — sem ranglega hefur verið kallaður hraðbraut. Þetta hraðbrautarnafn er mjög villandi — menn halda að takmarkaður hraði sé þarna leyfilegur, en þvi fer fjarri, enda vegurinn mjór og umferð um hann þung."
Og væntanlega þora menn ekki að aka svo mjög hratt, vitandi af leðurbúnum lögreglukappa, þeysandi fram og aftur um veginn á nýju hjóli frá Ólafi Jóhannessyni.
- GG
Vísir 26.05.1972

9.12.70

Elding 5 ára (1965)


Hér sýnir einn piltana listir sýnar

 Vélhjólaklúbburinn Elding 5 áraÍ GAMLA Golfskálanum á Öskjuhlíðinni er margskonar starfsemi til húsa. Þar hafa t.d. tveir klúbbar aðsetur sitt, Bílaklúbburinn og Vélhjólaklúbburinn Elding, sem um þessar mundir heldur hátíðlegt 5 ára starfsafmæli sitt. 

  Í Golfskálanum hafa piltarnir í Eldingunni ágæta aðstöðu og þar  halda þeir sína vikulegu klúbbfundi og hafa þar eigið verkstæði, sem opið er fjórum sinnum í viku fyrir klúbbmeðlimi.
   Fyrir réttri viku hélt klúbburinn hátíðlegt 5 ára afmæli sitt með fundi og veizluhaldi í gamla Golfskálanum. Þar rakti Jón Pálsson tildrögin að stofnun þessa klúbbar, og Sigurður E. Ágústsson varðstjóri rifjaði upp ýmis atriði í sögu klúbbsins. Síðan var sýnd kvikmynd um vélhjólaakstur á reynslubrautum. 55 unglingar mættu á þessum klúbbfundi og fór hann hið prýðilegasta fram.
Nokkrir piltar úr Eldingunni
  Tildrögin að stofnun klúbbsins voru þau, samkvæmt frásögun Jóns Pálssonar, að fyrir um það bil fimm árum varð unglingur hér í borg fyrir bifreið, en unglingur þessi var á vélhjóli. Í tilefni af því barst Jóni Pálssyni fyrirspurn í tómstundaþáttinn varðandi þetta slys. Urðu málalok þau að Vélhjólaklúbburinn Elding var stofnaður og hefur frá upphafi átt miklu fylgi að fagna meðal pilta á aldrinum 15—17 ára.
  Á þessum sama fundi færði framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs, Reynir Karlsson, klúbbnum peningagjöf, 3000 krónur og innflytjandi Hondu-vélhjólanna Gunnar Bernhard færði þeim verkfærasett, sem vafalaust hefur komið í góðar þarfir.
Fréttamaður blaðsins gerði sér ferð upp að Golfskálanum gamla fyrir nokkrum dögum og forvitnaðist um starfsemi klúbbsins. Þar voru staddir nokkrir vaskir drengir með hjálma og íklæddir leðurjökkum, en það mun vera einkennisbúningur þeirra. Þarna var einnig staddur formaður þessa klúbbs, Jón Snorrason, 16 ára gamall, og svarði hann nokkrum spurningum varðandi starfsemina.
Hjólin lagfærð og smurð

— Farið þið ekki oft í ferðalög út fyrir borgina? 
— Jú, við höfum farið út á Reykjanes nokkrum sinnum og eitt sinn brugðum við okkur til Hvitárvatns. Einnig förum við oft í Rauðhólana. Það er líklega vinsælasti staðurinn.
 — Hvaða vélhjólategund er vinsælust meðal piltanna hér? 
— Ætli það sé ekki Honda. Hún nær mestum hraða, þótt það sé enganveginn stærsti kosturinn, en þau hjól, sem nú eru flutt inn ná ekki miklum hraða og eru til tafar í umferðinni. Auk. þess hefur Honda þann stóra kost, að hún verður ekki hálfónýt á einu ári, eins og þau hjól, sem inn eru flutt, en ég vil gjarnan taka það fram, að allskonar höft eru á innflutningi vélhjóla. Við höfum gert okkar bezta með aðstoð ýmissa manna til að fá úr þessu bætt, en því er ekki sinnt. Það litla, sem inn er flutt af vélhjólum er yfirleitt mjög lélegt.

Morgunblaðið
 9.12.1965