14.9.20
13.9.20
Hafa ekki tölu á beinunum sem brotnuðu
„Ég vaknaði bara tíu dögum seinna,“ segir Einar Björgvin Olgeirsson, 36 ára fjölskyldufaðir, sem lenti í alvarlegu vélhjólaslysi þegar hann var á leið til vinnu þann 30. júlí síðastliðinn. Eftir að hafa verið haldið sofandi í öndunarvél hefur bati Einars verið lygilegur. Hann og eiginkona hans eiga von á sínu öðru barni þann 1. desember og horfa þau nú fram á nýjar áskoranir.
Það er í raun ótrúlegt að ég sé sitjandi hérna og hafi labbað hingað fram til að opna fyrir þér,“ segir Einar Björgvin Olgeirsson, 36 ára fjölskyldufaðir sem búsettur er í Seljahverfi.
Einar Björgvin slasaðist alvarlega í mótorhjólaslysi að morgni 30. júlí þegar bifreið var ekið í veg fyrir hann á gatnamótum Stórhöfða og Breiðhöfða. Einar starfar hjá Nesdekk og var hann á leið í vinnuna þennan morgun.
Lítið var fjallað um slysið í fjölmiðlum þennan dag. Vísir greindi frá því að ökumaður mótorhjóls hefði verið fluttur á slysadeild eftir árekstur við sendiferðabíl en ekki lægju fyrir upplýsingar um meiðsl.
Umræddur ökumaður er Einar og var honum haldið sofandi í öndunarvél í tíu daga eftir slysið. Milli 15 og 20 bein brotnuðu eða brákuðust, þar á meðal höfuðkúpan, þrír hryggjarliðir, nokkur rifbein, viðbeinið og öxlin vinstra megin. „Þeir hafa í raun ekki nákvæma tölu á beinunum sem brotnuðu,“ segir hann.
Bati Einars hefur verið lyginni líkastur en hann er meðvitaður um að langt bataferli sé fram undan. Einar er kvæntur Kristbjörgu Viglín Víkingsdóttur og eiga þau saman dótturina Viglín Eir sem verður sex ára í október. Þá er Kristbjörg ólétt af þeirra öðru barni, stúlku sem er væntanleg í heiminn þann 1. desember næstkomandi. Einar og Kristbjörg tóku á móti blaðamanni á heimili sínu í Seljahverfi í vikunni.
Vaknaði 10 dögum síðar
„Ég man ekkert eftir þessum degi. Ég vaknaði bara tíu dögum seinna,“ segir Einar sem var haldið sofandi til að ná niður bólgum í kringum mænuna. Þó Einar sé ekki lamaður eftir slysið varð hann fyrir mænuskaða. Þá klemmdust taugar sem gerir það að verkum að hann getur ekki notað vinstri höndina. „Þetta er bara drasl sem hangir hérna,“ segir Einar brosandi og bendir á fingur vinstri handar. „Ég hef hreyfigetu í öxl en ekkert fyrir neðan.“
Óvíst er hvort þessi skaði gangi til baka en mögulega mun Einar gangast undir aðgerð á nýju ári. „Hún verður ekki framkvæmd fyrr en líkaminn er búinn að fá möguleika á að jafna sig,“ skýtur Kristbjörg inn í. „Mér er sagt að ég verði aldrei 100% í lagi, en endurhæfingin verður að fá að eiga sér stað áður en hægt er að leggja mat á það,“ segir hann.
Einar fer á hverjum degi á Grensásdeild, endurhæfingardeild Landspítalans, þar sem hann gerir æfingar, fer til iðjuþjálfa og hittir sálfræðing svo eitthvað sé nefnt. Fyrir slysið var dæmigerður vinnudagur Einars á skrifstofu Nesdekkja þar sem hann vann við heildsölu á hjólbörðum. Í dag fer vinnudagurinn í raun fram á Grensásdeild þar sem aðrar og nýjar áskoranir mæta honum.
Þrjóskur yfir meðallagi
Einar segir að sem betur fer sé hann sterkur andlega og þá njóti hann góðs af því núna að vera yfir meðallagi þrjóskur. „Maður er ekkert mikið að hugsa um framtíðina eða þannig. Og í rauninni ekki heldur að lifa í núinu því það er vont,“ segir Einar sem segir að taugaverkirnir í handleggnum séu á köflum slæmir. Hann kveðst þó vera bjartsýnn á framhaldið – annað sé ekki í boði. „Ég meina, ég er staðinn upp og farinn að ganga rúmum mánuði eftir þetta slys. Þetta er magnaður tími í endurhæfingu miðað við hvernig þetta var.“
Til marks um það segist Kristbjörg hafa vonast til þess að hann yrði kominn af spítala áður en seinni dóttir þeirra fæddist í desember. „Það var draumurinn,“ segir hún.Einar og Kristbjörg segjast hafa fengið litlar upplýsingar um sjálft slysið, hvernig það nákvæmlega bar að eða hver hinn ökumaðurinn var. „Ég hef ekki einu sinni fengið að sjá hjólið eftir þetta,“ segir Einar og Kristbjörg bætir við að lögregla hafi sagt þeim að vera ekki hissa þó rannsóknin tæki upp undir ár. „Þetta er svakalega fljótt og skilvirkt kerfi eins og Íslendingar þekkja,“ segir Einar og glottir. Miðað við aðstæður á vettvangi virðist ökumaður bílsins ekki hafa virt biðskyldu eða hreinlega ekki séð Einar.
Einar verður frá vinnu næstu mánuðina hið minnsta og þá er Kristbjörg sjálf komin í leyfi til að vera eiginmanni sínum innan handar. „Svo fer ég í fæðingarorlof 1. desember og verð í eitt ár. Ég verð heppin ef ég fæ 100 þúsund krónur á mánuði útborgaðar. Þetta er pakki,“ segir Kristbjörg sem starfar í félagsstarfinu í Seljahlíð. Þar sem Einar var á leið til vinnu þegar slysið varð á hann rétt á launum. „En það tapast yfirvinna þannig að þetta er þokkalegt tekjutap,“ segir hann.
Einar og Kristbjörg eiga góða aðstandendur sem hafa hvatt þá sem geta að leggja hjónunum lið. Stofnaður var styrkarreikningur fyrir fjölskylduna og er hægt að sjá upplýsingar um hann neðst í þessu viðtali. „Ég vissi ekki að ég ætti svona marga vini,“ segir Einar og Kristbjörg tekur undir það. „Maður hefur fengið stuðning frá fjölskyldu, vinum, kunningjum og jafnvel ókunnugum. Fólki sem maður átti kannski í viðskiptum við fyrir löngu síðan,“ segir hann.
Setti upp gervibros og brunaði á Slysó
Einar segir að slysið muni eflaust breyta viðhorfi hans til lífsins. „Að sjálfsögðu. Ég er svona hálfgerður vinnualki – allavega verkaalki. Núna er ég orðinn einhentur og það er ekki raunhæft að hugsa um framtíðina eins og hún var. Maður gerir bara það besta úr henni sem maður getur. Það er spurning hvaða möguleikar verða í framtíðinni. Kannski þarf maður að búa til aðra möguleika.“
Kristbjörg rifjar upp að morguninn sem Einar lenti í slysinu hafi hún verið að skutla Viglín á hestanámskeið. „Ég þurfti bara að setja upp gervibros, kyssa hana bless og bruna beint niður á Slysó,“ segir hún en þegar þangað var komið var búið að svæfa Einar. Tíminn þegar hann var í öndunarvél var erfiður, bæði fyrir Kristbjörgu og Viglín. „Maður segir ekki við fimm ára barn að pabbi þess sé í öndunarvél, það er bara ávísun á martraðir. Ég gat ekki heldur tekið myndir þar sem hann var með slöngur út um allt,“ segir Kristbjörg en Viglín litla var heima með pabbi hennar var á gjörgæslu.
„Þetta er ekki fallegur staður fyrir lítil augu,“ segir Einar og á þar við gjörgæsludeildina. Hann bætir við að dóttir hans passi vel upp á pabba sinn. „Hún er mjög sterk með okkur. Hún sefur bókstaflega á hliðinni á mér núna á næturnar, hún passar vel upp á pabba sinn og sér til þess að hann fari ekki neitt.“ Einar segir að hann þurfi að halda áfram að sinna föðurhlutverkinu þó það sé vissulega aðeins erfiðara núna. „Það er erfitt þegar maður er emjandi af verkjum að innan en þarf að vera með brosið til að henni líði ekki illa.“
Margir mótorhjólamenn illa búnir
Einar segist vera þakklátur fyrir það hafa verið í góðum hlífðarfatnaði þennan morgun. Hann segir allt of algengt að vélhjólamenn séu illa búnir á hjólum – og ekki síst börnin sem þeysast um göturnar á rafknúnum vespum og hlaupahjólum.
„Maður er að horfa á unga krakka á þessum tækjum. Þau þurfa ekki annað en að fara yfir gangbraut þar sem útsýni er takmarkað til að bíll aki á þau. Þá getur voðinn verið vís, þau dottið illa með hálsinn eða höfuðið á gangstéttarkantinn og hreinlega lamast,“ segir Einar og bætir við allt of mörg dæmi séu um ökumenn sem eru ekki með hjálm eða í fullnægjandi öryggisbúnaði.
„Það kostar að vera á svona tækjum og ef fólk getur ekki bjargað sér með búnað til að vera á svona tækjum þá á það frekar að sleppa því,“ segir Einar sem vill sérstaklega hvetja þá sem eru fullorðnir og eru á kraftmiklum hjólum. „Ég hef sé menn sem eru hanskalausir, á gallabuxum eða joggingbuxum og á Converse-skóm,“ segir Kristbjörg.
Einar segir að samtök eins og Sniglarnir viti vel hvað þau eru að segja og það sé um að gera að hlusta. „Þetta er fólk sem veit hvað það er að segja. Sumir hafa lent í slysum,“ segir Einar og bætir við að það séu bara tvær týpur af vélhjólamönnum til; þeir sem eru búnir að detta og þeir sem eiga eftir að detta. Einar lenti í öðru slysi fyrir nokkrum árum en þó ekki eins alvarlegu og þessu. Í því slysi ökklabrotnaði hann.
„Læknirinn sagði að eina ástæðan fyrir því að það þurfti ekki að negla hann allan saman var að hann var í almennilegum skóm,“ segir Kristbjörg. Slysið varð með þeim hætti að bifreið fyrir framan Einar hemlaði snögglega. Þetta var um vor þegar ekki var búið að sópa götur.
„Ég rann með 200 kíló ofan á fætinum og það var eins og einhver hefði tekið slípirokk á hjálminn. Ef ég hefði verið með opinn hjálm þá væri ég ekki með andlit í dag. Þessi hlífðarfatnaður og búnaður er alveg gríðarlega mikilvægur,“ segir hann.
Allt í lagi að eiga erfiða daga
Einar er meðvitaður um að næstu mánuðir verði strembnir en það kemur ekki til greina að gefast upp. „Það er allt í lagi að eiga erfiða daga, svo rífur maður sig bara upp úr því. Við gerum bara eins gott úr þessu og við getum og lærum að horfa á lífið frá því sjónarhorni sem maður er hverju sinni. Maður heldur bara áfram.“
Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið geta gert það með eftirfarandi upplýsingum:
Reikningsnúmer: 0325-13-000334
Kennitala: 140490-3269
Fréttablaðið
12.9.20
Má beita skepnum í vegkanta? NEI ÞAÐ ER EKKI LEYFILEGT !
Í sumar var undirritaður í hóp með tíu öðrum í skemmtiferð á mótorhjóli um sveit á Vesturlandi þar sem sá sem kunnugastur var leiddi hópinn, stoppaði reglulega og sagði sögur. Það vakti athygli mína að á einum stað var skilti sem varaði við gangandi umferð, en að sögn fararstjóra fór þessi bær í eyði fyrir mörgum árum, en á öðrum stað voru útihús og íbúðarhús beggja vegna við veg og ekkert skilti sem varaði við að þar væri mögulega fólk á ferð, en þar lá hundur í leyni og stökk fram í átt að okkur og gelti.
Akstur okkar var í alla staði til fyrirmyndar (vorum að njóta en ekki þjóta), en þrátt fyrir lítinn hraða og einstaklega lágvær mótorhjól fældust tvö hross mótorhjólin við þennan bæ sem hundurinn hrekkjótti var á. Ástæðan var einföld, hestunum var beitt í vegkantinn og einn lítill rafmagnsstrengur átti að halda þeim frá veginum. Annað hrossið fældist og byrjaði að hlaupa og samkvæmt eðli hesta hljóp hitt hrossið líka stefnulaust í gegnum girðingu, yfir grindahlið og hvarf sjónum okkar (sennilega bæði skelfingu lostin yfir þessum 11 mótormerum sem þau höfðu sennilega aldrei áður séð).
Ekki gera allir sér grein fyrir hættunni að beita hestum í vegkanta
Lagalega hliðin og hlutverk lögreglu
Í áðurnefndri grein var leitað álits lögfræðings Bændasamtakanna, Elíasar Blöndal Guðjónssonar, en hann vildi beina þeim tilmælum til bænda að athuga tryggingarstöðu sína vegna skaðabótaskyldu sem gæti hlotist af vegkantabeit. Einnig athugaði ég hvort lögreglan væri upplýst um að þetta mætti ekki og hafði samband við tvo lögreglumenn sem báðir hafa starfað í fleiri en einu umdæmi. Annar þeirra hafði vegna vinnu sinnar komið að svona kvörtun þar sem hestum var beitt í vegkant. Hann kynnti sér lög og reglur um skepnur við vegi og eftir þann lestur var hans skilningur að hestar yrðu að vera a.m.k. 15 metra frá vegi og í framhaldi lét hann viðkomandi færa girðingu samkvæmt því. Hinn lögreglumaðurinn hafði ekki komið að neinu svona máli og vildi sem minnst tjá sig um þetta mál.Var lögreglan óafvitandi að láta hafa sig af fíflum?
9.9.20
Ýmis tæki sem gagnast vel við smölun:
Göngur , smölun og réttir á næsta leiti.
 Nú líður að fjársmölun og fannst
mér þá tilvalið að prófa tæki
og tól sem nýtast við smölun.
Ökutækjaprófunarsíðan (Vélabásinn) og síðan um forvarnir
(Öryggi-Heilsa-Umhverfi) sem
hafa verið hér í blaðinu hlið við
hlið eru sameinaðir að þessu
sinni í umfjöllun sem tengja má
fjársmölun.
Nú líður að fjársmölun og fannst
mér þá tilvalið að prófa tæki
og tól sem nýtast við smölun.
Ökutækjaprófunarsíðan (Vélabásinn) og síðan um forvarnir
(Öryggi-Heilsa-Umhverfi) sem
hafa verið hér í blaðinu hlið við
hlið eru sameinaðir að þessu
sinni í umfjöllun sem tengja má
fjársmölun.
Tvö „leik-vinnu-tæki“ frá Ellingsen
Gott að keyra jafnt á vegi og í torfærum
Mikið úrval aukahluta fáanlegt á fjórhjólið
Ef verið er að hugsa um að kaupa svona hjól og hugmyndin er að ferðast mikið og langt mæli ég eindregið með að setja handahlífar og hita í handföng bæði fyrir ökumann og farþega. Það kostar sitt, nálægt 80.000, en er fullkomlega peninganna virði. Stór farangurskassi (124 lítrar) aftan á farangursgrindina kostar aukalega 119.000, í staðinn fyrir vír í spilið nota margir tóg sem stundum er kallað „ofurtóg“, kemst lengra og meira inn á spiltromluna (kostar ekki mikið). Hjólið ber vel stærri dekk sem gefa meira flot og mýkt við torfæran akstur.Sur-Ron LB-X götuskráð rafmagnshjól á 849.000 kr.
Sur-Ron er mun öflugri og kraftmeiri en hefðbundin rafmagnsfjallahjól, en helmingi léttari og nettari en hefðbundnir krossarar. Hjólið er með 6 KW, 200 N.m 6000+W rafmagnsmótor með Sport og Eco mode stillingum.60v/32AH Panasonic batterýin eru minni úrfærsla af sömu batteríum og Tesla notar. Hjólið er einungis 47 kg og nær það 75-80 km/klst og fer allt að 100 km á einni hleðslu.200 mm framgaffall og 210 mm afturdempari, 4 stimpla glussabremsur, 70/100 krossaradekk og 19 tommu krossarafelgur. Hjólið er með skellinöðruskráningu og þarf réttindi á létt bifhjól til að keyra það.
Rafmagnskrossari, eitthvert skemmtilegasta leiktæki sem ég hef prófað
Fyrir rælni datt mér í hug að fá rafmagnshjól til að prófa þegar ég var að sækja fjórhjólið. Virkar smátt og ekki líklegt til að geta gert neitt, en raunin var önnur. Þetta „apparat“ er hrein snilld. Ég hef sjaldan skemmt mér svona vel á torfæruhjóli (þrátt fyrir að vera kominn á sjötugsaldur). Rafhlaðan dugir í góða tvo klukkutíma í torfærum. Mesti hraði sem ég náði á þessu hjóli var um 75 km á sport stillingunni, en þegar maður ætlar að nýta sem mest út úr rafhlöðunni er betra að taka sport stillinguna af. Ef maður er að fara á milli staða án sportstillingar, fer maður hægar yfir, en þá á maður meira rafmagn eftir til að leika sér.Það sem kom mér mest á óvart er hvað hjólið þoldi af verulega ógeðslega grýttum slóðum og það hreinlega vakti furðu mína hvað mátti bjóða hjólinu miklar torfærur, þúfurakstur og stórgrýti. Þetta „tryllitæki“ hefði verið gott til brúks við að sækja beljurnar og smala heimatúnið í sveitinni þar sem ég ólst upp. Eftir um tveggja tíma leik og allt rafmagn búið var syni mínum mikið skemmt þegar ég fór úr brynjunni og hann sá að „gamli“ var vel sveittur á bakinu. Varð honum þá að orði: „Greinilega verið gaman hjá þér.“
Nýr Garmin, auðveldur í notkun (jafnvel fyrir mig „tölvuheftan“ manninn)
Fyrir rúmri viku kom nýtt á markað Garmin leiðsögutæki sem er sérhannað fyrir útivistarfólk. Þetta tæki kemur í þrem mismunandi útgáfum. Ég las umsögn frá vini mínum, Ásgeiri Erni Rúnarssyni, um Garmin Montana 700 i frá vini mínum sem var að hluta svohljóðandi:„Nýtt og betra GPS tæki frá Garmin fyrir okkur ævintýrafólk sem elskum að fara út á F-vegi.
Tækið er endurbætt útgáfa af Montana tækinu sem hefur verið mjög vinsælt hjá okkur ferðahjólurum. Þetta tæki kemur í þremur útgáfum, Montana 700, 700i og 750i .
Ég er búinn að vera að fikta svolítið í tækinu síðasta sólarhringinn og líst mjög vel á. Hægt er að hafa tækið uppistandandi eða útafliggjandi.
Tækið er með 5 tommu snertiskjá sem er bjartur og góður í er að vera í klæðnaði sem ekki er kaldur þó að maður blotni. Fyrir mér er eina bannvaran á fjöll klæði úr bómull, en ullarnærföt hafa reynst mér best. Sokkar úr gerviefnum eru lítið spennandi ef maður blotnar í fæturna, notið frekar ullarsokka eða sokka úr neopren. Það er sama efni og er í blautbúningum kafara og eru það uppáhaldssokkarnir mínir. Skiptir engu máli þó maður sé blautur í fæturna, þeir eru alltaf heitir.
Hjálmur, brynja og vatnsheldur klæðnaður
Sama hvort verið sé á fjórhjóli eða hesti þá eru fyrir mér þeir sem hjálmlausir eru á svoleiðis „græjum“ ekkert nema vitleysingar. Aldrei dettur mér í hug að prófa eða keyra fjórhjól eða önnur mótorhjól nema í þar til gerðum hlífðarbúnaði enda hef ég „nánast“ farið í gegnum minn 40 ára mótorhjólaakstur slysalaust þrátt fyrir að detta reglulega á hausinn.Eitt vil ég nefna sérstaklega varðandi hjálma, en þeir eru ekki ætlaðir til að halda fullum styrk og öryggi í nema 10 ár að hámarki. Til að hann geri það sem hann á að gera þarf hann að vera að réttri stærð. Stærðir hjálma eru mældir með því að setja málband fyrir ofan augabrúnir, eyru og aftur fyrir hnakka. Hjá mér er sú mæling 57 cm og því nota ég hjálm sem er með stærðina M sem er 57-58 cm.
Réttir og göngur í „COVID-ástandi“
20.8.2020
