19.8.20

Moto GP úrslit í Austurríki.



Í Motogp helgarinnar sigraði Andrea Dovizioso og kom sér þar með í titilbaráttuna

 Það má segja að það hafi verið viðburðarríkri keppni á Red Bull Ring brautinni í Austuríki.
Sigur Dovizioso kom aðeins 24 stundum eftir að hann tilkynnti að hann væri að yfirgefa Ducati liðið eftir tímabilið. 


Þetta er í þriðja sinn sem Dorvizioso sigrar í Austurríki síðustu fimm árin.

 Joan Mir, tók annað sætið á Suzuki og  Jack Miller náði að taka þriðja sætið einnig á Ducati. 

Keppnin skiptist í tvennt vegna slys í brautinni og varð að rauðflagga keppnina meðan brautin var hreinsuð.  En Johann Zarco  Franco Morbidelli krössuðu ílla og voru heppnir að hjólin þeirra tóku ekki niður fleiri ökumenn, og voru Yamaha ökumennirnir Valentino Rossi og Maverick Vinales mjög heppnir að verða ekki fyrir brakinu.

  Hreinsa þurfti brakið og svo var keppnin endurræst.

Brad Binder KTM hagnaðist mest á endurræsingu keppninnar en hann komst úr 18 sæti í það fjórða og Rossi tók fimmta sætið.á Yamaha.   Takaaki Nakagami kom svo í sjötta sæti á Honda.


Núverandi heimsmeistari Marc Marques (Honda) tók ekki þátt í keppninni að þessu sinni en hann er að jafna sig eftir handleggsbrot.

Staðan eftir 4 keppnir af 14
  1. QUARTARARO Fabio    FRA     67 stig
  2. DOVIZIOSO Andrea      ITA       56 stig
  3. VIÑALES Maverick       SPA       48 stig
  4. BINDER Brad                 RSA      41 stig
  5. ROSSI Valentino             ITA        38 stig


Fundu örmagna mótorhjólamann


 Mótor­hjóla­maður fannst heill á húfi eft­ir að hafa orðið viðskila við hóp sinn á há­lend­inu inn af Fos­sár­dal í Beruf­irði í gær­kvöldi. 

Maður­inn var kom­inn lang­leiðina inn í Vest­ur­bót sem er inn af Ham­ars­dal þegar björg­un­ar­sveit­ir fundu mann­inn. Hafði hann dottið á hjól­inu í brekku og var of ör­magna til að reisa það við, „og gerði það rétta í stöðunni og beið við hjólið þar til aðstoð barst“, eins og seg­ir í til­kynn­ingu á Face­book-síðu björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Báru á Djúpa­vogi. 

Tók vit­lausa beygju

Þar seg­ir sömu­leiðis að til­kynn­ing um mótor­hjóla­mann­inn hafi borist björg­un­ar­sveit­inni, ásamt fleiri sveit­um á Aust­ur­landi, um klukk­an ell­efu í gær­kvöldi. 

Hafði maður­inn tekið vit­lausa beygju á slóða og lent í aðra átt en hóp­ur­inn sem hann var með. „Myrk­ur og þoka skall svo á og erfitt fyr­ir ókunn­uga að átta sig,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Fimm manns á tveim­ur bíl­um leituðu manns­ins sem síðar fannst heill á húfi.  
mbl.is

Pokerrun Tíunnar

Poker run hefur verið fært um einn dag! Poker-runnið verður á Sunnudag...kl 12:30 farið frá Ráðhústorgi. c.a kl 1300
Allir hjólara velkomnir ,,, 2000kr Cash í pottinn...
Allt eins að öðru leyti bara fært um 24 tíma.

Minnum á Poker-run á laugardag. Allt til gamans gert ,,, Dolla í verðlaun plús-potturinn og aukaverðlaun frá Bikecave.

Hjólaferð , draga spil og og kannski ertu heppin. 

Þáttökugjald 2000kr ( Cash only ).Skráið ykkur á viðburðinn , lítur vel út með veður á Akureyri um helgina ..






17.8.20

Poker Run undirbúið!

Á Laugardag verður Póker-run Tíunnar


Nánar á faebook síðunni


12.8.20

Vélhjólaslys í Múlagöngum

Vélhjólaslys varð í Múlagöngum á Tröllaskaga milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur í dag.

Frá slystað í Múlagöngum

Ökumaðurinn beinbrotnaði og var fluttur með sjúkrabíla á FSA.
Tildrög slysins eru ókunn en vitað er að aðstæður í göngunum eru ekki góð vegna bleytu og drullu og vegna þess að þau eru einbreið með mætingarskyldu til vesturs, en bifhjólið var á austurleið að þessu sinni.

Þetta er annað vélhjólaslysið á stuttum tíma í einbreiðum jarðgöngunum á Tröllaskaga, en á dögunum féll annað hjól í Strákagöngum en þar eru víst aðstæður skelfilegar vegna drullu og þurfa bifhjólamenn að gæta sín sérstaklega vel þar sem og í Ólafsfjarðargöngunum sem eru víst að sögn orðin rennblaut og líka með talsverðri drullu í eftir jarðskjálftahrinuna undan farna mánuði.