5.8.20
31.7.20
Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta
![]() |
Helgi Reynir Árnason, veghefilsstjóri og verkstjóri við Þeistareykjaveg, er sonur verktakans, Árna Helgasonar frá Ólafsfirði. STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON. |
samt sem áður er malavegur niður á hólasandsleiðina og niður á mývatn þaðan en hún er í vegagerð núna og á ekki að setja slitlag á þann hluta fyrr en næsta sumar.
Hér er grein sem birtist á http://byggingar.buildingsgroup.com/
Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.
![]() |
Jarðýta tengir nýja Þeistareykjaveginn við Kísilveg á Hólasandi. Undirbyggingu vegarins á að ljúka í haust en slitlagið bíður næsta sumars. STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON. |
![]() |
Fra Þeistareykjum. Gamli Þeistareykjabærinn stóð við hverasvæðið undir fjallinu. STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON. |
![]() |
Demantshringurinn er nafn sem ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur gefið hringleið sem tengir Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi, Húsavík og Goðafoss. GRAFÍK/HAFSTEINN ÞÓRÐARSON. |
„Við klárum í haust. Þá á eftir að bjóða út klæðningarnar á þetta. Það á að gera á næsta ári. Þannig að þá verður á næsta ári vonandi kominn klæddur vegur alveg til Húsavíkur.“
1200 hestafla mótorhjól
Fyrrum ofurtrukkabílstjórinn Nick Argyle hætti nýlega í "monster truck" bransanum og seldi bílinn sinn.
28.7.20
Banna hávær mótorhjól
Þýska ríkisstjórnin fjallar þessa dagana um aðgerðir sem ætlað er að brjóta hávær mótorhjól á bak aftur. Verður akstur þeirra meðal annars alfarið bannaður á tilteknum dögum.
Allt er þetta liður í tilraunum þýskra stjórnvalda til að vinna á hljóðmengun. Í þessu skyni verður svonefndum hljóðmyndavélum beitt um land allt.
Ætlunin er einnig að banna akstur venjulegra mótorhjóla á tilteknum svæðum á sunnudögum og öðrum almennum frídögum. Verður þessa daga einungis leyfð notkun vélknúinna fáka sem ganga fyrir rafmagni.
Þá áformar stjórnin í Berlín að veita lögreglu heimild til upptöku mótorhjóla ef um gróft brot er að ræða með hávaða þeirra. Einnig að lögreglumenn fái heimild til að sekta knapa fyrir óþurftarmikinn hávaða.
Búist er við að þýska þingið samþykki frumvarp um þetta efni í mánuðinum.
Til viðbótar þessu ætla Þjóðverjar að breyta lögum um framleiðslu mótorhjóla á þann veg að leyft verði að hámarki að smíða hjól sem 80 desíbela eða minni hávaði stafar frá. Hefði það í för með sér mun hljóðlátari hjól en nú eru smíðuð. agas@mbl.is
Morgunblaðið | 28.5.2020
Honda hefur framleitt 300 milljón mótorhjól
Þetta fyrsta framleiðsluhjól Honda heitir Dream Type-D og er með mótor með 98cc sprengirými sem skilar 3 hestöflum. Þetta hjól var afar létt og meðfærilegt.
Það sama á ekki beint við hjólið sem nú telst númer 300 milljón í röðinni, en það er Goldwing risahjól sem vegur ríflega 400 kíló og er með 1.832cc sprengirými. Þetta hjól er svo vel búið að vart er hægt að finna betur búna lúxusbíla. Í því er til dæmis iPod tengimöguleiki og það er með öryggispúða og skriðstilli.
Þó lögð væri saman sala þeirra fjögurra bíla sem selst hafa mest í heiminum, þ.e. Ford Model T, Volkswagen bjalla, Toyota Corolla og AvtoVAZ-201 frá Rússlandi þá telja þeir aðeins 97 milljón bíla. Það er innan við þriðjungur magns þeirra mótorhjóla sem Honda hefur selt frá því fyrirtækið hóf framleiðslu þeirra.
27.7.20
Á íslenska ævintýravegi
Á vefsetrinu Rideapart segir að þriðja útgáfa af svonefndum „ævintýravegum“ verði farin á næsta ári. Í þeim tveimur fyrri hafi leiðin legið til Noregs 2017 og Suður-Afríku 2019.
Nú sé stefnt til „lands elda og ísa“ á næsta ári, 2021, þar sem „hópur ævintýrafólks mun rannsaka suðurhluta landsins og miðhálendi í ellefu daga. Þátttaka í ferðalaginu verður ekki fyrir byrjendur, heldur fyrir knapa með minnst fimm ára reynslu af akstri mótorhjóla.
„Þeir verða vera færir ökumenn því íslenskar auðnir eru enginn brandari við að eiga,“ segir í kynningunni. Þar kemur fram að þátttaka kosti 5.000 dollara á mann. Þátttaka standi aðeins eigendum Honda Africa Twin í Evrópu til boða. Þeir þurfa þó ekki að hjóla á sínum hjólum til Íslands, heldur verði þeim lögð til „splunkuný og glansandi“ CRF1100L hjól hér á landi.
Loks segir, að til viðbótar akstri um Ísland fái þátttakendur að spreyta sig í og tilsögn í utanvegarakstri. Verði sú þjálfun í höndum ökumanna verksmiðjuliða Honda.