27.7.20

Á ís­lenska æv­in­týra­vegi

,,Um eld­fjöll og jökla á Honda AfricaTw­in mótor­hjól­um“ er yf­ir­skrift kynn­ing­ar á skipu­lögðum mótor­hjóla­ferða til Íslands sem aug­lýst­ar eru í nafni Honda. "

Á vef­setr­inu Rideapart seg­ir að þriðja út­gáfa af svo­nefnd­um  „æv­in­týra­veg­um“ verði far­in á næsta ári. Í þeim tveim­ur fyrri hafi leiðin legið til Nor­egs 2017 og Suður-Afr­íku 2019.

Nú sé stefnt til „lands elda og ísa“ á næsta ári, 2021, þar sem „hóp­ur æv­in­týra­fólks mun rann­saka suður­hluta lands­ins og miðhá­lendi í ell­efu daga. Þátt­taka í ferðalag­inu verður ekki fyr­ir byrj­end­ur, held­ur fyr­ir knapa með minnst fimm ára reynslu af akstri mótor­hjóla.

„Þeir verða vera fær­ir öku­menn því ís­lensk­ar auðnir eru eng­inn brand­ari við að eiga,“ seg­ir í kynn­ing­unni.  Þar kem­ur fram að þátt­taka kosti 5.000 doll­ara á mann. Þátt­taka standi aðeins eig­end­um Honda Africa Twin í Evr­ópu til boða. Þeir þurfa þó ekki að hjóla á sín­um hjól­um til Íslands, held­ur verði þeim lögð til „splunku­ný og glans­andi“ CRF1100L hjól hér á landi.  

Loks seg­ir, að til viðbót­ar akstri um Ísland fái þátt­tak­end­ur að spreyta sig í og til­sögn í ut­an­veg­arakstri. Verði sú þjálf­un í hönd­um öku­manna verk­smiðjuliða Honda. 
agas@mbl.isMbl.is24.7.2020