17.6.20

Sýningin árlegur viðburður frá árinu 1974


Margt var um mann­inn á ár­legri bíla­sýn­ingu Bíla­klúbbs Ak­ur­eyr­ar í dag. Yfir 300 sýn­ing­ar­tæki voru á sýn­ing­unni. 

„Það gekk al­veg stór­kost­lega og bara von­um fram­ar. Það var nú veðrið sem gerði þetta svona æðis­legt, við höf­um verið inni í íþrótta­hús­inu Bog­an­um í mörg ár en sök­um aðstæðna í þjóðfé­lag­inu ákváðum við að vera bara úti núna. Veðrið bara ger­ir það að verk­um að þetta var al­veg æðis­legt, gekk al­veg frá­bær­lega,“ seg­ir Ein­ar Gunn­laugs­son, formaður Bíla­klúbbs Ak­ur­eyr­ar.  

Yfir 300 sýn­ing­ar­tæki voru á sýn­ing­unni og fleiri þúsund gest­ir nutu henn­ar að sögn Ein­ars. Á meðal sýn­ing­ar­tækja voru bíl­ar, mótor­hjól, flutn­inga­bif­reiðar vinnu­vél­ar. 

Bíla­sýn­ing­in er ár­leg­ur viðburður á þjóðhátíðardag­inn á Ak­ur­eyri og hef­ur verið síðan 1974. 






Frá bíla­sýn­ing­unni í dag. mbl.is/Þ​or­geir 

MBL.


15.6.20

Bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar

Bílasýning 17. júní 2020 

Hin árlega bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar verður haldin á bílaplaninu hjá okkur við Hlíðarfjallsveg 13, miðvikudaginn 17. júní. Í ár opnar sýningin fyrir gestum klukkan 10:00 og stendur hún yfir til klukkan 18:00. Á svæðinu er sjoppa og klósett aðstaða með búnaði á heimsmælikvarða. Aðgangseyrir er 2.000kr.- fyrir 12 ára og eldri, 1000kr.- gegn framvísun félagsskírteinis BA.
Frítt fyrir gullmeðlimi. Móttaka sýningatækja verður á milli 18:00 – 00:00 þriðjudaginn 16. júní. Hafir þú áhuga á að koma með bíl eða tæki á sýninguna, hafið þá samband við sýningarstjóra.

Sýningarstjóri er Jón Gunnlaugur Stefánsson (Jonni) jonni@ba.is – s.868-9217

14.6.20

Grillveilsla í Kjarnaskógi , Fjölskyldudagur Tíunnar


Takk fyrir frábæra helgi.

Grillparty i Kjarnaskógi Í dag.
Hópkeyrslan í gær, og svo var endað à Greifanum.. Allir saddir og sælir eftir glæsilega helgi.

13.6.20

Vel heppnuð hópkeyrsla á Akureyri


Hringurinn sem var tekinn.

Vel heppnuð Hópreið fór fram í dag í veðurblíðunni á Akureyri. Mikið af hjólum allstaðar af landinu ,, en okkur fannst frekar dræm mæting heimamanna að þessu sinni.

Tekinn var útsýnistúr um Akureyri og vakti það talsverða athygli bæjarbúa að sjá glæsta fylkingu hjóla fara um bæinn.
Síðan var lengri leiðin í Lundskóg tekin og svolgrað í sig veitingum þar, og þaðan var farið á Mótorhjólasafnið...
Einhver hluti hópsins ætlar svo að næra sig á Greifanum í kvöld.... og við minnum á Fjölskyldugrillið í Kjarnaskógi á Morgum... kl 14:00 endilega látið sjá ykkur í blíðunni.