19.6.20
17.6.20
Sýningin árlegur viðburður frá árinu 1974
Margt var um manninn á árlegri bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar í dag. Yfir 300 sýningartæki voru á sýningunni.
„Það gekk alveg stórkostlega og bara vonum framar. Það var nú veðrið sem gerði þetta svona æðislegt, við höfum verið inni í íþróttahúsinu Boganum í mörg ár en sökum aðstæðna í þjóðfélaginu ákváðum við að vera bara úti núna. Veðrið bara gerir það að verkum að þetta var alveg æðislegt, gekk alveg frábærlega,“ segir Einar Gunnlaugsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar.
Yfir 300 sýningartæki voru á sýningunni og fleiri þúsund gestir nutu hennar að sögn Einars. Á meðal sýningartækja voru bílar, mótorhjól, flutningabifreiðar vinnuvélar.
Bílasýningin er árlegur viðburður á þjóðhátíðardaginn á Akureyri og hefur verið síðan 1974.
Frá bílasýningunni í dag. mbl.is/Þorgeir
MBL.
15.6.20
Bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar
Bílasýning 17. júní 2020
Hin árlega bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar verður haldin á bílaplaninu hjá okkur við Hlíðarfjallsveg 13, miðvikudaginn 17. júní. Í ár opnar sýningin fyrir gestum klukkan 10:00 og stendur hún yfir til klukkan 18:00. Á svæðinu er sjoppa og klósett aðstaða með búnaði á heimsmælikvarða. Aðgangseyrir er 2.000kr.- fyrir 12 ára og eldri, 1000kr.- gegn framvísun félagsskírteinis BA.
Frítt fyrir gullmeðlimi. Móttaka sýningatækja verður á milli 18:00 – 00:00 þriðjudaginn 16. júní. Hafir þú áhuga á að koma með bíl eða tæki á sýninguna, hafið þá samband við sýningarstjóra.
Sýningarstjóri er Jón Gunnlaugur Stefánsson (Jonni) jonni@ba.is – s.868-9217
14.6.20
Grillveilsla í Kjarnaskógi , Fjölskyldudagur Tíunnar
Takk fyrir frábæra helgi.
Grillparty i Kjarnaskógi Í dag.Hópkeyrslan í gær, og svo var endað à Greifanum.. Allir saddir og sælir eftir glæsilega helgi.
13.6.20
Vel heppnuð hópkeyrsla á Akureyri
Hringurinn sem var tekinn. |
Vel heppnuð Hópreið fór fram í dag í veðurblíðunni á Akureyri. Mikið af hjólum allstaðar af landinu ,, en okkur fannst frekar dræm mæting heimamanna að þessu sinni.
Tekinn var útsýnistúr um Akureyri og vakti það talsverða athygli bæjarbúa að sjá glæsta fylkingu hjóla fara um bæinn.
Einhver hluti hópsins ætlar svo að næra sig á Greifanum í kvöld.... og við minnum á Fjölskyldugrillið í Kjarnaskógi á Morgum... kl 14:00 endilega látið sjá ykkur í blíðunni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)