1.12.19
Vetrarsport fyrir hjólafólk.
Ísakstur á mótorhjólum hefur verið þekktur hér á landi síðan upp úr 1990, en til þess að geta keyrt á ís þarf að setja undir dekk sem eru með tilheyrandi nöglum eða skrúfum.
Einfaldast er að vera með torfæruhjól því á þau er hægt að kaupa tilbúin dekk og eru þau til á lager hér á Íslandi.
Vinsælust voru dekk frá Trelleborg en nú eru fleiri farnir að selja nagladekk eins og Michelin , Mitas og fleiri. Einnig er orðið hægt að kaupa nagla sjálfur og skrúfa þau sjálfur í dekkin sín og eru þeir naglar þannig útbúnir að þú getur tekið þá úr aftur og sett í annað dekk ef maður vill.
Neyðarádrepari er nauðsynlegur.
Neyðarádrepari er eitt af því sem ísaksturmenn ættu hiklaust að vera með á hjólunum sínum.
Ádreparinn er í er í raun bara kubbur sem tengdur er við ádrepara hjólsins sem sem tengist svo ökumanni með snúru , þannig að ef ökumaður verður viðskila við hjólið þá slökknar á mótornum.
( það vill enginn fá nagladekk á 10000 snúningum í búkinn á sér eftir að hafa dottið af hjólinu).
Þessa ádrepara er hægt að fá á verði frá í kringum 5000 kr
Auðvitað er líka hægt að útbúa götuhjólið sitt á nagldekk líka en það er talsvert mikið meira vesen og fjárútlát fyrir utan að renna á hausinn á götuhjóli á ís getur verið talsvert kostnaðarsamara en að detta á torfæruhjóli.
Ódýr Neyðarádrepari |
Sunnanmenn hafa undanfarin ár verið miklu duglegri en við norðanmenn að því virðist að keyra á ís en þeir byrjuðu nú í vetur um leið og fært var á tjörnunum fyrir sunnan.
Hér að neðan er gamalt myndband af sunnanmönnum að leika sér á Hafravatni.
Frábær skemmun og svo sannarlega eitthvað til að lækna mann af skammdeginu...
Víðir #527
26.11.19
24.11.19
20.11.19
Prufuakstur á Rafmagnskrossara
Alpa SXS |
Fékk í dag að fara stuttan hring á rafmagnskrossara og verð að segja þetta er mjög einfalt ökutæki að stjórna ,bara inngjöf og bremsur.
White Power fjörðun er þekkt fyrir gæði. |
Fékk fyrst að fara smá hring á því í vægustu stillingu og fór það bara vel með mann þannig allt í lagi orka en ekki næg samt til að lyfta framdekki á gjöfinni í venjulegri ásetu.. en svo var stillt á mesta power og þá reif það sig strax upp á afturdekkið er maður skrúfaði frá. Hjólið er 125kg og höndlaði vel og tók beygjurnar bara vel þessar fáu sem ég tók. ( hefði alveg verið til í að hafa hjólið svolítið lengur.
Endingin á Rafhlöðunni ...!
Eftir smá Google þá komst ég að því að rafhlaðan á að endast í rúma klukkutíma á nokkuð hröðum slóðaakstri. Það tekur
17.11.19
Konur á mótorhjólum (2015)
Myndir af konum á mótorhjólum, sögubúta og ýmsa muni sem minna á tengsl kvenna og mótorhjóla má finna á sýningu sem stendur yfir í Mótorhjólasafni Íslands á Akureyri í sumar.
Þessi sýning kom þannig til að stjórn Mótorhjólasafnsins óskaði eftir því að konuklúbbarnir á Akureyri tækju að sér að búa til sýningu í tilefni af hundrað ára kosningaafmæli kvenna,“ segir Ragnhildur Arna Hjartardóttir sem heldur utan um sýninguna Konur og mótorhjól, sem var opnuð í Mótorhjólasafni Íslands þann 14. júní og stendur til 30. ágúst.
Grein á Tíuvefnum um viðburðinn 2015
Þessi sýning kom þannig til að stjórn Mótorhjólasafnsins óskaði eftir því að konuklúbbarnir á Akureyri tækju að sér að búa til sýningu í tilefni af hundrað ára kosningaafmæli kvenna,“ segir Ragnhildur Arna Hjartardóttir sem heldur utan um sýninguna Konur og mótorhjól, sem var opnuð í Mótorhjólasafni Íslands þann 14. júní og stendur til 30. ágúst.
Grein á Tíuvefnum um viðburðinn 2015
16.11.19
48 strokka Kawasaki settur í gang ...
Það þarf talsverða fyrirhöfn að ræsa 48strokka sérsmiðaðan Kawasaki.
til dæmis er startarinn í raun einn mótor í viðbót knúinn með bensíni til að ræsa alla hina upp.
þetta er alger snilld að sjá! hehe
til dæmis er startarinn í raun einn mótor í viðbót knúinn með bensíni til að ræsa alla hina upp.
þetta er alger snilld að sjá! hehe
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)