1.12.19

Jólaball Sober Riders á Akureyri

Vetrarsport fyrir hjólafólk.



Kappaksturmótorhjól útbúið til ísaksturs

Á veturna er lítið sem ekkert hægt að hjóla vegna veðurfars sem hrellir okkar frábæra land.
Skítakuldi og saltaustur á götum gerir það að verkum að okkur langar ekkert til að fórna hjólunum okkar í þennan viðbjóð. 

En eitt sem við getum gert til að halda okkur í hjólaformi er að keyra á ís.
Ísakstur á mótorhjólum hefur verið þekktur hér á landi síðan upp úr 1990, en til þess að geta keyrt á ís þarf að setja undir dekk sem eru með tilheyrandi nöglum eða skrúfum.
Einfaldast er að vera með torfæruhjól því á þau er hægt að kaupa tilbúin dekk og eru þau til á lager hér á Íslandi.
Vinsælust voru dekk frá Trelleborg en nú eru fleiri farnir að selja nagladekk eins og Michelin , Mitas og fleiri. Einnig er orðið hægt að kaupa nagla sjálfur og skrúfa þau sjálfur í dekkin sín og eru þeir naglar þannig útbúnir að þú getur tekið þá úr aftur og sett í annað dekk ef maður vill.
Neyðarádrepari er nauðsynlegur.
Neyðarádrepari er eitt af því sem ísaksturmenn ættu hiklaust að vera með á hjólunum sínum.
Ádreparinn er í er í raun bara kubbur sem tengdur er við ádrepara hjólsins sem sem tengist svo ökumanni með snúru , þannig að ef ökumaður verður viðskila við hjólið þá slökknar á mótornum.
( það vill enginn fá nagladekk á 10000 snúningum  í búkinn á sér eftir að hafa dottið af hjólinu).
Þessa ádrepara er hægt að fá á verði frá í kringum 5000 kr


 Auðvitað er líka hægt að útbúa götuhjólið sitt á nagldekk líka en það er talsvert mikið meira vesen og fjárútlát fyrir utan að renna á hausinn á götuhjóli á ís getur verið talsvert kostnaðarsamara en að detta á torfæruhjóli.

Ódýr Neyðarádrepari 
Undirritaður hefur talsvert keyrt á ís í gegnum tíðina og er þetta með því skemmtilega sem til er og kjörin leið til að halda sér í hjólaformi.

Sunnanmenn hafa undanfarin ár verið miklu duglegri en við norðanmenn að því virðist að keyra á ís en þeir byrjuðu nú í vetur um leið og fært var á tjörnunum fyrir sunnan.

Hér að neðan er gamalt myndband af sunnanmönnum að leika sér á Hafravatni.

Frábær skemmun og svo sannarlega eitthvað til að lækna mann af skammdeginu...
Víðir #527

20.11.19

Prufuakstur á Rafmagnskrossara

Alpa SXS 

Fékk í dag að fara stuttan hring á rafmagnskrossara og verð að segja þetta er mjög einfalt ökutæki að stjórna ,bara inngjöf og bremsur.


White Power fjörðun
er þekkt fyrir gæði. 
   Engin kúpling eða gírar. Fjöðrun er mjög flott WP framan og aftan. svolítið stíf en það er eðlilegt fyrir krossara í upphafsstillingu, Öflugar diskabremsur og eins og áður sagði ofur einföld stjórntæki. Hjólið sem ég ók var af gerðinni Alta SXS og segja þeir sem þekkja að hjólið jafnist á við c.a 300cc fjórgengiskrossara í afli.
Fékk fyrst að fara smá hring á því í vægustu stillingu og fór það bara vel með mann þannig allt í lagi orka en ekki næg samt til að lyfta framdekki á gjöfinni í venjulegri ásetu.. en svo var stillt á mesta power og þá reif það sig strax upp á afturdekkið er maður skrúfaði frá.  Hjólið er 125kg og höndlaði vel og tók beygjurnar bara vel þessar fáu sem ég tók.  ( hefði alveg verið til í að hafa hjólið svolítið lengur.

Endingin á Rafhlöðunni ...! 


Eftir smá Google þá komst ég að því að rafhlaðan á að endast í rúma klukkutíma á nokkuð hröðum slóðaakstri.  Það tekur

17.11.19

Konur á mótorhjólum (2015)

Myndir af konum á mótorhjólum, sögubúta og ýmsa muni sem minna á tengsl kvenna og mótorhjóla má finna á sýningu sem stendur yfir í Mótorhjólasafni Íslands á Akureyri í sumar.

Þessi sýning kom þannig til að stjórn Mótorhjólasafnsins óskaði eftir því að konuklúbbarnir á Akureyri tækju að sér að búa til sýningu í tilefni af hundrað ára kosningaafmæli kvenna,“ segir Ragnhildur Arna Hjartardóttir sem heldur utan um sýninguna Konur og mótorhjól, sem var opnuð í Mótorhjólasafni Íslands þann 14. júní og stendur til 30. ágúst.



Grein á Tíuvefnum um viðburðinn 2015

16.11.19

48 strokka Kawasaki settur í gang ...

Það þarf talsverða fyrirhöfn að ræsa 48strokka sérsmiðaðan Kawasaki.
til dæmis er startarinn í raun einn mótor í viðbót knúinn með bensíni til að ræsa alla hina upp.
þetta er alger snilld að sjá!  hehe