18.5.07

Mótorhjólajálkar í ralli


Góður andi

Í kringum keppni sem þessa skapast ævinlega góður andi meðal manna en þarna var saman kominn mikill fjöldi mótorhjóla áhugafólks og sýndu gestir reyndar ekkert minni áhuga á yngri mótorhjólum sem voru einnig á svæðinu.
Meðal þeirra mótorhjóla sem mátti sjá þarna var fjöldinn allur af Harley Davidson en fyrirtækið var stofnað árið 1903 í Milwaukee í Bandaríkjunum, Indian-mótorhjól sem einnig eru frá Bandaríkjunum og voru framleidd á tímabilinu 1922-1953, Nimbus mótorhjól voru einnig í talsverðum mæli enda ekki skrítið þar sem þau eru dönsk og voru framleidd á árunum 1920 til 1957. Þarna mátti einnig sjá nokkur Royal Enfield sem eru bresk en fyrirtækið var stofnað 1890, bresku BSA-hjólin voru þarna líka en fyrsta hljólið af þeirri tegund var hannað 1903 og Henderson sem voru – og eru enn – með glæsilegustu mótorhjólum en þau voru aðeins framleidd í skamman tíma, frá 1912 til 1931, en voru þá með því hraðskreiðasta sem til var á götunum. Einnig gat að líta hjól frá Sunbeam sem er breskt fyrirtæki og framleiddi mótorhjól frá 1912 – meðal annars fögnuðu þau oft sigrum í TT (tourist trophy) kappakstri og síðast en ekki síst BMW sem hóf smíði mótorhjóla árið 1923 með hinu fræga R32.

ALDUR og fyrri störf þurfa ekki að vera nein hindrun fyrir mótorhjól frekar en ökumenn þeirra.
Slík hefði yfirskriftin getað verið í árlegu ralli forn-mótorhjóla sem haldið var í Danmörku í gær en þar er ekið sem leið liggur frá Skagen, nyrsta odda Danmerkur, til Kaupmannahafnar.
Blaðamaður náði keppendum í Álaborg þar sem þeir sýndu gestum og gangandi gripina og var þarna mikið um forvitnileg mótorhjól og ekki síður forvitnilega ökumenn.
Þetta er í 42. skiptið sem rallið er haldið og eru elstu mótorhjólin frá 1914 og þau yngstu frá 1934. Í þetta skiptið voru keppendur 244 talsins og var virkilega gaman að sjá þessi gömlu mótorhjól keyra um götur Álaborgar og sérstök upplifun að heyra í gömlu vélunum. 
   Það kemur á óvart hve þátttakan er góð í keppni sem þessari, í ekki stærra landi en Danmörku og því má leiða líkum að því að jafnvel væri grundvöllur fyrir álíka viðburði á Íslandi – þó vissulega yrði hann smærri í sniðum. Það leynast í það minnsta ótrúlegustu gripir í bílskúrum landsmanna sem eru ekki eingöngu á fjórum hjólum.

Morgunblaðið 18.5.2007

11.5.07

Fordómar og vanþekking (2007)

 Mig rak í rogastans eftir að hafa lesið grein í Blaðinu þriðjudaginn 8. maí með fyrirsögninni

„Óttast kúnstir mótorhjólagæja". í greininni er lýst áhyggjum og efasemdum íbúa í Árbæ vegna fyrirhugaðrar mótorhjólaverslunar þar í hverfinu.  Greinin ber vott um mikla fordóma i garð bifhjóla og bifhjólafólks þó viðmælandi blaðamanns segi íbúa ekkert hafa á móti mótorhjólafólki.  Í umræddu húsnæði hefur í gegnum tíðina verið rekinn banki ásamt því að matvöruverslanir og sjoppur hafa verið reknar í húsi við hliðina þó

3.4.07

Kerr­ur fyr­ir mótor­hjól

Svona lít­ur þessi magnaða kerra út. mbl.is

Já það er allt til meira segja kerr­ur fyr­ir mótor­hjól. 

Wipi er franskt fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í smíðum á mótor­hjóla­kerr­um. Smíðin er stór­merki­leg og mikið er lagt í það að hafa kerr­urn­ar flott­ar í út­liti. Þegar skoðuð er hönn­un­in sjálf sést strax að mikið hef­ur verið hugsað út í létt­leika kerr­un­ar. Kerr­an er svipuð á breidd og hjól yfir höfuð og ekk­ert ósvipuð hjóli yfir höfuð. Kerr­an er fest með sér­stöku festi­setti sem sett er á Sw­ing­arm hjóls­ins sem ger­ir kerr­unni kleift að hall­ast um leið og hjólið, bremsu­ljós er tengt frá hjól­inu yfir í kerr­una.

Fyr­ir­tækið hann­ar kerr­ur fyr­ir hvert hjól og pass­ar ekki kerra yfir á aðra hjóla­teg­und. Þeir sem vilja fræðast nán­ar um kerr­urn­ar geta skoðað vefsíðuna www.remorque-wipi.com.

https://www.mbl.is
3.4.2007

10.3.07

Leggja í langferð

BRÆÐURNIR Sverrir og Einar

Bræðurnir Sverrir og Einar Þorsteinssynir ætla fyrstir Íslendinga að fara hringinn í kringum jörðina á mótorhjólum


Þorsteinssynir ætla fyrstir Íslendinga að fara hringinn í kringum jörðina á mótorhjólum og gera ráð fyrir því að það taki 90 daga. Þeir leggja í hann á þriðjudaginn, 8. maí, kl. 10 og taka Norrænu næsta dag frá Seyðisfirði. Frá Skandinavíu verður haldið í austur, um víðáttur Síberíu og Mongólíu meðal annars.

Mjög spenntir

Sverrir segir þá bræður spennta fyrir ferðinni. „Það er nú ekki hægt annað,“ segir Sverrir. Aðalatriðið sé ekki dagafjöldinn sem ferðin tekur heldur að reisan sjálf. „Við höfum safnað reynslu í mörg ár. Þar fyrir utan skiptir gott skipulag máli, að vera í góðu líkamlegu formi og að þekkja vel tæki og tól.“ verrir segir sérstakt að fara hringinn í kringum hnöttinn í einum áfanga. Bræðurnir ákváðu sjálfir hvaða leið þeir ætluðu að fara en þeir fara ekki um ófriðarsvæði. Sverrir segir þá þó búna undir að ribbaldar og ræningjar verði á vegi þeirra, sem og einhverjar skepnur. Þeir bræður kynna ferðina kl. 12 í dag, í verslun MotorMax að Kletthálsi 13. Þar verða mótorhjólin og önnur tæki og tól bræðranna til sýnis.
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgis@mbl.is
5.5.2007


13.2.07

Geggjuð heimsreisa


Bræðurnir Sverrir og Einar Þorsteinssynir vita fátt meira spennandi en ferðalög um fjöll og firnindi á mótorhjólum. Þeir hafa brunað vítt og breitt um hálendi íslands auk þess sem þeír hafa ferðast á hjólunum um Bandaríkin og Evrópu. í vor ætla þessir stórhuga bræður að fá enn meiri útrás fyrir ævintýraþrá sína og fara „hringinn" á mótorhjólum. Ekki þó hringinn í kringum landið heldur í kringum
allan hnöttinn.

    „Þetta er gamall draumur hjá okkur bræðrunum enda erum við búnir að vera með mótorhjólapróf
í áratugi og mótorhjóladellan hefur aukist jafnt og þétt með aldrinum," segir Sverrir. Þeir Einar hyggjast
leggja af stað þann 8. maí næstkomandi og áætlað er að ferðalagið taki rúmlega þrjá mánuði.
„Við ætlum að byrja á að fara til Seyðisfjarðar, taka Norrænu til Færeyja og fara þaðan til Noregs og
keyra norður Noreg og til Svíþjóðar, Finnlands og Eystrasaltsríkjanna. Síðan förum við yfir Hvíta-Rússland til Rússlands og svo Mongólíu og svo aftur til austurhluta Rússlands.
Þaðan tökum við ferju tíl Japans og síðan austur til Alaska og þaðan í gegnum Kanada og svo Bandaríkin. Að endingu fljúgum við frá New York til Keflavíkur og keyrum þaðan heim til  Reykjavíkur," útskýrir Sverrir.
     Hann segir að þeir bræður hyggist einungis fljúga þegar leið þeirra liggur yfir sjó. Að öðru leyti ætla
þeir eingöngu að ferðast um á mótorhjólum. „Það þarf auðvitað sérhannað ferðahjól fyrir svona langferð og við verðum á Yamaha XT 66oR en þau hjól eru einmitt ætluð miklum akstri yfir fjöll og firnindi," segir hann og bætir því við að þeir hafi sjálfir mikla reynslu af mótorhjólaferðalögum.
     „Síðasta sumar hjóluðum við til dæmis yfir 8.000 kílómetra vítt og breitt um hálendi Islands auk þess
semvið höfum áður hjólað töluvert í Evrópu og í Bandaríkjunum. Að því leytinu til erum við mjög vel undirbúnir fyrir heimsreisuna. Formlegur undirbúningur fyrir hana hófst þó síðasta haust. Mesti tíminn fer í alls konar pappírsmál þar sem við þurfum að verða okkur úti um nauðsynlegar tryggingar, vegabréfsáritanir og fleira í þeim dúr. Það hefur reynst nokkuð tímafrekt." 
Spurður um farangurinn segir hann að vitaskuld sé plássið afskornum skammti. „Við höfum töskur
á hjólunum og við förum með þær nauðsynjar sem komast í þær, annað ekki. Enda er aukið pláss fyrir farangur í raun ekki valkostur," bendir hann á. Bræðurnir Sverrir og Einar hafa ekki staðið einir í undirbúningi fyrir ferðalagið mikla. „Við erum báðir svo lánsamir að vera vel giftir. Eiginkonur okkar hafa auðvitað sínar áhyggjur en styðja engu að síður við bakið á okkur og hjálpa okkur við allan undirbúning. Svo eigum við fjögur börn hvor þannig að fjölskyldurnar eru stórar og allir leggja sitt af
mörkum," segir Sverrir glaðbeittur að lokum.

Eftir Hildur Edda Einarsdóttir
Blaðið 13.2.2007

25.1.07

Steve McQueen - mótorhjólamaður allra tíma

Steve McQueen.

Hollywoodleikarinn Steve McQueen sagðist víst einhverntíman meðan hann var á dögum, að hann vissi eiginlega ekki hvort heldur hann væri leikari sem stundum tók þátt í kappakstri eða kappakstursmaður sem stundum lék í bíómyndum. En nú, 27 árum eftir dauða sinn af völdum lungnakrabbameins, hefur Steve McQueen verið útnefndur mótorhjólamaður allra tíma.
The image “http://www.fib.is/myndir/Steve-McQueen.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Útnefningin var gerð í aðdraganda mótorhjólasýningarinnar MCN London Motorcycle Show og fór atkvæðagreiðsla fram hjá Yahoo á Netinu. Ekki er hægt að segja að þátttaka hafi verið neitt gríðarleg því að 2.254 greiddu atkvæði. Fjórða hvert atkvæði féll á Steve McQueen sem vissulega var mikill mótorhjólamaður. Frægt er atriði í kvikmyndinni Flóttinn mikli þar sem hann stelur þýsku hermótorhjóli og flýr á því úr þýskum fangabúðum og m.a. stekkur á hjólinu yfir girðingu. Það og önnur mótorhjólaatriði í myndinni lék McQueen sjálfur enda vandfundinn sá mótorhjólamaður sem hefði getað gert það betur en stjarnan sjálf.

Steve McQueen var um fimm ára skeið giftur leikkonunni Ali McGraw og bjuggu þau í Hollywood. Sagt er að hún hafi stundum verið ansi þreytt á karli sínum, sérstaklega vegna þess að hann átti það til að hverfa dögum saman eitthvert út í Nevada-eyðimörkina á torfærumótorhjóli án þess að láta neitt vita af sér.
http://www.fib.is/myndir/Steve_mcqueen_essence_of_cool.jpg
MCN London Motorcycle Show verður í sýningarhöll í London sem nefnist ExCeL dagana 1. til 4. febrúar. Hægt er að kynna sér sýninguna nánar á www.londonmotorcycleshow.com.

30.11.06

Drullusokkur númer sjö

 Þeir eru fáir vígalegri á sínum mótorhjólum en Jens Karl Magnús Jóhannesson sem ekur um á mótorfák sínum með forláta hjálm á höfði sem líkist helst pottloki. Fúlskeggjaður þeysist hann um göturnar og brosir sínu breiðasta, enda segir hann frelsið sem hann finni fyrir á hjólinu ólýsanlegt. „Ég byrjaði að hafa áhuga á mótorhjólum þegar maður fór að hafa vit. Maður var alltaf að fylgjast með þessum köppum og í svona litlu bæjarfélagi þá smitar þetta út frá sér." Hann segir að þó að áhuginn fyrir mótorhjólum leggist í dvala slokkni hann aldrei hjá mönnum og það sjáist vel í því að nú séu menn, sem voru á hjólum fyrir mörgum árum, að koma aftur inn. „Ég veit um einn sem er að flytja inn hjól sjálfur núna og annar sem er að spá og það er alveg meiri háttar að þessir karlar séu að spá í þetta. Netið spilar þar inn í, þeir hafa verið að skoða hjólin og svo hefur gengið verið hagstætt fyrir innflutning á svona gripum." Hann segir að sumir séu jafnvel að fá sér eins hjól og þeir voru með hér á árum áður. „