3.4.07

Kerr­ur fyr­ir mótor­hjól

Svona lít­ur þessi magnaða kerra út. mbl.is

Já það er allt til meira segja kerr­ur fyr­ir mótor­hjól. 

Wipi er franskt fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í smíðum á mótor­hjóla­kerr­um. Smíðin er stór­merki­leg og mikið er lagt í það að hafa kerr­urn­ar flott­ar í út­liti. Þegar skoðuð er hönn­un­in sjálf sést strax að mikið hef­ur verið hugsað út í létt­leika kerr­un­ar. Kerr­an er svipuð á breidd og hjól yfir höfuð og ekk­ert ósvipuð hjóli yfir höfuð. Kerr­an er fest með sér­stöku festi­setti sem sett er á Sw­ing­arm hjóls­ins sem ger­ir kerr­unni kleift að hall­ast um leið og hjólið, bremsu­ljós er tengt frá hjól­inu yfir í kerr­una.

Fyr­ir­tækið hann­ar kerr­ur fyr­ir hvert hjól og pass­ar ekki kerra yfir á aðra hjóla­teg­und. Þeir sem vilja fræðast nán­ar um kerr­urn­ar geta skoðað vefsíðuna www.remorque-wipi.com.

https://www.mbl.is
3.4.2007