23.9.06
Tían Stofnuð 23 september 2006
í Janúar árið 2007 var Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts var stofnaður til minningar um Heiðar Þ Jóhannsson Snigils nr 10 sem lést í Bifhjólaslysi í júlí 2006
Markmið Klúbbsins.
Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi.
Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd.
Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi.
Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10
Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.
15.9.06
Mótocrossfjölskyldan í alsælu
Áhugafólk um mótorcross hefur þurft að sæta mikilli gagnrýni í fjölmiðlum vegna náttúruspjalla af völdum hjólafólks sem keyrir utan vega. Karl Gunnlaugsson hefur stundað þessa íþrótt í 25 ár og segir gagnrýnina óréttmæta því ekki tíðkist innan Vélhjóla- og íþróttaklúbbsins að meðlimir keyri utanvega. „Sveitarfélagiö Ölfus var svo rausnarlegt að gefa okkur stórt keppnis- og æfingasvæði beint á móti Litlu Kaffistofunni. Það svæði kallast Bolalda og erum við í klúbbnum búin að leggja 40-50 kflómetra æfinga- og keppnisbrautir fyrir byrjendur og lengra komna," segir Karl. Hann segir að laugardaginn 16. september verði svæðið formlega opnað og séu allir velkomnir. Þá verður öllum hjá sveitarfélaginu Ölfusi boðið á opnunina og mótorcrossmót verður haldið í öllum keppnisflokkum. „Þetta er ekki lengur strákasport eins og þetta var heldur má segja að þetta sé í dag orðið að fjölskyldusporti þar sem öll fjölskyldan er á sínum hjólum, allt frá 10 ára upp í 70 ára," segir Karl.
Fleiri konur stunda mótorcross
Hrikalega gaman
„Þetta er hrikalega gaman og það skemmtilegasta sem maður gerir. Þetta er ein erfiðasta íþrótt sem hægt er að stunda því það þarf mikið þrek til að hoppa og stökkva á hjólinu," segir Karl. Hann segir að nauðsynlegt sé að hafa allan öryggisbúnað þegar þessi fþrótt er stunduð. „Það er halló að vera ekki vel búinn og sá sem mætir með derhúfu í gallabuxum fær vinsamlega ábendingu okkar hinna um að koma sér upp öryggisbúnaði. Það kostar á bilinu 500 þúsund til milljón að fjárfesta í hjóli og búnaði, allt eftir því hve flottur maður vill vera á því, en það er svo sannarlega þess virði, þetta er það alskemmtilegasta," segir Karl og hlakkar til að mæta á opnun æfingasvæðisins á Bolöldu á laugardaginn þar sem klúbburinn hefur byggt félagsheimili sem þeir kalla „Stóru Kaffistofuna".Þarf próf á stærri hjólin
Karl segir að börn þurfi að vera orðin 12 ára til að geta ekið vissri stærð hjóla og til að aka stærri hjólunum þurfi vélhjólapróf en á önnur dugar venjulegt bílpróf. „Mótorcrosshjólunum má eingöngu aka á þartilgerðum brautum og það er bannað að aka þeim í almennri umferð. Fólk kemur með hjólin sín á þartilgerðum kerrum og hér á svæðinu er bannað að aka þeim utan slóða svæðisins," segir Karl Gunnlaugsson, forfallinn áhugamaður um mótorcrossíþróttina.15.09.2006
4.9.06
Hættir sem skólastjóri og byrjar að hjóla
FJÖLMARGIR Hafnfirðingar þekkja Hjördísi Guðbjörnsdóttur, sem nú er að láta af störfum sem skólastjóri Engidalsskóla.
Þar hefur hún ráðið ríkjum í 28 ár og annast uppfræðslu hjá nokkrum kynslóðum Hafnfirðinga. Þar áður kenndi hún við Öldutúnsskóla og hefur samtals varið 43 árum ævi sinnar í uppfræðslu ungdómsins. „Það er betra að hætta í fullu fjöri en að lognast út af í starfi. Þetta er erfitt og andlega slítandi starf og mér finnst þetta orðið gott,“ segir Hjördís.
Það eru ávallt tímamót þegar vinnustaður er yfirgefinn í síðasta sinn en það er hugur í Hjördísi, sem hélt upp á sextugsafmælið fyrir þremur árum með því að taka mótorhjólapróf. „Börnin voru farin að heiman og ég var orðinn sjálfs míns herra og ákvað að láta gamlan draum rætast.“ Þá um haustið hafði hún keypt splunkunýtt Yamaha 535 sem hún gaf sjálfri sér í jólagjöf. Það var látið standa inni í forstofu skreytt jólaljósum yfir hátíðina. „Ég hef engan bílskúr þannig að ég sagði við yngsta strákinn minn að það væri von á pakka með sendibíl og bað hann um að hjálpa sendibílstjóranum að koma honum inn í hús. Pakkinn ætti að fara inn í forstofuherbergið. Drengurinn tók síðan á móti mótorhjólinu og varð þá að orði að oft hefði hún mamma þótt skrýtin en aldrei eins og nú.“ Núna nýtur Hjördís þess að fara í stuttar ferðir innanbæjar á hjólinu íklædd níðsterkum mótorhjólagalla úr kevlar og innfæddir þekkja vart aftur gamla skólastjórann sinn.
16.8.06
Vegur aðeins 23 kíló
Nýjasta mótorsportið á Íslandi hentar jafnt fullorðnum mótorhjólamönnum, fimm ára krökkum og fimmtugum konum.
Við fyrstu sýn virðast mini-motohjólin vera hálfgerður brandari, fullorðið fólk sem brunar eftir braut á alltof litlum mótorhjólum sem líta út fyrir að vera smíðuð fyrir fjögurra ára börn. Kristmundur Birgisson segir að þau séu þó að minnsta kosti jafn skemmtileg og stærri mótorhjól.„Ég á Hondu CBR 1000-hjól líka, það er ekkert síðra að fara út á litla kvikindinu,“ segir Kristmundur. Til að gefa einhverja hugmynd um hversu lítil mini-motohjólin eru, þá eru aðeins 40 cm frá götu upp í sæti. Þau vega 23 kg með fullan tank af bensíni og komast upp í 60 km hraða. Þau eru ætluð í keppni og eru því á sléttum, mjúkum dekkjum með mikið veggrip. Vélarnar eru 49 rúmsentimetra tvígengisvélar sem toga 4,5 Nm á 15.000 snúningum.
„Maður þarf enga reynslu af öðrum hjólum til að ráða við þessi. Það getur auðvitað ekki gert annað en að hjálpa, en er ekki nauðsynlegt. Við höfum verið að hjóla niðri við Klettagarða og allir sem hafa komið þangað og viljað prófa hafa fengið að prófa, meira að segja fimmtugar konur sem höfðu gaman af,“ segir Kristmundur sem flutti sjálfur inn fyrsta hjólið fyrir um það bil ári.
“ Í sumar verða haldin tvö mót fyrir mini-moto en næsta sumar verður haldin mótaröð undir merkjum GP-Ísland. Til þess að vera löglegur í keppni þarf ökumaður að vera 12 ára eða eldri. Kristmundur segir þó að börn frá 5 ára aldri ráði vel við hjólin. Og það þarf ekki að kosta mjög mikið að byrja í sportinu. „Hjólin kosta 69.000 kr. í vefverslun okkar á fingrafar.is,“ segir Kristmundur. „Svo þarf að vera í góðum galla eða með góðar hlífar og með þokkalegan hjálm. Maður kemst af með 100.000 krónur sem er ekki mikið í mótorsporti.“
Kristmundur og félagar hjóla flest góðviðriskvöld á milli Sindra og vélaverkstæðis Heklu í Klettagörðum. Áhugasömum er bent á að leggja leið sína þangað til að prófa.
10.8.06
Öðruvísi ferðamáti
Það var ómögulegt að hafa hana eina á mótorhjóli þannig að ég keypti líka mótorhjól fyrir mig.“
Sigfús segir að skriflega prófið hafi vafist fyrir þeim. „Við féllum bæði í fyrsta skipti við litla gleði.“ Hjónin náðu síðan prófinu. „
Við hjólum mest í Reykjavík. Auk þess hjólum við í nágrenni borgarinnar eins og til dæmis til Þingvalla og Eyrarbakka. Við hjólum reyndar bara í góðu veðri. Það er nauðsynlegt að vera varkár vegna þess að mótorhjólafólk mætir oft talsverðu tillitsleysi í umferðinni.“ Sigfús segir að þegar á mótorhjólið sé komið verði frelsistilfinning öllu yfirsterkari.
„Við förum á staði sem við færum annars ekki á. Þetta er öðruvísi ferðamáti og ómetanlegt að hafa konuna með í sportinu. Mótorhjólafólk sem hittist á förnum vegi spjallar gjarnan saman og er það líka krydd í sportið. Svo er skemmtilegur siður á meðal mótorhjólafólks að gefa smá nikk með vinstri hendi þegar hjólafólkið mætist í umferðinni.“
26.7.06
Vélhjólakappi féll af hjólinu vegna grjóthruns af vörubíl:
Grjóthrun af vörubíl slasaði vélhjólamann
■ Hjólið mikið skemmt
Vélhjólakappinn Stefán Björnsson missti
stjórn á hjóli sínu og datt þegar hann rann á jarðvegi sem féll á götuna af vörubílspalli. Atvikið
varð á hringtorgi í Keflavík. Formaður Ernis, Bifhjólaklúbbs Suðurnesja, segir óbirgðan farm geta
valdið lífshættu fyrir vélhjólamenn.
„Þetta var grjót, sandur og möl," segir Stefán, en
hann var að aka að hringtorginu við Víkurbraut
og Faxabraut í Keflavík á sunnudagskvöld þegar
hjólið rann undan honum. Við fallið viðbeinsbrotnaði hann og vélhjólið stórskemmdist. Stefán
var vel búinn og þakkar hann sínu sæla fyrir að
ekki fór verr.
„Það er heldur súrt að þurfa að borga fyrir
annarra manna klúður," segir Stefán en honum
verður gert að borga 180 þúsund krónur í sjálfsábyrgð. Ekki er vitað hver bílstjórinn er og því
ekki hægt að draga hann til ábyrgðar. Samkvæmt
lögum á farmur að vera birgður með segldúk.
„Þetta getur skapað lífshættu," segir Hannes H. Gilbert, formaður Ernis, ómyrkur í máli. Hann
segir það skelfilegt efóreyndarimenn lenda ísvona
aðstæðum, þá getur verið mikil hætta á ferð.Hannes vill ítreka fyrir vörubílstjórum að
birgja farminn enda sé annað lögbrot.
Hannes segist ekki þekkja til þess að vélhjólamenn fái á sig lausamöl þegar þeir aka á eftir
vörubílum. Hann segir að ekki séu nema örfáir
dagar síðan að steinn sem féll af vörubíl braut
rúðu í bílnum hans.
Stefán mun ekki vera eini vélhjólamaðurinn
sem hefur orðið fyrir grjóthruni af vörubílum.
Lögreglan í Keflavík hefur auglýst eftir grænbláum vörubíl, en bílstjóri hans varð valdur að
talsverðu tjóni á Reykjanesbrautinni í byrjun
mánaðarins. Hluti af malarfarmi sem var á pallinum hrundi á götuna með þeim afleiðingum að
mölin dreifðist um allt og olli töluverðum lakkskemmdum á þremur bílum. Telur lögreglan að
tjónið nemi hundruðum þúsunda. Frá og með
áramótum hefur tryggingafélagið Sjóvá greitt
alls 31 milljón vegna sambærilegra tjóna.
valur@bladid.net
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=358560&pageId=5740468&lang=is&q=v%E9lhj%F3lama%F0ur
24.7.06
Meira en að tálga spýtu
Tréskurðarmeistarinn Jón Adólf Steinólfsson býr til mótorhjól úr tré
Jón Adólf Steinólfsson
fékk fyrir mörgum árum
tréskurðarnámskeið í
jólagjöf frá móður sinni.
Síðan þá hefur margur
spónninn svifið til jarðar.
„Hjólið er gert fyrir handverkssýningu sem haldin verður að Hrafnagili þann ío. ágúst. Við erum sex
strákar sem erum í þessu og köllumst Einstakir, enda erum við það
allir, hver á sinn hátt,“ segir Jón en
hópurinn kom einnig að álíka verkefni fyrir ári.
„Þetta byrjaði allt á því að ég hafði
verið að kenna tréskurð og sankað
að mér einum og einum úr hverjum
hópi sem ég kynntist betur en
öðrum. Saman hittumst við síðan
i eins konar kjaftaklúbbi sem við
skýrðum Einstakir. Síðan hafði Dóróthea samband við okkur, en þá
var hún nýtekin við Hrafnagili fyrir
norðan og vildi fá eitthvað sniðugt
frá okkur. Eftir að hafa velt upp alls
kyns hugmyndum kom upp úrkrafsinu að gera ío metra háan gítar úr
tré. Að vísu þurftum við að minnka
hann aðeins, eða niðurí um 4 metra,
þar sem verkstæðið mitt rúmaði
ekki meira!
Upphaflega átti þetta að vera mótorhjól með hliðarvagni. Við komumst hins vegar að því að það væri bara djöfuls vesen enda gerðum við okkur ekki alveg grein fyrir umfangi verkefnisins. En við erum þó langt komnir og verðum tilbúnir með þetta fyrir þann tíunda."
Handlaginn með viðinn
„Það var 1986 sem mamma gaf
mér námskeið í tréskurði í jólagjöf.
Ég hafði áður verið á sjó og í hinu og
þessu, fálmandi eins og aðrir ungir
menn. Ég hafði þó alltaf stefnt á
það að verða smiður, enda viðurinn
alltaf leikið í höndunum á mér.
Ég
var einnig með eigin rekstur sem
gekk ágætlega, en eftir að ég fór
á námskeið í Austurríki 1995 þá
breyttist allt. Það má segja að ég
hafi séð ljósið. Það er rosalega góð
tilfinning að uppgötva hvað maður
vill gera það sem eftir er; eitthvað
sem margir uppgötva aldrei á lifsleiðinni. Sama ár fór ég til Englands
til að læra hjá einum þeim alfærasta
í heiminum, Ian Norbury, sem ég
vann nokkrar stórar sýningar með.
Ég tók hann einnig með til Íslands
þar sem hann hélt námskeið. Það
hefur löngum verið metnaður hjá
mér að efla þessa listgrein hér á
landi, því hún hefur setið svolítið
eftir. Að mínu mati eru aðeins örfáir, fimm eða sex,sem eru virkilega
góðir í þessu. Annars lít ég miklu
frekar á tréskurðinn sem listgrein
frekar en iðngrein.“
Sýning í Seattle „Ég og Tryggvi Larum, verðum með sýningu í Nordic Heritage Museum. Þemað er Ísland fortíðar og framtíðar í tréskurði.
Tryggvi sér um fortíðina, víkingamynstrin og það allt, en ég verð með framtíðina; Tölvur, tækni og þess háttar dót,“ segir Jón en hann segist einmitt nýta tæknina við iðju sína. „Maður notar allt sem flýtir fyrir manni auðvitað. Það eru nokkrir af eldri kynslóðinni sem fussa og sveia yfir þessu og skammast yfir því að maður noti vélarnar við þetta, en þetta er bara lenskan í þessu í dag. Ég held að ef víkingarnir hefðu haft vélbyssur í gamla daga, þá hefðu þeir nú notað þær!“ Hægt er að sjá verk Jóns á slóðinni: jonadolf.com

