Tréskurðarmeistarinn Jón Adólf Steinólfsson býr til mótorhjól úr tré
Jón Adólf Steinólfsson
fékk fyrir mörgum árum
tréskurðarnámskeið í
jólagjöf frá móður sinni.
Síðan þá hefur margur
spónninn svifið til jarðar.
„Hjólið er gert fyrir handverkssýningu sem haldin verður að Hrafnagili þann ío. ágúst. Við erum sex
strákar sem erum í þessu og köllumst Einstakir, enda erum við það
allir, hver á sinn hátt,“ segir Jón en
hópurinn kom einnig að álíka verkefni fyrir ári.
„Þetta byrjaði allt á því að ég hafði
verið að kenna tréskurð og sankað
að mér einum og einum úr hverjum
hópi sem ég kynntist betur en
öðrum. Saman hittumst við síðan
i eins konar kjaftaklúbbi sem við
skýrðum Einstakir. Síðan hafði Dóróthea samband við okkur, en þá
var hún nýtekin við Hrafnagili fyrir
norðan og vildi fá eitthvað sniðugt
frá okkur. Eftir að hafa velt upp alls
kyns hugmyndum kom upp úrkrafsinu að gera ío metra háan gítar úr
tré. Að vísu þurftum við að minnka
hann aðeins, eða niðurí um 4 metra,
þar sem verkstæðið mitt rúmaði
ekki meira!
Upphaflega átti þetta að vera mótorhjól með hliðarvagni. Við komumst hins vegar að því að það væri bara djöfuls vesen enda gerðum við okkur ekki alveg grein fyrir umfangi verkefnisins. En við erum þó langt komnir og verðum tilbúnir með þetta fyrir þann tíunda."
Handlaginn með viðinn
„Það var 1986 sem mamma gaf
mér námskeið í tréskurði í jólagjöf.
Ég hafði áður verið á sjó og í hinu og
þessu, fálmandi eins og aðrir ungir
menn. Ég hafði þó alltaf stefnt á
það að verða smiður, enda viðurinn
alltaf leikið í höndunum á mér.
Ég
var einnig með eigin rekstur sem
gekk ágætlega, en eftir að ég fór
á námskeið í Austurríki 1995 þá
breyttist allt. Það má segja að ég
hafi séð ljósið. Það er rosalega góð
tilfinning að uppgötva hvað maður
vill gera það sem eftir er; eitthvað
sem margir uppgötva aldrei á lifsleiðinni. Sama ár fór ég til Englands
til að læra hjá einum þeim alfærasta
í heiminum, Ian Norbury, sem ég
vann nokkrar stórar sýningar með.
Ég tók hann einnig með til Íslands
þar sem hann hélt námskeið. Það
hefur löngum verið metnaður hjá
mér að efla þessa listgrein hér á
landi, því hún hefur setið svolítið
eftir. Að mínu mati eru aðeins örfáir, fimm eða sex,sem eru virkilega
góðir í þessu. Annars lít ég miklu
frekar á tréskurðinn sem listgrein
frekar en iðngrein.“
Sýning í Seattle „Ég og Tryggvi Larum, verðum með sýningu í Nordic Heritage Museum. Þemað er Ísland fortíðar og framtíðar í tréskurði.
Tryggvi sér um fortíðina, víkingamynstrin og það allt, en ég verð með framtíðina; Tölvur, tækni og þess háttar dót,“ segir Jón en hann segist einmitt nýta tæknina við iðju sína. „Maður notar allt sem flýtir fyrir manni auðvitað. Það eru nokkrir af eldri kynslóðinni sem fussa og sveia yfir þessu og skammast yfir því að maður noti vélarnar við þetta, en þetta er bara lenskan í þessu í dag. Ég held að ef víkingarnir hefðu haft vélbyssur í gamla daga, þá hefðu þeir nú notað þær!“ Hægt er að sjá verk Jóns á slóðinni: jonadolf.com