22.12.18
19.12.18
Fengu að kynnast öllum hliðum Rússlands í mótorhjólaferð
Síðastliðið sumar fóru frændurnir Unnar Bjartmarsson og Jón Helgason saman í mótorhjólaferð um Rússland.
Þeir óku í fylgd með túlki og leiðsögumanni sem leiddi þá þúsund kílómetra um Úralfjöll á ekta rússneskum Úral-hjólum. Þar hittu þeir innfædda Rússa og fengu að kynnast þeirra lífi og aðstæðum um leið og þeir skoðuðu landið, heimsóttu söfn og fóru á mótorhjólamót. Blaðamaður Skessuhorns hitti frændurna Unnar og Jón á heimili Unnars á Kleppjárnsreykjum snemma föstudagsmorguns í lok nóvember og fékk að heyra allt um ferðina til Rússlands.
Ég rétti henni símann og spyr út í þessa ferðaskrifstofu, hvort þetta væri í alvöru eða bara plat. Hún skoðaði þetta smávegis og sagði svo að þetta væri mjög öruggt fyrirtæki. „Ef skrifstofan er skráð á rússneska já.is er það öruggt,“ sagði hún. Við ákváðum því að hafa samband og þá var ekkert aftur snúið,“ segir Jón. Þá þurfti að ákveða tíma og var niðurstaðan að fara í lok júlí. „Við vildum að sjálfsögðu fara á Úral-hjólum í Úralfjöll og ákváðum að fara á þessum tíma svo við gætum náð stóru mótorhjólamóti í leiðinni,“ útskýrir Unnar.
Þeir óku í fylgd með túlki og leiðsögumanni sem leiddi þá þúsund kílómetra um Úralfjöll á ekta rússneskum Úral-hjólum. Þar hittu þeir innfædda Rússa og fengu að kynnast þeirra lífi og aðstæðum um leið og þeir skoðuðu landið, heimsóttu söfn og fóru á mótorhjólamót. Blaðamaður Skessuhorns hitti frændurna Unnar og Jón á heimili Unnars á Kleppjárnsreykjum snemma föstudagsmorguns í lok nóvember og fékk að heyra allt um ferðina til Rússlands.
Byrjaði sem grín
Fyrir fimm árum var Jón á ferðinni á mótorhjóli um Ameríku og þar kviknaði hugmynd um að fara á fimm ára fresti í framandi mótorhjólaferð. Þegar heim var komið nefndi hann þessa hugmynd við Unnar og grínuðust þeir með að fara til Rússlands. Eftir því sem Unnar hugsaði meira um Rússlandsferð hætti grínið að vera grín og færðist yfir í alvöru. „Hann fór að impra á þessu við mig nokkru síðar og við ákváðum að skoða þetta aðeins og byrjuðum að leita á Facebook,“ segir Jón. Þar fundu þeir ferðaskrifstofu í Rússlandi sem býður upp á alls konar ferðir um landið, þar á meðal mótorhjólaferðir. „En við treystum ekki einhverri síðu á netinu og vorum eiginlega vissir um að þetta væri eitthvað plat til að ná peningum af fólki. Ég var svo á leiðinni frá Keflavík að Mið-Fossum að skoða graðhest og tók upp par sem var á leiðinni á puttanum á Akranes til að gifta sig. Strákurinn var pólskur og íslenskur en stelpan frá Rússlandi.Ég rétti henni símann og spyr út í þessa ferðaskrifstofu, hvort þetta væri í alvöru eða bara plat. Hún skoðaði þetta smávegis og sagði svo að þetta væri mjög öruggt fyrirtæki. „Ef skrifstofan er skráð á rússneska já.is er það öruggt,“ sagði hún. Við ákváðum því að hafa samband og þá var ekkert aftur snúið,“ segir Jón. Þá þurfti að ákveða tíma og var niðurstaðan að fara í lok júlí. „Við vildum að sjálfsögðu fara á Úral-hjólum í Úralfjöll og ákváðum að fara á þessum tíma svo við gætum náð stóru mótorhjólamóti í leiðinni,“ útskýrir Unnar.
skessuhorn.is
17.12.18
12.12.18
11.12.18
Gjaldskrá Vaðlaheiðaganga kynnt
Gjaldskrá Vaðlaheiðarganga var kynnt í dag og er ekki annað að sjá en að Bifhjól fari frítt í gegn sem eru góðar fréttir fyrir okkur hjólarana.
Úr gjaldskránni er hægt að lesa að fullt gjald í gegnum göngin á fólksbíl mun vera 1500kr
en hægt verður að kaupa ferðir í heildsölu og þar með lækkar verðið og virðist vera hægt að fá ferðina á 700 kr ef stærsti pakkinn upp á 100 ferðir er tekinn en þá þarf að punga út 70000kr á einu bretti,
Hægt verður að vera með allt að þrjá bíla skráða á hvert kort.
Ökutæki sem eru yfir 3500 kg hinsvegar þurfa að borga 6000 kr á fullu verði en þar er boðið upp á pakka með 40 ferðir á 5220kr ferðin en þá þarf að punga út 208800kr.
Ótakmarkaðann fjöld þungra ökutækja er hægt að skrá á þessi kort.
sjá nánar ....
Hér er tilkynningin frá Vaðlaheiðargöngum...
Úr gjaldskránni er hægt að lesa að fullt gjald í gegnum göngin á fólksbíl mun vera 1500kr
en hægt verður að kaupa ferðir í heildsölu og þar með lækkar verðið og virðist vera hægt að fá ferðina á 700 kr ef stærsti pakkinn upp á 100 ferðir er tekinn en þá þarf að punga út 70000kr á einu bretti,
Hægt verður að vera með allt að þrjá bíla skráða á hvert kort.
Ökutæki sem eru yfir 3500 kg hinsvegar þurfa að borga 6000 kr á fullu verði en þar er boðið upp á pakka með 40 ferðir á 5220kr ferðin en þá þarf að punga út 208800kr.
Ótakmarkaðann fjöld þungra ökutækja er hægt að skrá á þessi kort.
sjá nánar ....
Hér er tilkynningin frá Vaðlaheiðargöngum...
6.12.18
Vinnudagar á Mótorhjólasafni í janúar.
Eins og þeir sem til þekkja þá er hið stórglæsilega Mótorhjólasafn okkar á Akureyri ekki alveg tilbúið, og hafa félagsmenn í Tíunni sem og aðrir veitt ómetanlega hjálp við uppbyggingu á safninu, hvort sem er í formi styrks eða vinnu.
Mótorhjólasafnið Akureyri |
Flíslagning er nokkuð á veg komin í miðsalnum og á gangi og stiganum en það vantar lokahnykkinni í að klára flísalagninguna.
Um miðjan janúar ætlum við sem,sagt að boða til vinnukvölda og eru félagsmenn hvattir til að mæta og hjálpa því margar hendur vinna létt verk...
Þessi síðasti hluti hússins gæti nefnilega verið dágóð tekjulind fyrir húsið þar sem hægt verður að leigja þann hluta út til funda og annara viðburða td til að halda fermingarveislur.
en þangað til í janúar ....
Gleðileg jól ...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)